Gary Martin stefnir út - Ísland haft góð áhrif á hann 10. febrúar 2014 13:20 Gary Martin nýtur sín á Íslandi. Vísir/Stefán Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Gary Martin, leikmaður KR í Pepsi-deildinni í fótbolta, segir það hafa gert sér gott að koma til Íslands og spila fótbolta en komandi sumar verður líklega hans síðasta á Íslandi í bili. Martin er í viðtali við breska blaðið Telegraph þar sem fjallað er um þennan unga framherja sem fékk ekki tækifæri hjá uppeldisfélagi sínu Middlesbrough. Eftir að fá svo einnig höfnun fá Hartepool var Ísland það eina sem kom til greina til að koma knattspyrnuferlinum af stað. Hann gekk til liðs við ÍA í 1. deildinni 2010 og sló þar í gegn. Hann fór svo til KR á miðju sumri 2012 og varð bikarmeistari með liðinu það árið og svo Íslandsmeistari í fyrra. „Þegar ég var hjá Middlesbrough var mér sama um allt. Ég fór á æfingu og gantaðist með strákunum. Síðan borðaði ég haug af mat og fór svo heim í X-Box-tölvuna,“ segir Martin í viðtalinu en hann þroskaðist mikið við að flytja einn til ókunnugs lands. „Að borga reikninga og og leiguna er eitthvað sem maður hugsar ekki um sem ungur atvinnumaður á Englandi. En þegar maður flytur út þarf maður að elda og þrífa. Það neyðir mann til að þroskast.“ „Þetta hefur breytt mér. Ég átta mig á hversu miklum tíma ég eyddi í ekkert og vinn nú í því að gera mig betri. Styrktarþjálfarinn hérna er snillingur. Ég hef aldrei verið svona fljótur. Hann er búinn að breyta mér algjörlega sem íþróttamanni,“ segir Martin. Englendingurinn var virkilega öflugur í liði KR á síðasta tímabili sem stóð uppi sem Íslandsmeistari og segir hann velgengni landsliðsins hafa opnað augu fólks fyrir íslenskri knattspyrnu. Það ætlar hann sér að nýta. „Hólmbert Friðjónsson skoraði 10 mörk á síðasta tíambili fyrir Fram og var seldur til Celtic en ég skoraði 13 mörk. Í lok tímabilsins mun ég leita mér að nýrri áskorun á Englandi eða á Norðurlöndum. Leikstíll minn hentar C-deildinni á Englandi því ég spila fyrir aftan fremsta mann,“ segir Martin sem unir sér vel á Íslandi og segir ekki endanlega skilið við land og þjóð þó hann fari út í haust. „Ég myndi elska komast aftur til Englands þar sem ég sakna þess að vera heima en ég velti því fyrir mér hvort ég detti aftur í gamla farið. Ég mun alltaf vilja koma aftur til Íslands. Landið hefur einfaldlega haft það mikil áhrif á líf mitt,“ segir Gary Martin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira