Bjarni leyfir mér ekki að koma nálægt vítapunktinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2013 06:30 Gary Martin er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar eftir þrennuna á móti Fylki í Árbænum á sunnudagskvöldið. Mynd/Anton „Þetta var ágætis leikur hjá mér en ég hefði alveg getað spilað betur,“ sagði Gary Martin þegar Fréttablaðið tilkynnti honum að hann væri besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla. Gary Martin skoraði öll þrjú mörk KR í 3-2 útisigri á Fylki og hann og Vesturbæjarliðið sitja nú á toppnum, hann er markahæstur í deildinni með sex mörk og KR er með fimm stiga forskot í efsta sætinu.Búinn að finna skotskóna „Ég hef ekki verið að bíða eftir fyrstu þrennunni en hef frekar verið að bíða eftir því að mörkin færu að detta inn hjá mér. Nú er ég búinn að skora í þremur deildarleikjum í röð og vonandi búinn að finna skotskóna. Ég og KR erum á toppnum eftir níu umferðir og ég yrði afar ánægður ef sama staða verður upp á teningnum í lok tímabilsins,“ segir Gary. Gary hefur fundið fyrir gagnrýni í upphafi sumars. „Mér fannst ég vera að spila ágætlega en það er ekki slæm tilfinning að fólk hafi búist við meiru. Nú er ég byrjaður að skora og það ætti að vera gott fyrir bæði mig og KR,“ segir Gary. „Liðsandinn er mjög góður og við höfðum allir góða tilfinningu fyrir þessu sumri eftir æfingaferðina til Spánar. Ég kom ekki í KR til að gera stuttan samning, skora mikið af mörkum og fara síðan. Ég ætlaði mér alltaf að koma mér vel fyrir og vinna titla með KR,“ segir Gary. „Það var stimplað inn í mig frá undirskrift að þetta snerist allt um að hjálpa liðsfélögunum. Hér eru menn eins og Bjarni sem hafa spilað allan ferilinn með toppliðum og unnið ófáa titlana. Þegar slíkir menn segja þér eitthvað þá hlustar þú,“ sagði Gary. Það er augljóst að hann lítur upp til Bjarna og það kemur vel fram þegar hann er spurður út í það hvort hann verði áfram vítaskytta KR-liðsins. „Ég held að Bjarni leyfi mér ekki að koma nálægt vítapunktinum eftir vítið mitt á móti Víkingi þannig að mörkin mín í sumar munu koma úr opnum leik,“ segir Gary léttur. Gary viðurkennir að það sé allt annað að spila með KR en með ÍA þar sem hann var á undan. „Ég vissi alveg að það fylgir því pressa að spila fyrir KR og Rúnar sagði mér að allir hötuðu KR nema KR-ingarnir sjálfir. Það vilja allir vinna KR og mér fannst það skrítið til að byrja með. Ég hef samt verið í búningsklefanum fyrir leik á móti KR og ég veit það skiptir menn miklu máli að vinna þá,“ segir Gary. Hann er fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í efstu deild á Íslandi og fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir KR síðan að Mihajlo Bibercic náði því 1995. „Ég vissi það ekki en það kallar vissulega fram bros að vera fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í Pepsi-deildinni,“ segir Gary.Engin galdrabrögð „Það vita allir í KR að ég hef verið að spila vel og skila mínu til liðsins. Það hafa ekki verið nein galdrabrögð sem hafa gefið Baldri og Óskari pláss til að vinna með. Það er samvinna allra í liðinu að opna fyrir þá og ef ég er stífdekkaður þá er einhver annar frír. Baldur var í strangri gæslu í gær og ég náði að nýta mér það og skora þrjú mörk,“ segir Gary. En hvað með markmið sumarsins? „Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að skora eitt mark í hverjum tveimur leikjum. Nú veit maður ekki hvað gerist, ég er kominn með sex mörk í níu leikjum. Maður gæti komist á flug og þá veit maður aldrei. Aðalmarkmiðið mitt er samt að vinna deildina með KR,“ segir Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá mér en ég hefði alveg getað spilað betur,“ sagði Gary Martin þegar Fréttablaðið tilkynnti honum að hann væri besti leikmaður 9. umferðar Pepsi-deildar karla. Gary Martin skoraði öll þrjú mörk KR í 3-2 útisigri á Fylki og hann og Vesturbæjarliðið sitja nú á toppnum, hann er markahæstur í deildinni með sex mörk og KR er með fimm stiga forskot í efsta sætinu.Búinn að finna skotskóna „Ég hef ekki verið að bíða eftir fyrstu þrennunni en hef frekar verið að bíða eftir því að mörkin færu að detta inn hjá mér. Nú er ég búinn að skora í þremur deildarleikjum í röð og vonandi búinn að finna skotskóna. Ég og KR erum á toppnum eftir níu umferðir og ég yrði afar ánægður ef sama staða verður upp á teningnum í lok tímabilsins,“ segir Gary. Gary hefur fundið fyrir gagnrýni í upphafi sumars. „Mér fannst ég vera að spila ágætlega en það er ekki slæm tilfinning að fólk hafi búist við meiru. Nú er ég byrjaður að skora og það ætti að vera gott fyrir bæði mig og KR,“ segir Gary. „Liðsandinn er mjög góður og við höfðum allir góða tilfinningu fyrir þessu sumri eftir æfingaferðina til Spánar. Ég kom ekki í KR til að gera stuttan samning, skora mikið af mörkum og fara síðan. Ég ætlaði mér alltaf að koma mér vel fyrir og vinna titla með KR,“ segir Gary. „Það var stimplað inn í mig frá undirskrift að þetta snerist allt um að hjálpa liðsfélögunum. Hér eru menn eins og Bjarni sem hafa spilað allan ferilinn með toppliðum og unnið ófáa titlana. Þegar slíkir menn segja þér eitthvað þá hlustar þú,“ sagði Gary. Það er augljóst að hann lítur upp til Bjarna og það kemur vel fram þegar hann er spurður út í það hvort hann verði áfram vítaskytta KR-liðsins. „Ég held að Bjarni leyfi mér ekki að koma nálægt vítapunktinum eftir vítið mitt á móti Víkingi þannig að mörkin mín í sumar munu koma úr opnum leik,“ segir Gary léttur. Gary viðurkennir að það sé allt annað að spila með KR en með ÍA þar sem hann var á undan. „Ég vissi alveg að það fylgir því pressa að spila fyrir KR og Rúnar sagði mér að allir hötuðu KR nema KR-ingarnir sjálfir. Það vilja allir vinna KR og mér fannst það skrítið til að byrja með. Ég hef samt verið í búningsklefanum fyrir leik á móti KR og ég veit það skiptir menn miklu máli að vinna þá,“ segir Gary. Hann er fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í efstu deild á Íslandi og fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir KR síðan að Mihajlo Bibercic náði því 1995. „Ég vissi það ekki en það kallar vissulega fram bros að vera fyrsti Englendingurinn til að skora þrennu í Pepsi-deildinni,“ segir Gary.Engin galdrabrögð „Það vita allir í KR að ég hef verið að spila vel og skila mínu til liðsins. Það hafa ekki verið nein galdrabrögð sem hafa gefið Baldri og Óskari pláss til að vinna með. Það er samvinna allra í liðinu að opna fyrir þá og ef ég er stífdekkaður þá er einhver annar frír. Baldur var í strangri gæslu í gær og ég náði að nýta mér það og skora þrjú mörk,“ segir Gary. En hvað með markmið sumarsins? „Ég setti mér það markmið fyrir tímabilið að skora eitt mark í hverjum tveimur leikjum. Nú veit maður ekki hvað gerist, ég er kominn með sex mörk í níu leikjum. Maður gæti komist á flug og þá veit maður aldrei. Aðalmarkmiðið mitt er samt að vinna deildina með KR,“ segir Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira