Fótbolti

Helgi Valur mættur til Portúgal

Það bendir flest til þess að landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson gangi í raðir portúgalska félagsins Belenenses. Helgi Valur er mættur til Portúgal og mun fara í læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Samkvæmt heimildum Vísis er allt klappað og klárt með kaup og kjör. Helgi þarf því bara að standast læknisskoðun og því ansi líklegt að hans næsta heimili verði í Portúgal.

Helgi Valur hefur verið að reyna að komast frá sænska félaginu AIK í nokkurn tíma en forráðamenn félagsins hafa ekki trú á honum.

Belenenses rúllaði upp portúgölsku 1. deildinni í fyrra og verður því nýliði í úrvalsdeildinni næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×