Íslenski boltinn

Blikar töpuðu 0-2 á móti FCK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika.
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika. Vísir/Vilhelm

Danska Íslendingaliðið FCK Kaupmannahöfn vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Atlantshafs-bikarnum í Algarve í Portúgal í kvöld. Þetta var fyrsta tap Blika á mótinu.

Daniel Braaten skoraði fyrra mark FCK á 9. mínútu og seinna markið var sjálfsmark Blika eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik.

FCK Kaupmannahöfn er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á mótinu en liðið vann 4-0 sigur á Slovan Liberec í fyrsta leik.

Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við SV Mattersburg í fyrsta leik en vann síðan 2-1 sigur á danska liðinu FC Midtjylland.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.