Enski boltinn

Tim Krul feginn að vera laus við Evrópudeildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tim Krul í leik með Newcastle
Tim Krul í leik með Newcastle Mynd / Getty Images
Tim Krul, markvörður Newcastle United, telur að liðið eigi eftir að standa sig mun betur á næsta tímabili og aðallega af þeirri ástæðu að Newcastle mun ekki taka þátt í neinni Evrópukeppni á komandi leiktíð.

Leikjaskipulag Newcastle var ekki vænlegt til árangurs á síðasta tímabili en liðið lék oft á fimmtudagskvöldi og síðan aftur um helgina.

„Það að við getum farið að æfa í heila viku saman mun breyta öllu fyrir liðið,“ sagði Tim Krul við fjölmiðla í Englandi.

„Við þurfum ekki að spila leiki í Evrópudeildinni og menn eiga án efa eftir að vera mun ferskari í deildarleikjunum. Við verðum ofarlega á næstu leiktíð, ég er ekki í nokkrum vafa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×