Fleiri fréttir Messi sá fyrsti í 60 mörk á einu tímabili í næstum því 40 ár Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Barcelona á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er þar með búinn að skora 60 mörk fyrir Barca á tímabilinu. Messi er fyrsti knattspyrnumaðurinn í næstum því 40 ár sem nær að brjóta 60 marka múrinn. 8.4.2012 12:30 Arnar Davíð varði ekki titilinn - datt út í átta manna úrslitum Arnar Davíð Jónsson tapaði fyrir hollenskum spilara í átta manna úrslitum á Evrópumóti unglinga í keilu og er því úr leik. Arnar Davíð varð Evrópumeistari, fyrstur Íslendinga, á þessu móti í fyrra. 8.4.2012 12:19 United með átta stiga forskot - glórulaust rautt spjald á fyrirliða QPR Manchester United er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Queens Park Rangers á Old Trafford í dag. United var manni fleiri frá 15. mínútu þegar Shaun Derry, fyrirliði QPR, fékk rautt spjald og dæmt á sig víti fyrir lítið brot á Ashley Young. 8.4.2012 12:00 Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. 8.4.2012 11:52 Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8.4.2012 11:46 Hafa ekki unnið á útivelli síðan að Heiðar skoraði tvö á Britannia Queens Park Rangers heimsækir topplið Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag og það er ekki hægt að segja að tölfræðin sé með Heiðari Helgusyni og félögum fyrir þennan leik. 8.4.2012 11:30 Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. 8.4.2012 09:04 Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. 8.4.2012 00:01 Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu. 7.4.2012 23:19 Stórglæsileg balletspor hjá leikmönnum Arsenal Nokkrir leikmenn Arsenal tóku fram dansskóna á dögunum fyrir nýja auglýsingu bifreiðarinnar af tegundinni Citroen DS5. 7.4.2012 23:30 Thierry Henry hefur gert sjö mörk í fyrstu fimm leikjum Red-Bulls Thierry Henry hefur byrjað vel í bandaríksku MLS-deildinni í knattspyrnu og skorað sjö mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins. 7.4.2012 22:45 Juventus skellti sér á toppinn á Ítalíu Juventus skellti sér á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Palermo 2-0 en leikurinn fór fram á Renzo Barbera, heimavelli Palermo. 7.4.2012 22:00 Ferdinand bræður eigast við á morgun | Þola ekki að tapa Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur varað bróðir sinn Anton Ferdinand, leikmann QPR, við að hann fái ekki klapp á bakið þegar þeir bræður mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 7.4.2012 21:15 Wenger: Van Persie á skilið að verða valinn besti leikmaður deildarinnar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur að Robin van Persie sé búinn að vera besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og eigi það fyllilega skilið að vera valinn sá besti. 7.4.2012 20:30 Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum. 7.4.2012 19:48 Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7.4.2012 18:42 Uppnám í Brussel eftir óhugnanlegt morð Starfsmaður í stjórnstöð almenningssamgangna í Brussel var barinn til bana eftir árekstur strætisvagns og einkabíls í morgun. Í kjölfarið voru allar almenningssamgöngur í borginni stöðvaðar. 7.4.2012 17:30 Neil Lennon: Besti dagur ferilsins Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, sagði eftir að félagið hafði tryggt sér skoska titilinn að þetta væri besti dagur ferilsins. 7.4.2012 16:45 Fiorentina vann AC Milan | Juve getur farið á toppinn í kvöld Átta leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en Fiorentina gerði sér lítið fyrir og vann toppliðið í AC Milan 2-1 á útivelli. 7.4.2012 16:30 Crouch sá um Wolves | Það bjargar ekkert Úlfunum úr þessu Stoke vann einskonar skyldusigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 2-1. Það var mikil stemmning á Britannia-vellinum í Stoke þegar flautað var til leiks. 7.4.2012 16:00 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. 7.4.2012 15:30 Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. 7.4.2012 15:30 Þrjú síðustu lið sem hafa jafnað í 1-1 hafa unnið titilinn Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. 7.4.2012 14:00 Liverpool og Aston Villa skildu jöfn Liverpool og Aston Villa skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa leiddi leikinn lengst af en Luis Suárez jafnaði metinn fyrir heimamenn stuttu fyrir leikslok. 7.4.2012 13:30 Juan Mata hetja Chelsea | Fulham rústaði Bolton Fimm leikjum lauk nú fyrir stundu í ensku úrvalsdeildinni en þar ber helsta að nefna dramatískur sigur Chelsea á Wigan en sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. 7.4.2012 13:30 Celtic skoskur meistari 2012 | hefur 21 stiga forskot á Rangers Celtic varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu þegar þeir gjörsigruðu Kilmarnock, 6-0, á útivelli. Charles Mulgrew og Gary Hooper gerði báðir tvö mörk hvor fyrir Celtic í leiknum. Glenn Loovens og Joe Ledley gerðu sitt markið hvor. 7.4.2012 13:14 Njarðvík búið að vinna fjóra leiki í röð á móti Haukum Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. 7.4.2012 12:00 Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark. 7.4.2012 11:24 Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. 7.4.2012 11:15 Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Leikvangi Ljóssins, heimavelli Sunderland, í dag. 7.4.2012 11:15 Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45 Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. 7.4.2012 10:33 NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig. 7.4.2012 10:27 Mancini: Getur vel verið að ég missi starfið mitt Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann gæti misst starfið sitt á hverri stundu. Hann lofar þó samstarfið við eiganda félagsins. 7.4.2012 09:00 Skorar ekki enn á Liberty Gylfa Þór Sigurðssyni tókst ekki að opna markareikning sinn á heimavelli í gær þegar Swansea City tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti fleiri skot en allt Newcastle-liðið til samans. 7.4.2012 06:00 Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti "Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. 7.4.2012 00:30 Scholes: Þjálfunin var ágæt en ekkert jafnast á við að spila Paul Scholes, leikmaður Manchester United, sér heldur betur ekki eftir þeirri ákvörðun að taka fram skóna á ný í janúar. Scholes hefur farið á kostum með Manchester United á árinu og liðinu hefur gengið sérstaklega vel í ensku úrvalsdeildinni þegar hann er innanborð. 7.4.2012 14:45 Di Matteo: Meistaradeildarsæti og titill getur bjargað tímabilinu Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Meistaradeildarsæti og titill geti bjargað núverandi tímabili hjá klúbbnum. Það er allt annað að sjá til Chelsea liðsins eftir að Di Matteo tók við liðinu af Andre Villas-Boas, en sá síðarnefndi var látinn fara fyrr á tímabilinu. 7.4.2012 12:45 Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. 6.4.2012 23:30 Gerrard biður stuðningsmenn Liverpool um að sýna þolinmæði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna liðsins um að sýna þolinmæði á meðan að Liverpool-liðið reynir að snúa við skelfilegu gengi liðsins að undanförnu. Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. 6.4.2012 23:15 Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. 6.4.2012 22:39 Van Persie býst við markaleik á móti Man City Robin van Persie, framherji Arsenal, býst við miklum markaleik á sunnudaginn þegar Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates-leikvanginum. Van Persie segir að bæði lið verði að fá þrjú stig og hafi bæði hæfileikamenn til að bjóða upp á flottan leik. 6.4.2012 22:15 Gylfi: Enska deildin sú besta í heimi Gylfi Þór Sigurðsson tók í dag við verðlaunum fyrir að vera leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 6.4.2012 21:15 Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. 6.4.2012 20:22 Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. 6.4.2012 17:06 Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum. 6.4.2012 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Messi sá fyrsti í 60 mörk á einu tímabili í næstum því 40 ár Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Barcelona á Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og er þar með búinn að skora 60 mörk fyrir Barca á tímabilinu. Messi er fyrsti knattspyrnumaðurinn í næstum því 40 ár sem nær að brjóta 60 marka múrinn. 8.4.2012 12:30
Arnar Davíð varði ekki titilinn - datt út í átta manna úrslitum Arnar Davíð Jónsson tapaði fyrir hollenskum spilara í átta manna úrslitum á Evrópumóti unglinga í keilu og er því úr leik. Arnar Davíð varð Evrópumeistari, fyrstur Íslendinga, á þessu móti í fyrra. 8.4.2012 12:19
United með átta stiga forskot - glórulaust rautt spjald á fyrirliða QPR Manchester United er komið með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Queens Park Rangers á Old Trafford í dag. United var manni fleiri frá 15. mínútu þegar Shaun Derry, fyrirliði QPR, fékk rautt spjald og dæmt á sig víti fyrir lítið brot á Ashley Young. 8.4.2012 12:00
Árni Þór raðaði inn mörkum í lokin og tryggði Bittenfeld jafntefli Árni Þór Sigtryggsson var hetja Bittenfeld í þýsku b-deildinni í handbolta í gær þegar liðið gerði 31-31 jafntefli við VfL Potsdam. Árni Þór skoraði jöfunarmarkið á lokasekúndunni. Árni Þór skoraði alls níu mörk í leiknum sem er langt yfir meðalskori hans sem eru 2,5 mörk í leik. 8.4.2012 11:52
Masters 2012: Gríðarleg spenna | rástímar á lokadeginum Gríðarleg spenna er fyrir lokahringinn á fyrsta stórmóti ársins í golfíþróttinni en það skýrist í kvöld hver sigrar á Mastersmótinu árið 2012. Keppt er á Augusta vellinum í Georgíu en bein útsending hefst á Stöð 2 sport kl. 18:00. Svínn Peter Hanson er efstur á -9 en höggi á eftir kemur Phil Mickelson frá Bandaríkjunum, þeir hefja leik 18:40. 8.4.2012 11:46
Hafa ekki unnið á útivelli síðan að Heiðar skoraði tvö á Britannia Queens Park Rangers heimsækir topplið Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag og það er ekki hægt að segja að tölfræðin sé með Heiðari Helgusyni og félögum fyrir þennan leik. 8.4.2012 11:30
Ólafur Stefánsson hvíldur gegn Króatíu Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Króatíu í lokaleik sínum í undanriðli Ólympíuleikanna í dag. Sigurbergur Sveinsson kemur inn í liðið í stað Ólafs. 8.4.2012 09:04
Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. 8.4.2012 00:01
Masters 2012: Hansen efstur fyrir lokadaginn | Mickelson höggi á eftir Peter Hanson lék frábært golf á þriðja keppnisdeginum. Alls fékk hann 8 fugla og einn skolla á hringnum og endaði hann á 65 höggum. Samtals er hann á -9 en hann bætti sig um 9 högg á milli annars og þriðja keppnisdags. Þetta er aðeins í annað sinn sem Hanson er að keppa á Mastersmótinu. 7.4.2012 23:19
Stórglæsileg balletspor hjá leikmönnum Arsenal Nokkrir leikmenn Arsenal tóku fram dansskóna á dögunum fyrir nýja auglýsingu bifreiðarinnar af tegundinni Citroen DS5. 7.4.2012 23:30
Thierry Henry hefur gert sjö mörk í fyrstu fimm leikjum Red-Bulls Thierry Henry hefur byrjað vel í bandaríksku MLS-deildinni í knattspyrnu og skorað sjö mörk í fyrstu fimm leikjum liðsins. 7.4.2012 22:45
Juventus skellti sér á toppinn á Ítalíu Juventus skellti sér á toppinn í ítölsku seríu A-deildinni í kvöld þegar liðið vann góðan sigur á Palermo 2-0 en leikurinn fór fram á Renzo Barbera, heimavelli Palermo. 7.4.2012 22:00
Ferdinand bræður eigast við á morgun | Þola ekki að tapa Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur varað bróðir sinn Anton Ferdinand, leikmann QPR, við að hann fái ekki klapp á bakið þegar þeir bræður mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 7.4.2012 21:15
Wenger: Van Persie á skilið að verða valinn besti leikmaður deildarinnar Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur að Robin van Persie sé búinn að vera besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili og eigi það fyllilega skilið að vera valinn sá besti. 7.4.2012 20:30
Tiger náði ekki að blanda sér í toppbaráttuna Kylfingurinn Tiger Woods lék örlítið betur á Masters í dag en hann fór hringinn á pari vallarsins. Woods náði aftur á móti ekki að komast nálægt toppnum og er enn langt frá efstu mönnum. Leikið er á Augusta Nationa-vellinum í Bandaríkjunum. 7.4.2012 19:48
Guðmundur: Ég er afskaplega ánægður og stoltur "Ég er afskaplega ánægður og stoltur. Við erum að spila fyrir hönd þjóðarinnar og erum ánægðir að hafa náð þessum stóra áfanga. Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og lagði hann grunninn að sigrinum. Við spilum frábæran varnarleik sem við höfum stundum náð upp í okkar leik og refsum við þeim grimmilega með hraðaupphlaupsmörkum,” sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eftir að liðið tryggði sér farseðilinn á ÓL í London með 41-30 sigri gegn Japan í Króatíu í dag. 7.4.2012 18:42
Uppnám í Brussel eftir óhugnanlegt morð Starfsmaður í stjórnstöð almenningssamgangna í Brussel var barinn til bana eftir árekstur strætisvagns og einkabíls í morgun. Í kjölfarið voru allar almenningssamgöngur í borginni stöðvaðar. 7.4.2012 17:30
Neil Lennon: Besti dagur ferilsins Neil Lennon, knattspyrnustjóri Celtic, sagði eftir að félagið hafði tryggt sér skoska titilinn að þetta væri besti dagur ferilsins. 7.4.2012 16:45
Fiorentina vann AC Milan | Juve getur farið á toppinn í kvöld Átta leikjum er lokið í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu en Fiorentina gerði sér lítið fyrir og vann toppliðið í AC Milan 2-1 á útivelli. 7.4.2012 16:30
Crouch sá um Wolves | Það bjargar ekkert Úlfunum úr þessu Stoke vann einskonar skyldusigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 2-1. Það var mikil stemmning á Britannia-vellinum í Stoke þegar flautað var til leiks. 7.4.2012 16:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. 7.4.2012 15:30
Umfjöllun: Japan - Ísland - 30-41 | Íslendingar komnir á Ólympíuleikana Íslendingar eru komnir á Ólympíuleikana í Lundúnum sem verða haldnir í sumar eftir frábæran ellefu marka sigur, 30-41 á Japönum. Leikurinn í dag var algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið og var greinilegt að strákarnir ætluðu sér ekki að missa af tækifærinu að komast á leikana. 7.4.2012 15:30
Þrjú síðustu lið sem hafa jafnað í 1-1 hafa unnið titilinn Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. 7.4.2012 14:00
Liverpool og Aston Villa skildu jöfn Liverpool og Aston Villa skildu jöfn 1-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Aston Villa leiddi leikinn lengst af en Luis Suárez jafnaði metinn fyrir heimamenn stuttu fyrir leikslok. 7.4.2012 13:30
Juan Mata hetja Chelsea | Fulham rústaði Bolton Fimm leikjum lauk nú fyrir stundu í ensku úrvalsdeildinni en þar ber helsta að nefna dramatískur sigur Chelsea á Wigan en sigurmarkið kom rétt fyrir leikslok. 7.4.2012 13:30
Celtic skoskur meistari 2012 | hefur 21 stiga forskot á Rangers Celtic varð í dag skoskur meistari í knattspyrnu þegar þeir gjörsigruðu Kilmarnock, 6-0, á útivelli. Charles Mulgrew og Gary Hooper gerði báðir tvö mörk hvor fyrir Celtic í leiknum. Glenn Loovens og Joe Ledley gerðu sitt markið hvor. 7.4.2012 13:14
Njarðvík búið að vinna fjóra leiki í röð á móti Haukum Njarðvík og Haukar leik í dag annan leik sinn í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna en Njarðvík vann fyrsta leikinn í æsispennandi og dramatískum leik. Leikurinn í dag fer fram á heimavelli Haukakvenna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum og hefst klukkan 16.00. 7.4.2012 12:00
Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark. 7.4.2012 11:24
Ólafur Guðmundsson orðaður við IFK Kristianstad Handknattleiksmaðurinn Ólafur Guðmundsson hefur verið orðaður við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad en frá þessu greinir sænska blaðið Aftonbladet. 7.4.2012 11:15
Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Leikvangi Ljóssins, heimavelli Sunderland, í dag. 7.4.2012 11:15
Master 2012: Rástímar á þriðja keppnisdegi | Tiger hefur leik 14:45 Þriðji keppnisdagur á Mastersmótinu í golfi fer fram í dag og verða Bandaríkjmennirnir Fred Couples og Jason Dufner í síðasta ráshópnum sem leggur af stað 18.45 að íslenskum tíma. Áhugamaðurinn Kelly Kraft, sigurvegarinn á bandaríska áhugamannameistaramótinu, fer fyrstur af stað í dag kl. 13.15 en hann verður einn í ráshóp. Tiger Woods hefur leik kl. 14:45 og verður hann með sigurvegara síðasta árs í ráshóp, Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. 7.4.2012 10:33
NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig. 7.4.2012 10:27
Mancini: Getur vel verið að ég missi starfið mitt Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann gæti misst starfið sitt á hverri stundu. Hann lofar þó samstarfið við eiganda félagsins. 7.4.2012 09:00
Skorar ekki enn á Liberty Gylfa Þór Sigurðssyni tókst ekki að opna markareikning sinn á heimavelli í gær þegar Swansea City tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti fleiri skot en allt Newcastle-liðið til samans. 7.4.2012 06:00
Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti "Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat,“ sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. 7.4.2012 00:30
Scholes: Þjálfunin var ágæt en ekkert jafnast á við að spila Paul Scholes, leikmaður Manchester United, sér heldur betur ekki eftir þeirri ákvörðun að taka fram skóna á ný í janúar. Scholes hefur farið á kostum með Manchester United á árinu og liðinu hefur gengið sérstaklega vel í ensku úrvalsdeildinni þegar hann er innanborð. 7.4.2012 14:45
Di Matteo: Meistaradeildarsæti og titill getur bjargað tímabilinu Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að Meistaradeildarsæti og titill geti bjargað núverandi tímabili hjá klúbbnum. Það er allt annað að sjá til Chelsea liðsins eftir að Di Matteo tók við liðinu af Andre Villas-Boas, en sá síðarnefndi var látinn fara fyrr á tímabilinu. 7.4.2012 12:45
Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. 6.4.2012 23:30
Gerrard biður stuðningsmenn Liverpool um að sýna þolinmæði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna liðsins um að sýna þolinmæði á meðan að Liverpool-liðið reynir að snúa við skelfilegu gengi liðsins að undanförnu. Liverpool hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. 6.4.2012 23:15
Strákarnir unnu mikilvægan sigur á Bosníu U-20 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld afar mikilvægan sigur á jafnöldrum sínum frá Bosníu í undankeppni EM, 30-28. 6.4.2012 22:39
Van Persie býst við markaleik á móti Man City Robin van Persie, framherji Arsenal, býst við miklum markaleik á sunnudaginn þegar Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates-leikvanginum. Van Persie segir að bæði lið verði að fá þrjú stig og hafi bæði hæfileikamenn til að bjóða upp á flottan leik. 6.4.2012 22:15
Gylfi: Enska deildin sú besta í heimi Gylfi Þór Sigurðsson tók í dag við verðlaunum fyrir að vera leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 6.4.2012 21:15
Guðmundur: Vil ekki sjá svona kæruleysisleg skot Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var í viðtali hjá Guðjón Guðmundssyni á Stöð 2 Sport eftir sigurinn á móti Síle í dag þar sem að hann fór yfir leik íslenska liðsins. 6.4.2012 20:22
Umfjöllun: Ísland - Síle 25-17 | Skylduverki lokið Ísland vann öruggan átta marka sigur á Síle í fyrsta leik liðanna í forkeppni Ólympíuleikanna. Mestu munaði um góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks og markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar. 6.4.2012 17:06
Ungverjar unnu Makedóníumenn - Svíar unnu sinn leik Fyrsta degi af þremur er lokið í riðli Svía í forkeppni Ólympíuleikanna í London og eru Ungverjar og Svíar í efstu sætunum eftir leiki dagsins. Ungverjaland vann 29-26 sigur á Makedóníu en Svíar unnu 25-20 sigur á Brasilíu í hinum leiknum. 6.4.2012 17:00