Gary Martin stefnir út - Ísland haft góð áhrif á hann 10. febrúar 2014 13:20 Gary Martin nýtur sín á Íslandi. Vísir/Stefán Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira