Fleiri fréttir

Aron finnur sig vel í Höllinni | Hvað gerir hann í kvöld?

Aron Pálmarsson hefur verið heitur í síðustu landsleikjum Íslands í Laugardalshöllinni og nú er að sjá hvort að hann haldi áfram uppteknum hætti í kvöld. Strákarnir okkar mæta þá Norðmönnum í eina æfingaleiknum sínum fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Króatíu um páskana. Leikur við Norðmenn hefst klukkan 19.30.

Sunnudagsmessan: Umræða um slakt gengi Liverpool

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Liverpool í Sunnudagsmessunni. Slakt gengi liðsins hefur vakið athygli og margir efast um að Kenny Dalglish sé rétti maðurinn fyrir liðið.

Eru Ítalir bestir í því að stoppa Lionel Messi?

Lionel Messi verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Barcelona tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Mílanó og það er því mikil spenna fyrir þennan leik.

Sunnudagsmessan: Umræða um gott gengi Newcastle

Newcastle hefur komið gríðarlega á óvart í ensku úrvalsdeildinni í vetur undir stjórn Alan Pardew knattspyrnustjóra liðsins. Gengi Newcastle var til umræðu í Sunnudagsmessunni og þar voru skiptar skoðanir. Hjörvar Hafliðason, Guðmundur Benediktsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir stöðuna hjá Newcastle.

John Aldridge: Við erum að verða að aðhlátursefni

John Aldridge, fyrrum framherji Liverpool, hefur lýst yfir miklum áhyggjum með stöðu mála hjá félaginu en Liverpool-liðið hefur aðeins náð í átta stig úr tólf leikjum frá áramótum og er nú komið niður í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldridge segir að Liverpool sé í krísu.

Heiðar spilar með varaliði QPR í kvöld

Heiðar Helguson er allur að koma til eftir nárameiðsli og mun spila með varaliði Queens Park Rangers í kvöld þegar liðið mætir West Ham í æfingaleik. Þetta eru góðar fréttir fyrir Mark Hughes enda eru nokkrir framherjar liðsins að glíma við meiðsli eða leikbönn.

Sunnudagsmessan: Liverpool í frjálsu falli

Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport var sýnt myndband þar sem stiklað var á stóru í síðustu leikjum Liverpool. Fátt hefur gengið upp hjá þessu sögufræga félagi að undanförnu og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar.

Mancini: Ætlar ekki að gefast upp á Balotelli

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að standa með vandræðagemlingnum Mario Balotelli og treysta á það að þessi 21 árs gamli framherji fari nú að þroskast. Liðsfélagar Balotelli hjá City eru orðnir mjög pirraðir á stælunum í drengnum en stjórinn ætlar ekki að reyna að selja hann í sumar.

Kentucky bandarískur háskólameistari í körfubolta

Kentucky tryggði sér bandaríska háskólameistaratitilinn í körfubolta í nótt þegar liðið vann Kansas 67-59 í úrslitaleik. Það hefur mikið verið látið með þetta Kentucky-lið enda hafa þeir verið illviðráðanlegir í vetur og margir leikmanna liðsins þykja líklegir til að vera valdir snemma í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar.

NBA: Lengsta sigurganga Los Angeles Clippers í tvo áratugi

Los Angeles Clippers vann sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Chicago Bulls tapaði í fyrsta sinn tveimur leikjum í röð í vetur og Memphis Grizzlies vann Oklahoma City Thunder á útivelli.

Samhug og stemningu í veganesti

Íslenska karlalandsliðið mætir Norðmönnum klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fram undan er forkeppni Ólympíuleikanna og þetta er eini æfingaleikurinn í snörpum undirbúningi strákanna okkar.

Kunnum bara að sækja til sigurs

Tveir leikir fara fram í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um er að ræða síðari viðureignir í rimmum Barcelona og AC Milan annars vegar og Bayern og Marseille hins vegar. Bæjarar eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leik liðanna en hin liðin skildu jöfn í fyrri leiknum sem fór fram á Ítalíu.

Sextán ára Íslandsmeistari

Skíðamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli í gær með keppni í stórsvigi karla og kvenna. Katrín Kristjánsdóttir frá Akureyri varð hlutskörpust kvenna og Dalvíkingurinn Jakob Helgi Bjarnason í karlaflokki, en hann er einungis sextán ára gamall og vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í flokki fullorðinna.

Hnéaðgerð Jeremy Lin heppnaðist vel

Jeremy Lin, leikmaður New York Knicks, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í kvöld að aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi heppnast vel.

Goodwillie játaði á sig líkamsárás

David Goodwillie, skoskur knattspyrnumaður sem er á mála hjá Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, játaði í dag á sig líkamsárás sem átti sér stað í Glasgow í nóvember árið 2010.

Serbía fór létt með Síle

Síle, fyrsti andstæðingur Íslands í forkeppni Ólympíuleikanna, steinlá í æfingaleik gegn Serbíu í kvöld. Lokatölurnar voru 30-15, Serbum í vil.

Ferguson: Bara næsti leikur sem skiptir máli

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var vitanlega ánægður með 2-0 sigur sinna manna á Blackburn í kvöld en með sigrinum náði United fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Benedikt í KR-treyju: Ekki sá sterkasti í þvottahúsinu

Það vakti athygli að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var ekki í Þórs-hettupeysunni á bekknum að þessu sinni heldur var hann kominn í gamla KR-treyju. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig stæði á þessu.

United með fimm stiga forystu á toppnum

Það tók Manchester United rúmar 80 mínútur að brjóta ísinn gegn Blackburn í kvöld en liðið vann þó að lokum 2-0 sigur með mörkum Antonio Valencia og Ashley Young.

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Þór Þorlákshöfn 94-84

Snæfell og Þór Þorlákshöfn þurfa að mætast í oddaleik í Þorlákshöfn á fimmtudag. Það varð ljóst í kvöld er Snæfell lagði Þór í öðrum leik liðanna og jafnaði þar með einvígið í átta liða úrslitum.

Galliani vill fá sprotadómara í ítalska boltann

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er búinn að skrifa formanni ítalska knattspyrnusambandsins bréf þar sem hann kvartar yfir tveimur mikilvægum dómum sem hafa fallið gegn Mílanó-liðinu.

Sundsvall Dragons úr leik í Svíþjóð

Svíþjóðarmeistararnir og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tap í oddaleik rimmu sinnar gegn LF Basket í fjórðungsúrslitum, 88-79.

SönderjyskE hafði betur í Íslendingaslag

Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson spiluðu báðir allan leikinn þegar að lið þeirra, SönderjyskE, vann 3-1 sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðrún Ósk líka með slitið krossband

Haukar verða án tveggja lykilmanna í úrslitarimmunni gegn Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna. Fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir er með slitið krossband en frá því var greint á heimasíðu félagsins í dag.

Van der Vaart: Við elskum Adebayor

Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, er mjög ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns, Emmanuel Adebayor, og vill að hann verði áfram hjá félaginu. Adebayor er lánsmaður frá Man. City út leiktíðina.

Flugi AC Milan til Barcelona seinkað

Það gengur erfiðlega fyrir leikmenn AC Milan að komast til Barcelona þar sem liðið spilar í Meistaradeildinni á morgun. Flugi liðsins var seinkað í dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra í Frakklandi.

Fjórir svikarar í Preston-liðinu

Forráðamenn ensku deildarkeppninnar ætla ekki að aðhafast neitt í máli fjögurra leikmanna Preston sem eru sakaðir um að hafa um helgina lekið upplýsingum um taktík liðsins til mótherja Preston í Sheffield Wednesday.

Ewood Park hefur reynst Manchester United erfiður

Manchester United getur náð fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Blackburn á útivelli í kvöld en þetta er síðasti leikurinn í 31. umferð. Blackburn er í harðri fallbaráttu en einn af sjö sigrum liðsins kom í fyrri leiknum á móti United á Old Trafford. Leikurinn í kvöld er í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD.

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir

Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Xavi gæti misst af seinni leiknum á móti AC Milan

Xavi Hernández, leikstjórnandi og varafyrirliði Barcelona, er meiddur á kálfa og það er óvíst hvort að hann geti spilað seinni leikinn á móti AC Milan á morgun en liðin keppa þar um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum en Xavi spilaði 90 mínútur í þeim leik.

Liðsfélagar Balotelli hjá City búnir að fá nóg af honum

Það er aldrei lognmolla í kringum Mario Balotelli og nú heyrast sögur úr herbúðum Manchester City að liðsfélagar hans í City séu búnir að fá nóg af stælunum í framherjanum. Balotelli fór að rífast við félaga sína í miðjum leik um helgina og lenti síðan í hár saman við einn af reynsluboltum liðsins eftir leik.

Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum

Bandaríski kylfingurinn Hunter Mahan þokaði sér upp í fjórða sætið á heimslistanum í golfi eftir sigurinn á Shell Houston meistaramótinu á PGA mótaröðinni í gærkvöld. Hinn 29 ára gamli Mahan er efstur á stigalistanum fyrir Fed-Ex úrslitakeppnina og hann fór upp um 10 sæti á heimslistanum með sigrinum í gær.

Ferguson um De Gea: Hefur sýnt miklar framfarir

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, talar vel um spænska markvörðinn David De Gea sem hann segir hafa gert vel með því að komast í gegnum erfiða fyrstu mánuði á Old Trafford.

Ivanovic: Ánægður með Fernando Torres

Branislav Ivanovic segir að Fernando Torres eigi mikinn þátt í bættu gengi Chelsea-liðsins að undanförnu en spænski framherjinn er loksins farinn að skora mörk. Torres er búinn að skora 3 mörk í síðustu 5 leikjum og um helgina batt hann enda á sex mánaða bið eftir marki í ensku úrvalsdeildinni.

Helena með 14 stig í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni

Helena Sverrisdóttir var næststigahæst þegar Good Angels Kosice vann öruggan 33 stiga sigur á Dannax Sport Kosice í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum slóvakísku úrslitakeppninnar í körfuvolta.

Dalglish: Við verðum að standa saman

Það er enginn uppgjafartónn í Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, þrátt fyrir skelfilegt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni en í gær tapaði liðið í sjötta sinn í sjö leikjum.

Sjá næstu 50 fréttir