Redknapp: Má ekki vanmeta England Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2012 09:15 Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM. Það hefur þó gengið á ýmsu í herbúðum enska landsliðsins - fyrir utan þjálfaraskiptin en Roy Hodgson var ráðinn fyrir aðeins 41 degi síðan. Rio Ferdinand var ekki valinn og Gary Cahill og Kyle Walker eru frá vegna meiðsla, sem og Gareth Barry og Frank Lampard. „Ég myndi ekki afskrifa okkur," sagði Redknapp við enska götublaðið The Sun. „Roy er með gott skipulag á liðinu og við erum með marga góða leikmenn. Markvörðurinn Joe Hart er mjög góður og Ashley Cole frábær vinstri bakvörður." „Ég á svo erfitt að ímynda mér að það sé til betra miðvarðapar en John Terry og Joleon Lescott. Það eru svo ekki heldur margir betri til í hægri bakvarðastöðuna en Glen Johnson." „Svo eru þeir Stevie Gerrard og Scott Parker fyrir framan þá en þeir eru báðir mjög kröftugir. Svo vantar smá töfra fram á við til að vinna leikina." „Því miður eru þeir Frank og Gareth Barry frá og því allt útlit fyrir að Scott Parker muni spila. Það er pottþétt að Gerrard verður á miðjunni." „Við erum því nægilega sterkir á miðjunni en það eina sem ég áhyggjur af þar er leikjaálagið," bætti Redknapp við. England mætir Frökkum í hörkuleik klukkan 16.00 í dag en búist er við því að Frakkar muni vinna D-riðill og að Englendingar berjist við Svía og Úkraínumenn um annað sætið. England mætir Svíþjóð næst og svo Úkraínu í lokaumferðinni en þá mun Wayne Rooney væntanlega spila sinn fyrsta leik á mótinu. Hann verður í banni í fyrstu tveimur leikjunum. „Fyrstu tveir leikirnir verða jafnir og gæti þess vegna lyktað með jafntefli. Svo kemur Rooney til baka og ég sé fyrir mér að við getum unnið síðasta leikinn." „Þýskaland og Spánn eru líklegust til að vinna mótið en það væri ekki vitlaust að setja seðil á England. Portúgal á líka séns." Óskastaðan fyrir Redknapp er vitanlega sú að England verði Evrópumeistari. „Þá helst eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik." Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Harry Redknapp, sem var svo sterklega orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið eftir að Fabio Capello var rekinn í vetur, segir að Englendingar séu með sterkan hóp leikmanna á EM. Það hefur þó gengið á ýmsu í herbúðum enska landsliðsins - fyrir utan þjálfaraskiptin en Roy Hodgson var ráðinn fyrir aðeins 41 degi síðan. Rio Ferdinand var ekki valinn og Gary Cahill og Kyle Walker eru frá vegna meiðsla, sem og Gareth Barry og Frank Lampard. „Ég myndi ekki afskrifa okkur," sagði Redknapp við enska götublaðið The Sun. „Roy er með gott skipulag á liðinu og við erum með marga góða leikmenn. Markvörðurinn Joe Hart er mjög góður og Ashley Cole frábær vinstri bakvörður." „Ég á svo erfitt að ímynda mér að það sé til betra miðvarðapar en John Terry og Joleon Lescott. Það eru svo ekki heldur margir betri til í hægri bakvarðastöðuna en Glen Johnson." „Svo eru þeir Stevie Gerrard og Scott Parker fyrir framan þá en þeir eru báðir mjög kröftugir. Svo vantar smá töfra fram á við til að vinna leikina." „Því miður eru þeir Frank og Gareth Barry frá og því allt útlit fyrir að Scott Parker muni spila. Það er pottþétt að Gerrard verður á miðjunni." „Við erum því nægilega sterkir á miðjunni en það eina sem ég áhyggjur af þar er leikjaálagið," bætti Redknapp við. England mætir Frökkum í hörkuleik klukkan 16.00 í dag en búist er við því að Frakkar muni vinna D-riðill og að Englendingar berjist við Svía og Úkraínumenn um annað sætið. England mætir Svíþjóð næst og svo Úkraínu í lokaumferðinni en þá mun Wayne Rooney væntanlega spila sinn fyrsta leik á mótinu. Hann verður í banni í fyrstu tveimur leikjunum. „Fyrstu tveir leikirnir verða jafnir og gæti þess vegna lyktað með jafntefli. Svo kemur Rooney til baka og ég sé fyrir mér að við getum unnið síðasta leikinn." „Þýskaland og Spánn eru líklegust til að vinna mótið en það væri ekki vitlaust að setja seðil á England. Portúgal á líka séns." Óskastaðan fyrir Redknapp er vitanlega sú að England verði Evrópumeistari. „Þá helst eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik."
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira