Fleiri fréttir

Þrír karlar og þrjár konur í bann

Sex leikmenn úr Pepsi-deildum karla og kvenna voru úrskurðaðir í leikbanni á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag, þrír úr Pepsi-deild karla og þrír úr Pepsi-deild kvenna.

FH og Ajax í samstarf

Íslandsmeistarar FH og Hollandsmeistarar Ajax frá Amsterdam hafa náð samkomulagi um samstarf milli félaganna tveggja. Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar FH og Ajax online academy gerðu þriggja ára samning. Samstarfið felur í sér að þjálfarar FH fá aðgang að upp undir þúsund æfingum auk þess sem þetta kerfi auðveldar þjálfurum að skipuleggja æfingar, gera áætlanir og halda betur utan um sína iðkendur. Þetta kemur fram á heimasíðu FH-inga.

Tim Krul feginn að vera laus við Evrópudeildina

Tim Krul, markvörður Newcastle United, telur að liðið eigi eftir að standa sig mun betur á næsta tímabili og aðallega af þeirri ástæðu að Newcastle mun ekki taka þátt í neinni Evrópukeppni á komandi leiktíð.

Helgi Valur spilar fjóra leiki til viðbótar með AIK

Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson mun spila með portúgalska félaginu CF Os Belenenses á komandi leiktíð en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Helgi Valur flytur þó ekki út fyrr en eftir leik AIK-liðsins á móti BK Hacken sem fer fram 22. júlí og á því eftir að spila fjóra leiki með sænska félaginu. Þetta kemur fram á heimasíðu AIK í dag.

Arnór Ingvi á leið til Norrköping

Keflvíkingurinn stórefnilegi, Arnór Ingvi Traustason, er undir smásjá erlendra félaga og hann er núna á leið til reynslu í Svíþjóð.

Jónatan tekur við Kristiansund

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag þá er Gunnar Magnússon hættur að þjálfa norska liðið Kristiansund og tekinn við liði ÍBV. Hann mun þjálfa það með Arnari Péturssyni.

Gunnar Magnússon tekur við ÍBV

Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki.

Úrslitakeppnin verður með breyttu sniði á næst ári

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Íslands hefur ákveðið að breyta fyrirkomulaginu í úrslitakeppni Dominos deildar karla en á næsta ári verða liðin að vinna þrjá leiki í 8-liða úrslitum í stað tveggja eins og áður hefur verið.

Helgi Valur mættur til Portúgal

Það bendir flest til þess að landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson gangi í raðir portúgalska félagsins Belenenses. Helgi Valur er mættur til Portúgal og mun fara í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Brasilía hefði aldrei unnið á hlutlausum velli

Brasilía pakkaði Spáni saman í úrslitum Álfukeppninnar. Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er þó ekki sannfærður um að Brassarnir séu orðnir jafn góðir og Spánverjar.

Sanogo til Arsenal

Enska knattspyrnuliðið Arsenal hefur fengið til liðsins franska leikmanninn Yaya Sanogo en hann gerir langtímasamning við liðið.

Djorou lánaður til Hamburg

Arsenal er byrjað að taka til í leikmannamálum sínum fyrir veturinn. Nú í fyrstu eru menn á leið út. Johan Djorou hefur verið lánaður til Hamburg í Þýskalandi og Nicklas Bendtner er líklega einnig á förum.

Belenenses sendi fyrirspurn í Sverri Inga

Íslenskir knattspyrnumenn virðast vera vinsælir af portúgalska félaginu Belenenses því félagið hefur nú sent Breiðablik fyrirspurn vegna varnarmannsins Sverris Inga Ingasonar.

Obi Mikel orðaður við Galatasaray

Þó svo Nígeríumaðurinn John Obi Mikel eigi enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Chelsea segist hann ekki vera viss um framtíð sína hjá félaginu.

Rooney og Moyes funda á morgun

David Moyes, stjóri Man. Utd, mun setjast niður með Wayne Rooney á morgun til þess að ræða stöðu hans hjá félaginu. Rooney hefur farið fram á sölu en United neitar að selja hann.

Bjarni leyfir mér ekki að koma nálægt vítapunktinum

Gary Martin er besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla en hann varð í fyrrakvöld fyrsti Englendingurinn til þess að skora þrennu í efstu deild á Íslandi. "Ég ætlaði alltaf að vinna titla með KR,” sagði Gary.

Vill enga auglýsingasamninga strax

Hlaupakonan stórefnilega Aníta Hinriksdóttir hefur vakið mikla athygli síðasta árið enda er þessi 17 ára stelpa búin að bæta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi um fjórar sekúndur á aðeins tólf mánuðum. Stúlkan nýtur mikillar athygli en það er þó ekki von á henni í auglýsingum á næstunni.

Eiður Smári var uppáhaldið hans Hasselbaink

Eiður Smári Guðjohnsen og Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink léku saman í framlínu Chelsea á árunum 2000 til 2004, frá því Chelsea keypti þá sumarið 2000. Hasselbaink kom frá Atlético de Madrid en Eiður Smári frá Bolton.

Hernandez er toppmaður

Það er ekki beint slegist um að taka upp hanskann fyrir Aaron Hernandez þessa dagana. Búið er að kæra hann fyrir morð og hann var í kjölfarið rekinn frá NFL-liðinu New England Patriots.

Serena Williams óvænt úr leik á Wimbledon-mótinu

Stóru stjörnurnar halda áfram að detta úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis en Serena Williams tapaði óvænt í 4. umferð í dag. Serena Williams var fyrir leikinn í dag búin að vinna 34 leiki í röð og var sigurstranglegust á mótinu.

Tottenham kaupir Paulinho á 17 milljónir punda

Paulinho, þriðji besti leikmaður Álfukeppninnar og lykilmaður í sigri Brasilíumanna í keppninni, verður liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham á næsta tímabili.

Thelma með tvö í mikilvægum sigri - úrslit kvöldsins

Afturelding vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK/Víkingi í sex stiga leik í botnbaráttu Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en Thelma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði tvö af þremur mörkum Mosfellsbæjarliðsins í leiknum. Valur og FH unnu síðan bæði á sama tíma góða sigra á útivelli. Þetta voru síðustu leikir liðanna fyrir EM-frí en næsta umferð fer ekki fram fyrr en 30. júlí.

Monaco verslar og verslar

Hið moldríka franska félag, AS Monaco, er enn með veskið galopið og félagið er nú búið að kaupa sjöunda leikmanninn á skömmum tíma.

Fyrsta mark Nadiu kom ÍBV upp í annað sætið

Velski framherjinn Nadia Lawrence tryggði ÍBV sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA þegar liðin mættust í Eyjum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þetta var fyrsta mark Nadiu í Pepsi-deildinni á þessu tímabili og það kom Eyjaliðinu upp í annað sæti deildarinnar.

Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik.

James Hurst samdi við Crawley

Enski knattspyrnumaðurinn James Hurst, fyrrum leikmaður Vals, samdi við enska C-deildarliðið Crawley en samningur hans við félagið er til eins árs.

Myndaveisla frá fyrsta degi Moyes hjá Man. Utd

Það var stór dagur í lífi David Moyes í dag er hann hóf störf fyrir Man. Utd. Hann fær það gríðarlega erfiða verkefni að fylla skarð Sir Alex Ferguson hjá félaginu.

Edda og Ólína semja við Val

Valsmenn hafa heldur betur styrkt sitt lið í dag en þær Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Viðarsdóttir hafa samið við félagið.

Sögulegt sigurmark í Ólafsvík

Víkingur frá Ólafsvík vann sinn fyrsta leik í efstu deild í gær. Þá komu Skagamenn í heimsókn í Ólafsvík. Eitt mark var skorað í leiknum og var það skrautlegt.

Sjá næstu 50 fréttir