Kári Kristján gæti verið á leiðinni í málaferli við Wetzlar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. júlí 2013 07:00 Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson hefur verið án félagsliðs síðan í mars síðastliðnum, þegar hann lék með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu þann 3. apríl. Leikurinn var lykilleikur í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári en Ísland vann leikinn 29-28. Leikmaðurinn var rekinn frá þýska liðinu Wetzlar eftir leikinn en forráðamenn félagsins vildu meina að Kári hafi brotið reglur með því að taka þátt í leiknum. Kári Kristján gekkst undir aðgerð í febrúar þar sem góðkynja æxli var fjarlægt úr baki hans. Síðan þá hefur hann ekkert spilað með Wetzlar. Leikmaðurinn kærði félagið í kjölfar brottrekstursins en að hans mati hafði hann fengið leyfi hjá læknum Wetzlar að spila. Fyrir leikinn hafði Kári samið við danska liðið Bjerringbro/Silkeborg. „Ég heyrði í lögfræðingi mínum síðast í dag og þá var ekki komin niðurstaða í málið,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum í viðræðum við félagið um að semja um starfslok, en síðasti útborgunardagurinn minn var 15. mars síðastliðinn. Það er auðvitað best fyrir alla að semja utan dómsstóla, en það hefur ekkert þokast í þeim málum.“ Það stefnir því í málaferli hjá línumanninum. „Ef forráðamenn Wetzlar kasta fram einhverju tilboði þá verður það bara skoðað, en ef ekkert gerist þá fer málið fyrir þýska dómsstóla um miðjan október.“ Fannar Friðgeirsson, fyrrum leikmaður Wetzlar, lenti einnig illa í forráðamönnum félagsins þegar þeir sviku munnlegan samning sem leikmaðurinn hafði gert við félagið. Fannar fékk því að vita í apríl að hann væri án félagsliðs og myndi ekki fá áframhaldandi samning, þvert á móti því sem honum hafði verið lofað. „Ég hef ekki kosið að tjá mig nákvæmlega um einstaka persónur innan félagsins en þetta mál með Fannar [Friðgeirsson] er vatn á mína myllu varðandi hvernig félagið er rekið. Þetta lítur ekki smekklega út fyrir mitt fyrrverandi félag og virkilega sorglegt hvernig var staðið að öllu varðandi Fannar.“ Kári Kristján undirbýr sig fyrir átökin í dönsku úrvalsdeildinni „Ég kom hingað til Vestmannaeyja í byrjun maí og hef verið í endurhæfingu sem og í handbolta með mínum mönnum í ÍBV. Fyrsta æfingin með Bjerringbro/Silkeborg er 16. júlí og ég verð klár fyrir þau átök.“ Leikmaðurinn flytur til Danmörkur í byrjun júlí. „Það leggst rosalega vel í mig að flytjast þangað. Ef ég á ekki eftir að finna mig í Danmörku þá þýðir það bara eitt, ég er leiðinlegur.“
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira