Fleiri fréttir

Tvöfaldur skolli: Arnar leikari ræðir um Haukadalsvöll við Geysi

Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson ætla að fara víða í sumar í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir félagar fóru í heimsókn á Haukadalsvöllinn við Geysi og þar ræddu þeir við Arnar Jónsson leikara – sem spilar nánast allt sitt golf á þessum magnaða golfvelli.

Eyjamenn rúlluðu Hetti upp

Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Stúka mun rísa á Ísafirði

Fulltrúar eignarhaldsfélagsins ST2012, Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar hafa skrifað undir samning um eignarhald á fyrirhugaðri stúkubyggingu við Torfnesvöll, knattspyrnuvöll Ísafjarðarbæjar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta.

Auðvelt hjá Djokovic

Serbinn Novak Djokovic hóf titilvörn sína í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu með þægilegum sigri á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero 6-3, 6-3 og 6-1.

Verstu Panenka-vítin

Vippa ítalska landsliðsmannsins Andrea Pirlo í vítaspyrnukeppninni gegn Englendingum á Evrópumótinu í gærkvöldi hefur vakið aðdáun sparkspekinga um allan heim.

Heimsþekkt skíðastjarna kemur út úr skápnum

Anja Pärsson, fyrrum heimsmeistari og Ólympíumeistari á skíðum, kom út úr skápnum í sænskum útvarpsþætti um helgina og að auki tilkynnti Pärsson það að hún ætti von á barni með kærustu sinni.

21 árs Íslandsmeistari leggur skíðin á hilluna | Skíðalandsliðin valin

Katrín Kristjánsdóttir núverandi Íslandsmeistari í stórsvigi, hefur ákveðið að leggja skíðin á hilluna einungis 21 árs að aldri. Katrín hefur verið í fremstu röð íslenskra skíðakvenna undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands en Katrín gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið.

Venus úr leik við fyrstu hindrun

Venus Williams heltist úr lestinni í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu sem hófst í London í dag. Williams tapaði í tveimur settum 6-1 og 6-3 gegn hinni rússnesku Elena Vesninu.

Miami Heat á eftir Steve Nash og Ray Allen fyrir næsta tímabil

NBA-meistarar Miami Heat eru strax byrjaðir að undirbúa liðssöfnun fyrir næsta tímabil og eins og áður leita Pat Riley og félagar að reynsluboltum sem eru tilbúnir að fórna "smá" pening fyrir möguleikann á því að verða meistari.

Landsmót 2012: Loki frá Selfossi efstur í forkeppni í B-flokki gæðinga

Alls komust þrjátíu hross í milliriðla í B-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna en forkeppnin fór fram í dag. Landsmótið fer fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík og stendur það yfir fram á sunnudag. Mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudaginn. Loki frá Selfossi fékk hæstu einkunn í dag en Sigurður Sigurðsson var knapi.

Ingeborg bætti Íslandsmet fatlaðra í spjótkasti

Ingeborg Eide Garðarsdóttir varð í 8. sæti í spjótkasti kvenna í dag á Evrópumóti fatlaðra í Stadskanaal í Hollandi. Ingeborg bætti Íslandsmetið í flokki F37 um heila 59 sentímetra. Ingeborg átti gamla metið sjálf en hún kastaði slétta 15 metra á Íslandsmóti ÍF. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍF.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1

Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan

Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans.

Yakubu í samningaviðræðum við lið í Kína

Nígeríski framherjinn Yakubu er á förum frá Blackburn Rovers og mun spila í kínversku deildinni á næsta tímabili. Hann er kominn til Kína til að ganga frá samningum við Guangzhou R&F en félagið er nýkomið upp eftir eins árs dvöl í kínversku b-deildinni.

Filip Jicha vill framlengja samninginn við Kiel

Tékkneska stórskyttan Filip Jicha er tilbúinn að framlengja samning sinn við þýsku meistarana í THW Kiel og mun því spila áfram fyrir Alfreð Gíslason næstu árin. Jicha var með samning til ársins 2014 en ætlar að framlengja hann til sumarsins 2017.

Eva fékk styrk frá Reykjavíkurborg - sjöundi reykvíski Ólympíufarinn

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur afhentu í dag Evu Hannesdóttur sundkonu úr KR styrk en hún hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London. Eva tryggði sig inn á leikana með því að ná lágmarkinu í 4x 100 metra fjórsundi en sveitina skipa auk hennar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Sarah Blake Bateman og Eygló Ósk Gústafsdóttir.

Barton missir sex vikna laun og fyrirliðabandið

Joey Barton missir ekki bara af 12 fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð vegna hegðunar sinnar í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar því Queens Park Rangers hefur einnig ákveðið að sekta hann um sex vikna laun og taka af honum fyrirliðabandið.

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

Tyrki og Frakki dæma undanúrslitaleikina á EM

Tyrkinn Cuneyt Cakir dæmir undanúrslitaleik Spánverjar og Portúgala á EM en það verður síðan Frakkinn Stephane Lannoy sem dæmir leik Þjóðverja og Ítala. UEFA tilkynnti þetta í dag.

Landsmót 2012: Forkeppni í B-flokki gæðinga hálfnuð

Forkeppni í B-flokki gæðinga fer fram í dag á Landsmóti hestamanna, á félagssvæði Fáks í Reykjavík. Landsmótið hófst í dag en mótið verður sett með formlegum hætti á fimmtudagin. Alls hafa 54 af alls 100 hrossum lokið sýningum og er staða 10 efstu hrossa eftirfarandi:

Danny Murphy búinn að gera tveggja ára samning við Blackburn

Danny Murphy verður ekki í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð því hann hefur gert tveggja ára samning við enska b-deildarliðið Blackburn Rovers. Murphy hefur spilað með Fulham frá árinu 2007 en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu.

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Rooney: Hræðileg tilfinning

Wayne Rooney og félagar hans í enska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni á móti Ítalíu í gærkvöldi. Rooney tjáði sig við Sky eftir leik og var skiljanlega afar svekktur. Þetta var í þriðja sinn á síðustu fimm Evrópumótum sem enska landsliðið dettur út í vítakeppni.

Haraldur og Signý Íslandsmeistarar

Veðrið lék við kylfinga í Leirdalnum í Kópavogi um helgina þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fram. Margar skemmtilegar rimmur fóru fram en Haraldur Franklín Magnús og Signý Arnórsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Schweinsteiger: Ökklinn er að trufla mig

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger segist vera í erfiðleikum með ökklann á sér og þess vegna geti hann ekki spilað eins og hann eigi að sér. Hann segist því þurfa að hvíla sig vel eftir EM.

Þjálfari Þórs/KA: Við vorum kærulausar og lélegar

ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu.

Arnar Már fékk gullmerki GSÍ

Arnar Már Ólafsson hlaut í gær gullmerki GSÍ en Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sæmdi Arnar Má þann heiður á útskriftarhófi golfkennaraskóla PGA og GSÍ.

100 sentímetra lax í Selá; Góð opnun í Hofsá

Alls komu 13 laxar á land þegar Hofsá var opnuð í gær. Selá er komin í um 30 laxa og sá stærsti sem Veiðivísir hefur frétt af í sumar veiddist þar í gær. Sá mældist 100 sentímetrar.

Ytri-Rangá: Besta opnun síðari ára!

Veiðimenn sem voru svo heppnir að opna Ytri Rangá í gær lentu svo sannarlega í veislu í gær en alls komu 18 laxar á land og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentimetrar.

Balotelli og Di Natale hrekkja Cassano

Það vantar ekki fjörið hjá ítalska landsliðinu í knattspyrnu en á æfingu á dögunum tóku þeir Mario Balotelli og Antonio Di Natale uppá því að hrekkja Antonio Cassano.

Prandelli: Við áttum skilið að vinna

Cesare Prandelli, landsliðsþjálfari Ítala, var að vonum himinlifandi eftir sigur sinna manna á Englandi. Hann sagði að sitt lið hefði átt sigurinn skilið og hafði talsvert til síns máls.

Grátur og gleði í Kænugarði - myndir

Ítalir sendu Englendinga heim af EM í kvöld. Það var gert á dramatískan hátt eftir vítaspyrnukeppni. Vonbrigði Englendinga voru mikil en að sama skapi fögnuðu Ítalir ógurlega.

Hodgson: Það hjálpaði okkur ekkert að hafa æft vítaspyrnur

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var svekktur í leiklok eftir að England hafði dottið út í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu. England tapaði fyrir Ítalíu sem mæta Þjóðverjum í undanúrslitum á fimmtudagskvöld.

Gerrard: Getum farið stoltir heim

Steven Gerrerd, leikmaður enska landsliðsins, var að vonum virkilega svekktur eftir að England hafði dottið út úr Evrópukeppninni í knattspyrnu. Ítalía vann England eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum.

Sjá næstu 50 fréttir