Handbolti

Með níu tær inn á HM á Spáni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í fínum málum í umspili fyrir HM í handbolta eftir fjórtán marka sigur á Hollandi í fyrri leik liðanna. Íslenska liðið má því tapa með þrettán marka mun í seinni leiknum sem fer fram í Hollandi eftir viku.

Íslenska liðið var bara einu marki yfir, 21-20, þegar 22 mínútur voru til leiksloka en skipti þá um gír og vann lokakafla leiksins 20-7. Hollenska liðið hefur aðeins einu sinni komist inn á stórmóti og það var á HM fyrir rúmri hálfri öld.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Hollands í Laugardalshöllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×