Fleiri fréttir

Veiði að glæðast í Straumunum

Sex laxar hafa veiðst í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, en veiði hófst á svæðinu þann 5. júní. Þetta kemur fram á vef SVFR.

Nadal í sögubækurnar | Stöðvaði Djokovic

Rafael Nadal fagnaði sigri á Opna franska meistaramótinu í tennis í sjöunda sinn á ferlinum eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaviðureigninni sem kláraðist í dag.

Valskonur fara á Egilsstaði

Valur hefur titilvörn sína í Borgunarbikar kvenna með því að fara austur á Egilsstaði og leika gegn Hetti í 16-liða úrslitum.

Cothran á batavegi eftir skotárásina

Fram kemur á heimasíðu Stjörnunnar að Bandaríkjamaðurinn Keith Cothran sé á batavegi eftir lífshættulega skotárás í heimabæ hans á dögunum.

Sunna bætti vallarmet Ragnhildar

Sunna Víðisdóttir, GR, bætti um helgina níu ára gamalt vallarmet Ragnhildar Sigurðardóttur þegar hún lék lokahringinn á Egils Gulls-mótinu á 67 höggum í gær.

Rúmenía bættist í riðil Íslands

Forkeppni EM 2014 í handbolta lauk um helgina og kom þá í ljós hvaða lið verður ásamt Slóveníu og Hvíta-Rússlandi andstæðingur Íslands í undankeppninni sem hefst í haust.

Redknapp: Má ekki vanmeta England

Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM.

Gafst upp á bleikjunni og veiddi spúna

Frekar rólegt hefur verið á Þingvöllum undanfarna daga. Veiðin hefur verið fremur dræm reyndar var hún svo döpur á föstudaginn að einn veiðimaður gafst upp og byrjaði að veiða spúna.

Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi

Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni.

Það var sjúklega gaman hjá okkur

Einar Daði Lárusson var aðeins 52 stigum frá því að ná lágmarkinu fyrir tugþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í London. Hann bætti sig um 308 stig meðal stóru nafnanna í Kladno og er núna orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar.

Dagur 3 á EM í fótbolta í myndum

Króatar byrja vel á EM og eru á toppnum eftir fyrstu umferðina í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur á Írum í kvöld. Spánverjar og Ítalir gerðu aftur á móti 1-1 jafntefli í fyrri leik dagsins.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 41-27

Íslenska landsliðið í handknattleik vann mjög þægilegan sigur á Hollendingum, 41-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM á Spáni 2013. Ísland byrjaði leikinn nokkuð illa en komst fljótlega í takt og keyrðu síðan yfir gestina í síðari hálfleiknum . Snorri Steinn Guðjónsson var frábær í liði Íslands og gerði níu mörk.

Með níu tær inn á HM á Spáni - myndir

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í fínum málum í umspili fyrir HM í handbolta eftir fjórtán marka sigur á Hollandi í fyrri leik liðanna. Íslenska liðið má því tapa með þrettán marka mun í seinni leiknum sem fer fram í Hollandi eftir viku.

Fabregas spilaði fremstur: Þetta kom mér á óvart

Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, kom mörgum á óvart í upphafsleik liðsins á EM í dag með því að láta Cesc Fabregas spila fremstan í 1-1 jafnteflinu á móti Ítalíu. Menn eins og Fernando Torres, Alvaro Negredo og Fernando Llorente þurftu fyrir vikið að sitja á bekknum.

Marwijk: Ekki hægt að skella skuldinni á van Persie

Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollendinga, ver framherjann sinn Robin van Persie í fjölmiðlum í dag en Persie misnotaði fjölmörg færi gegn Dönum á Evrópumótinu í knattspyrnu í gær.

Vicente del Bosque kenndi þurrum velli um

Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, var ósáttur með leikvöllinn í Gdansk í dag þegar Spánverjar náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti Ítölum í fyrsta leik sínum á EM. Spænska liðið var fyrir leikinn búið að vinna fjórtán mótsleiki í röð.

Þór/KA með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þór/KA er komið með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellingum í kvöld. Norðanstúlkur hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar og eru númar ná í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum.

Djurgården saknaði Guðbjargar - tapaði 11-0 á móti Linköping

Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrirliði og markvörður Djurgården, gat ekki spilað með liði sínu á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag og varamarkvörður hennar, Tove Endblom, þurfti að sækja boltann átta sinnum í markið.

Þórður Rafn: Verðlaunaféð dugar fyrir næsta móti

"Ég hef spilað einu sinni áður á 66 höggum hér á Íslandi, á meistaramóti í Grafarholti, en þar er parið 71. Ég er ánægður með hringinn en við þurfum að fá góðar aðstæður hér á landi til að ná svona skori – og aðstæðurnar voru fínar hér í Vestmannaeyjum í dag,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR eftir sigurinn á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag.

Roy Hodgson: Hræðumst ekki Frakkana

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, er mjög bjartsýnn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu sem er nýhafið í Póllandi og Úkraínu.

Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.

Edda með tvær stoðsendingar en Þóra og Sara unnu

Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur í Íslendingaslag á móti Eddu Garðarsdóttur í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en LdB FC Malmö vann þá 4-3 útisigur á KIF Örebro.

Tapið á móti Dönum þarf ekki að boða slæmt fyrir Hollendinga

Hollenska landsliðið byrjaði ekki vel á EM í fótbolta í gær þegar liðið tapaði 0-1 á móti Danmörku í fyrsta leik sínum í keppninni. Hollendingar geta þó hughreyst sig með því að fletta sögubókunum því síðast þegar þeir töpuðu fyrsta leik á EM þá fóru þeir alla leið og urðu Evrópumeistarar í fyrsta og eina skiptið.

Trapattoni: Við getum gert eins og Chelsea

Giovanni Trapattoni, þjálfari írska landsliðsins, horfir til Chelsea-liðsins þegar kemur að því að tala trúnna í sína menn fyrir Evrópumótið í fótbolta. Írar mæta Króötum í fyrsta leiknum sínum í kvöld en það búast ekki margir við því að írska landsliðið eigi möguleika í C-riðli á móti Spáni, Ítalíu og Króatíu.

LeBron í Kareem og Wilt klassa í einvíginu á móti Boston

LeBron James átti magnað einvígi á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar og skilaði sínu liði í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta með frábærri frammistöðu í leikjum sex og sjö. Hann var samtals með 76 stig og 27 fráköst í þessum tveimur leikjum sem Miami vann báða og komst í lokaúrslitin á móti Oklahoma City Thunder.

Allt í góðu milli leikmanna Barca og Real í spænska liðinu

Vicente Del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins og leikmennirnir Iker Casillas og Andres Iniesta hafa engar áhyggjur af því að gamlar deilur milli leikmanna Barca og Real í spænska landsliðinu skemmi fyrir liðinu á EM. Spánverjar mæta Ítölum í sínum fyrsta leik í dag.

Sjá næstu 50 fréttir