Enski boltinn

Ólýsanleg tilfinning að heyra Meistaradeildarlagið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gareth Bale í leik með Tottenham í Meistaradeild Evrópu.
Gareth Bale í leik með Tottenham í Meistaradeild Evrópu. Mynd / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham Hotspurs, þráir að komast aftur í Meistaradeild Evrópu og viðurkennir fúslega að hann sakni deildarinnar.

Spurs rétt misstu af sætinu í Meistaradeildinni á tímabilinu og verða því ekki þátttakendur í deildinni á næstu leiktíð, en Tottenham hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.

Sögusagnir um brotthvarf  Bale frá liðinu hafa farið eins eldur í sinu í sumar og hefur hann verið orðaður við bæði Real Madrid og Manchester United.

„Þegar maður mætir liðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar þá pakka þau alltaf í vörn og leikurinn kemst aldrei í almennilegt flug,“ sagði Bale.

„Aftur á móti þegar maður spilar í Meistaradeild Evrópu eru liðin vön því að vinna alla sína leiki og spila því sóknarsinnaðan bolta og því mun skemmtilegra að taka þátt í.“

„Meistaradeildarlagið er einnig stór hluti af þessu öllu saman. Að heyra lagið þegar maður gengur inn á völlinn í ólýsanlegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×