Enski boltinn

Tottenham kaupir Paulinho á 17 milljónir punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paulinho.
Paulinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paulinho, þriðji besti leikmaður Álfukeppninnar og lykilmaður í sigri Brasilíumanna í keppninni, verður liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham á næsta tímabili.

Paulinho hélt blaðmannafund í Brasilíu í kvöld þar sem hann staðfesti það að hann væri á leiðinni til Tottenham. Tottenham mun borga Corinthians 17 milljónir punda fyrir hann eða rúmlega 3,2 milljarða íslenskra króna.

„Það var líka áhugi frá Internazionale Milan en eina tilboðið kom frá Tottenham," sagði Paulinho á blaðamannafundinum.

„Við skoðuðum tilboðið vel enda er það stór ákvörðun að fara í svona stórt félag. Það kemur samt alltaf að þeim tímapunkti að maður þarf nýjar áskoranir," sagði Paulinho.

Paulinho lék frábærlega sem afturliggjandi miðjumaður í Álfukeppninni og skoraði auk þess tvö mörk. Hann er 24 ára gamall og 182 sm á hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×