Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Liverpool í frjálsu falli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport var sýnt myndband þar sem stiklað var á stóru í síðustu leikjum Liverpool. Fátt hefur gengið upp hjá þessu sögufræga félagi að undanförnu og situr liðið í áttunda sæti deildarinnar.

Liverpool hefur nú tapað þremur leikjum í röð, sex af síðustu sjö og hefur aðeins náð í átta stig úr tólf deildarleikjum á árinu 2012.

Strákarnir í Sunnudagsmessunni tóku saman dramatísk myndband með svipmyndum frá tímabilinu og það er hægt að vara viðkvæma stuðningmenn Liverpool við þessum myndum.

Það er hægt að sjá þetta myndbrot úr Sunnudagsmessunni með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×