Fleiri fréttir

Axel hitnaði ekki fyrr en alltof seint

Værlöse tapaði sínum fimmta leik í röð í dag þegar varð að sætta sig við 29 stiga tap á útivelli á móti Randers Cimbria, 93-122.

Evrópumeistararnir unnu fyrsta leik

Evrópumeistarar Svartfjallalands unnu tveggja marka sigur á Suður-Kóreu, 24-22, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta kvenna í Serbíu. Það líka búist við miklu af liði Ungverjalands sem vann átta marka sigur á Tékkum í fyrsta leik, 35-27.

Moyes: Við verðum bara að halda áfram

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, horfði upp á sína menn tapa öðrum heimaleiknum á aðeins fjórum dögum þegar liðið tapaði 0-1 á móti Newcastle á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Alan Pardew: Manchester United á að halda Moyes

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, var ánægður eftir 1-0 sigur Newcastle á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag en Newcastle-liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Crystal Palace með annan sigurinn í röð

Tony Pulis er heldur betur farinn að láta til sín taka hjá Crystal Palace en liðið fór úr botnsætinu með sigri á West Ham í vikunni og fylgdi því síðan eftir með því að vinna 2-0 heimasigur á Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Suarez áfram á skotskónum í sigri Liverpool

Luis Suárez heldur áfram að raða inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hann skoraði tvö síðustu mörkin í 4-1 sigri Liverpool á West Ham á Anfield í dag.

Tvær íslenskar konur kosnar í nefndir evrópska fimleikasambandsins

Tvær íslenskar konur, Hlíf Þorgeirsdóttir og Sólveig Jónsdóttir, voru í dag kosnar í nefndir á vegum evrópska fimleikasambandsins, UEG, en 25. þing UEG stendur nú yfir í Portorose í Slóveníu. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Fimleiksambands Íslands.

Stólarnir á hraðferð upp í úrvalsdeild?

Bárður Eyþórsson og lærisveinar hans í Tindastól unnu enn einn stórsigurinn í 1. deild karla í körfubolta í gær en Stólarnir eru nú eina ósigraða lið 1. deildarinnar með sjö sigra í sjö leikjum.

Pellegrini: Aguero er betri en Suarez

Flestir stjórar í ensku úrvalsdeildinni væru til búnir að skipta á sínum aðal sóknarmanni og Liverpool-framherjanum Luis Suarez en ekki Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City.

Dóttir Van der Vaart fæddist andvana

Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart og kona hans Sabine Boularouz syrgja nú dóttur sína sem fæddist andvana í fyrrinótt. Þau staðfestu þetta í yfirlýsingu sem var send þýskum fjölmiðlum í morgun.

Enn á ný frestað hjá Eyjamönnum

Það verður ekkert að leik FH og ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í dag en mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að fresta leiknum til morguns vegna þess að það er ófært frá Eyjum.

Fyrsti sigur Newcastle á Old Trafford í 41 ár

Newcastle sótti þrjú stig á Old Trafford í fyrsta sinn síðan 1972 þegar liðið vann 1-0 sigur á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Frakkinn Yohan Cabaye skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik.

Öll stóru liðin nema eitt að spila í dag

Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer af stað í dag með sjö leikjum en hún klárast síðan með tveimur leikjum á morgun og einum á mánudagskvöldið.

Dagný lagði upp mark og Florida State komst í úrslitaleikinn

Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru komnar í úrslitaleikinn í bandaríska háskólafótboltanum eftir að Florida State liðið vann 3-2 sigur á Virginia Tech í undanúrslitaleiknum í nótt. Florida State mætir UCLA í úrslitaleiknum annað kvöld.

Þórir reiknar ekki með því að sofa mikið

Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið verðlaun á öllum stórmótum sínum undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þórir sefur væntanlega lítið næstu átján daga enda oftast á vaktinni átján tíma á sólarhring á stórmótum.

Önnur prófraun fyrir Martinez

Roberto Martinez og lið hans, Everton, freistar þess um helgina að fylgja eftir góðum útivallarsigri á Manchester United í vikunni með því að leggja topplið Arsenal í Lundúnum. Everton er eina lið deildarinnar sem hefur tapað færri leikjum á tímabilinu en Arsenal og er nú taplaust í rúma tvo mánuði.

Uppgjör hjá Alfreð og Degi

Íslendingaliðin Füchse Berlin og THW Kiel mætast á morgun í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en liðin eru bæði með 26 stig í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þjálfarar liðanna eru þeir Dagur Sigurðsson hjá Füchse og Alfreð Gíslason hjá Kiel. Leikurinn hefst klukkan 14.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 en það er búist við troðfullri höll og mikilli stemmningu.

Vinna Haukar sjöunda leikinn í röð?

Kvennalið Hauka getur náð öðru sætinu af Snæfelli þegar Haukastelpurnar mæta í Stykkishólm annað kvöld (klukkan 17.00) í 13. umferð Domino's-deildar kvenna í körfubolta.

Zaha segist aldrei hafa hitt dóttur Moyes

Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að Wilfried Zaha, leikmaður Man. Utd, væri að slá sér upp með dóttur knattspyrnustjórans, David Moyes, við litlar vinsældir stjórans.

LeBron á hvíta tjaldið

NBA-stjarnan LeBron James mun taka að sér hlutverk í gamanmyndinni Ballers sem fer í framleiðslu á næsta ári.

Martinez ætlar að kaupa í janúar

Roberto Martinez, stjóri Everton, vonast til að geta styrkt leikmannahóp sinn þegar opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin.

Hetjuleg barátta Sundsvall dugði ekki til

Laskað lið Sundsvall Dragons stóð í hárinu á toppliði Borås Basket í sænska körfuboltanum í kvöld en varð að játa sig sigrað að lokum, 87-81.

Ólafur Páll framlengir við FH

Fyrirliði FH, Ólafur Páll Snorrason, verður áfram í Hafnarfirðinum en hann skrifaði undir nýjan samning í dag.

Aroni líst vel á að mæta Ronaldo og Þýskalandi

Aron Jóhannsson verður að öllum líkindum fyrsti Íslendingurinn til þess að spila á HM næsta sumar. Aron og Bandaríkjamenn lentu í mjög skemmtilegum riðli í dag þegar dregið var í Brasilíu.

Opið hús SVFR í kvöld

Félagsmenn SVFR fagna að venju þegar fyrsta Opna Hús vetrar er haldið hverju sinni enda alltaf glatt á hjalla þar á bæ á þessum dögum.

Aragones er ekki hættur

Luis Aragones, fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, hefur neitað þeim fregnum að hann sé hættur störfum sökum aldurs.

Sverrir Ingi skrifar undir eftir helgi

Norska úrvalsdeildarfélagið Viking tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason muni skrifa undir samning við félagið á mánudag.

Damir fyllir í skarð Sverris Inga hjá Blikum

Miðvörðurinn Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun því spila áfram í Pepsi-deild karla næsta sumar. Muminovic lék með með Víkingi Ólafsvík í sumar en liðið féll úr deildinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Breiðabliki.

Kagawa átti erfitt með öndun

Sjúkrabíll var kallaður til heimilis Shinji Kagawa, leikmanns Manchester United, eftir leik liðsins gegn Everton á miðvikudagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir