Handbolti

Strákarnir okkar hafa bara einu sinni setið eftir í umspili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Íslenska karlalandsliðið í handbolta stendur í ströngu í Laugardalshöllinni klukkan 18.30 í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í úrslitakeppni HM 2013 á Spáni.

Þetta er í tíunda sinn sem Strákarnir okkar taka þátt í svona umspili og í átta af níu skiptum hefur íslenska landsliðið tryggt sér sæti á stórmóti. Eina skiptið sem klikkaði var umspilið um sæti á HM 2009 þegar liðið datt út á móti Makedóníu.

Umspilsleikirnir á móti Hollandi verða þeir fyrstu frá því að liðið tapaði á móti Makedóníu sumarið 2008 en nú líkt og þá var íslenska landsliðið nýbúið að tryggja sér sæti á Ólympíuleikum.

Það hafa ekki verið umspilsleikir fyrir síðustu tvær Evrópukeppnir og Ísland komst beint inn á HM 2011 eftir frábæran áangur á EM í Austurríki 2010.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikir íslenska landsliðinu hafa farið í umspilum stórmóta frá og með EM 2000.



Íslenska landsliðið í umspili síðustu ár:

EM 2012

Engir umspilsleikir

HM 2011

Fór beint á HM

EM 2010

Engir umspilsleikir

HM 2009

Makedónía, komst ekki áfram (26-34, 30-24 heima = 56-58)

EM 2008

Serbía, komst áfram (29-30, 42-40 heima = 71-70)

HM 2007

Svíþjóð, komst áfram (32-28, 25-26 heima = 57-54)

EM 2006

Hvíta-Rússland, komst áfram (33-24 heima, 34-31 = 67-55)

HM 2005

Ítalía, komst áfram (37-31, 37-25 heima = 74-56)

EM 2004

Fór beint á EM

HM 2003

Makedónía, komst áfram (35-30, 33-28 heima = 68-58)

EM 2002

Hvíta-Rússland, komst áfram (30-23, 26-27 heima = 56-50)

HM 2001

Makedónía, komst áfram (26-25, 38-22 heima = 64-47)

EM 2000

Makedónía, komst áfram (32-23 heima, 29-32 = 61-55)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×