Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Man. City slapp óvart úr fangelsi

Meppen-Walter í leik með enska unglingalandsliðinu.
Meppen-Walter í leik með enska unglingalandsliðinu.
Fyrrum fyrirliði enska U-18 ára liðsins, Courtney Meppen-Walter, var í gær sleppt úr fangelsi fyrir mistök. Honum hefur verið skipað að koma aftur í steininn.

Þessi 18 ára strákur var á mála hjá Man. City en er samningslaus eftir að hafa verið dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir að valda dauða tveggja einstaklinga með gáleysislegum akstri.

Atvikið átti sér stað í miðbæ Manchester þar sem Meppen-Walter keyrði allt of hratt og olli árekstri þar sem tveir einstaklingar í öðrum bíl létust.

Fangelsismálayfirvöld segjast vera miður sín yfir þessum mistökum og hafa farið fram á að fanginn snúi aftur sjálfviljugur. Að öðrum kosti verði náð í hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×