Bjarni leyfir mér ekki að koma nálægt vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2013 06:30 Gary Martin er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir þrennuna á móti Fylki í Árbænum á sunnudagskvöldið. Mynd/Anton „Þetta var ágætis leikur hjá mér en ég hefði alveg getað spilað betur,“ sagði Gary Martin þegar Fréttablaðið tilkynnti honum að hann væri besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla. Gary Martin skoraði öll þrjú mörk KR í 3-2 útisigri á Fylki og hann og Vesturbæjarliðið sitja nú á toppnum, hann er markahæstur í deildinni með sex mörk og KR er með fimm stiga forskot í efsta sætinu.Búinn að finna skotskóna „Ég hef ekki verið að bíða eftir fyrstu þrennunni en hef frekar verið að bíða eftir því að mörkin færu að detta inn hjá mér. Nú er ég búinn að skora í þremur deildarleikjum í röð og vonandi búinn að finna skotskóna. Ég og KR erum á toppnum eftir níu umferðir og ég yrði afar ánægður ef sama staða verður upp á teningnum í lok tímabilsins,“ segir Gary. Gary hefur fundið fyrir gagnrýni í upphafi sumars. „Mér fannst ég vera að spila ágætlega en það er ekki slæm tilfinning að fólk hafi búist við meiru. Nú er ég byrjaður að skora og það ætti að vera gott fyrir bæði mig og KR,“ segir Gary. „Liðsandinn er mjög góður og við höfðum allir góða tilfinningu fyrir þessu sumri eftir æfingaferðina til Spánar. Ég kom ekki í KR til að gera stuttan samning, skora mikið af mörkum og fara síðan. Ég ætlaði mér alltaf að koma mér vel fyrir og vinna titla með KR,“ segir Gary. „Það var stimplað inn í mig frá undirskrift að þetta snerist allt um að hjálpa liðsfélögunum. Hér eru menn eins og Bjarni sem hafa spilað allan ferilinn með toppliðum og unnið ófáa titlana. Þegar slíkir menn segja þér eitthvað þá hlustar þú,“ sagði Gary. Það er augljóst að hann lítur upp til Bjarna og það kemur vel fram þegar hann er spurður út í það hvort hann verði áfram vítaskytta KR-liðsins. „Ég held að Bjarni leyfi mér ekki að koma nálægt vítapunktinum eftir vítið mitt á móti Víkingi þannig að mörkin mín í sumar munu koma úr opnum leik,“ segir Gary léttur. Gary viðurkennir að það sé allt annað að spila með KR en með ÍA þar sem hann var á undan. „Ég vissi alveg að það fylgir því pressa að spila fyrir KR og Rúnar sagði mér að allir hötuðu KR nema KR-ingarnir sjálfir. Það vilja allir vinna KR og mér fannst það skrítið til að byrja með. Ég hef samt verið í búningsklefanum fyrir leik á móti KR og ég veit það skiptir menn miklu máli að vinna þá,“ segir Gary. Hann er fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í efstu deild á Íslandi og fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir KR síðan að Mihajlo Bibercic náði því 1995. „Ég vissi það ekki en það kallar vissulega fram bros að vera fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í Pepsi-deildinni,“ segir Gary.Engin galdrabrögð „Það vita allir í KR að ég hef verið að spila vel og skila mínu til liðsins. Það hafa ekki verið nein galdrabrögð sem hafa gefið Baldri og Óskari pláss til að vinna með. Það er samvinna allra í liðinu að opna fyrir þá og ef ég er stífdekkaður þá er einhver annar frír. Baldur var í strangri gæslu í gær og ég náði að nýta mér það og skora þrjú mörk,“ segir Gary. En hvað með markmið sumarsins? „Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að skora eitt mark í hverjum tveimur leikjum. Nú veit maður ekki hvað gerist, ég er kominn með sex mörk í níu leikjum. Maður gæti komist á flug og þá veit maður aldrei. Aðalmarkmiðið mitt er samt að vinna deildina með KR,“ segir Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá mér en ég hefði alveg getað spilað betur,“ sagði Gary Martin þegar Fréttablaðið tilkynnti honum að hann væri besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla. Gary Martin skoraði öll þrjú mörk KR í 3-2 útisigri á Fylki og hann og Vesturbæjarliðið sitja nú á toppnum, hann er markahæstur í deildinni með sex mörk og KR er með fimm stiga forskot í efsta sætinu.Búinn að finna skotskóna „Ég hef ekki verið að bíða eftir fyrstu þrennunni en hef frekar verið að bíða eftir því að mörkin færu að detta inn hjá mér. Nú er ég búinn að skora í þremur deildarleikjum í röð og vonandi búinn að finna skotskóna. Ég og KR erum á toppnum eftir níu umferðir og ég yrði afar ánægður ef sama staða verður upp á teningnum í lok tímabilsins,“ segir Gary. Gary hefur fundið fyrir gagnrýni í upphafi sumars. „Mér fannst ég vera að spila ágætlega en það er ekki slæm tilfinning að fólk hafi búist við meiru. Nú er ég byrjaður að skora og það ætti að vera gott fyrir bæði mig og KR,“ segir Gary. „Liðsandinn er mjög góður og við höfðum allir góða tilfinningu fyrir þessu sumri eftir æfingaferðina til Spánar. Ég kom ekki í KR til að gera stuttan samning, skora mikið af mörkum og fara síðan. Ég ætlaði mér alltaf að koma mér vel fyrir og vinna titla með KR,“ segir Gary. „Það var stimplað inn í mig frá undirskrift að þetta snerist allt um að hjálpa liðsfélögunum. Hér eru menn eins og Bjarni sem hafa spilað allan ferilinn með toppliðum og unnið ófáa titlana. Þegar slíkir menn segja þér eitthvað þá hlustar þú,“ sagði Gary. Það er augljóst að hann lítur upp til Bjarna og það kemur vel fram þegar hann er spurður út í það hvort hann verði áfram vítaskytta KR-liðsins. „Ég held að Bjarni leyfi mér ekki að koma nálægt vítapunktinum eftir vítið mitt á móti Víkingi þannig að mörkin mín í sumar munu koma úr opnum leik,“ segir Gary léttur. Gary viðurkennir að það sé allt annað að spila með KR en með ÍA þar sem hann var á undan. „Ég vissi alveg að það fylgir því pressa að spila fyrir KR og Rúnar sagði mér að allir hötuðu KR nema KR-ingarnir sjálfir. Það vilja allir vinna KR og mér fannst það skrítið til að byrja með. Ég hef samt verið í búningsklefanum fyrir leik á móti KR og ég veit það skiptir menn miklu máli að vinna þá,“ segir Gary. Hann er fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í efstu deild á Íslandi og fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir KR síðan að Mihajlo Bibercic náði því 1995. „Ég vissi það ekki en það kallar vissulega fram bros að vera fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í Pepsi-deildinni,“ segir Gary.Engin galdrabrögð „Það vita allir í KR að ég hef verið að spila vel og skila mínu til liðsins. Það hafa ekki verið nein galdrabrögð sem hafa gefið Baldri og Óskari pláss til að vinna með. Það er samvinna allra í liðinu að opna fyrir þá og ef ég er stífdekkaður þá er einhver annar frír. Baldur var í strangri gæslu í gær og ég náði að nýta mér það og skora þrjú mörk,“ segir Gary. En hvað með markmið sumarsins? „Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að skora eitt mark í hverjum tveimur leikjum. Nú veit maður ekki hvað gerist, ég er kominn með sex mörk í níu leikjum. Maður gæti komist á flug og þá veit maður aldrei. Aðalmarkmiðið mitt er samt að vinna deildina með KR,“ segir Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira