Enski boltinn

Frábært mark Assaidi tryggði Stoke sigur á Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oussama Assaidi fór úr treyjunni í fagnaðarlátunum.
Oussama Assaidi fór úr treyjunni í fagnaðarlátunum. Mynd/NordicPhotos/Getty
Varamaðurinn Oussama Assaidi tryggði Stoke öll stigin á móti Chelsea þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútunni í 3-2 sigri á Britannia-leikvanginum í dag.

André Schürrle kom Chelsea í 1-0 í leiknum strax á 10. mínútu og gerði bæði mörk Chelsea-liðsins. Stoke náði að komast í 2-1 og tryggja sér síðan sigurinn í lokin eftir að Schürrle jafnaði í 2-2 þegar 53. mínútu voru liðnar af leiknum.

Þetta var aðeins annar sigur Stoke-liðsins í síðustu tólf leikjum og hann sér til þess að Arsenal getur nú náð sjö stiga forskoti með sigri á Everton á morgun.

Peter Crouch og Stephen Ireland skoruðu fyrstu tvö mörk Stoke-liðsins en sigurmarkið skoraði Oussama Assaidi á lokamínútunni með frábæru skoti aðeins sjö mínútum eftir að hann kom inná sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×