Fleiri fréttir

Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur

Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum.

U19 ára stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leik

Íslenska landsliðið skipað stelpum 19 ára og yngri gerði 1-1 jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lára Kristín Pedersen, leikmaður Aftureldingar, skoraði mark Íslands.

Marbury meistari í Kína

Gamla NBA-stjarnan, Stephon Marbury, er að gera það gott í Kína og hann leiddi lið sitt, Bejing Ducks, til sigurs í kínversku deildinni í gær. Þetta var fyrsti meistaratitill Ducks.

Wenger segir að Walcott muni framlengja

Theo Walcott mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan samning við Arsenal á næstunni og stjórinn, Arsene Wenger, er hæstánægður með spilamennsku leikmannsins í síðustu leikjum.

Óðinn Björn fer á ÓL í London

Það fjölgaði í íslenska Ólympíuhópnum í kvöld þegar kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH tryggði sér farseðilinn til London.

Dalglish sér ekki eftir að hafa tekið aftur við Liverpool

Það hefur myndast svolítil pressa á Kenny Dalglish, stjóra Liverpool, síðustu vikur enda finnst mörgum að hann sé ekki á réttri leið með liðið. Dalglish segist ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að snúa aftur sem stjóri þó svo hann eigi á hættu að skaða goðsagnakennda ímynd sína hjá stuðningsmönnum félagsins.

Milan tapaði mikilvægum stigum

AC Milan missteig sig í ítalska boltanum í dag þegar liðið fékk aðeins eitt stig í leiknum gegn Catania. Lokatölur þar 1-1.

Auðvelt hjá AG | Bjerringbro skellti Viborg

Danmerkurmeistarar AG frá Kaupmannahöfn gefa ekkert eftir í slagnum um danska meistaratitilinn og unnu sannfærandi sigur, 31-25, á Skjern í úrslitakeppninni í dag.

Barcelona aðeins tapað einu sinni þegar Messi skorar

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í sex stig í kvöld. Þá afrekaði liðið svolítið sem Man. Utd tókst ekki á dögunum - að vinna Athletic Bilbao.

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Anton bætti Íslandsmetið aftur

Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur verið í miklu stuði á spænska meistaramótinu í sundi og tvíbætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi í dag.

Kári og félagar fengu skell

Kári Árnason var í byrjunarliði Aberdeen í skoska boltanum í dag er liðið steinlá gegn Hearts, 3-0.

Petrov leggur skóna á hilluna

Greint var frá því í gær að Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, hefði greint með bráðahvítblæði. Leikmaðurinn tilkynnti svo í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Mancini: Ég treysti ekki Balotelli

Ítalinn Roberto Mancini, stjóri Man City, hefur viðurkennt að hann treysti ekki landa sínum, Mario Balotelli, til þess að klára dæmið og gera City að meisturum.

Annað Íslandsmet hjá Antoni Sveini

Sundkappinn Anton Sveinn McKee er að standa sig vel á spænska meistaramótinu sem fram fer í Malaga. Anton setti annað Íslandsmet í morgun.

Dallas og Miami á sigurbraut

Dirk Nowitzki átti stórleik fyrir Dallas gegn Orlando í nótt og tryggði þeim nauman sigur með körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Magic var með 15 stiga forskot í þriðja leikhluta en Dallas kom til baka og vann sjaldséðan sigur þessa dagana.

Svíarnir stálu mér ekki

Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. "Mjög góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.

City getur komist á toppinn

Manchester City getur endurheimt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Sunderland í dag. Helsti keppinautur liðsins um titilinn, Manchester United, spilar ekki fyrr en á mánudagskvöldið.

Valskonur þurfa stig fyrir norðan

Lokaumferð N1-deildar kvenna fer fram í dag og þá ræðst hvernig liðin raða sér inn í úrslitakeppnina. Valskonur þurfa stig á móti KA/Þór fyrir norðan til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Akureyrarliðið er í baráttunni við Gróttu um sjötta og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Mancini: Við vorum lélegir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var alls ekki nógu sáttur við sitt lið eftir 3-3 jafnteflið gegn Sunderland í dag. Hann viðurkenndi fúslega að sínir menn hefðu ekki spilað vel.

Di Matteo: Við áttum skilið að vinna

Leikur Aston Villa og Chelsea var hádramatískur í meira lagi. Búlgarinn Stiliyan Petrov sat í stúkunni en greint var því í gær að hann væri með bráðahvítblæði og í dag sagðist hann vera búinn að leggja skóna á hilluna.

Markalaust hjá Aroni og félögum

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City urðu af mikilvægum stigum í dag er þeir gerðu markalaust jafntefli við Millwall á heimavelli.

Magnús Gunnarsson: Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní

"Það á að gefa fjögur stig fyrir spjaldið og ofaní,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson stórskytta úr Keflavík eftir 95-87 tapleik liðsins gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Magnús setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili í miðjum öðrum leikhluta og hann var alveg á því að það hafi verið með vilja gert.

Óskar Bjarni: Rétti tíminn til að fara

Óskar Bjarni Óskarsson segist ekki kveðja Val alveg sáttur, en liðið tapaði fyrir Akureyri í kvöld og komst ekki í úrslitakeppnina í N1-deildinni. Hann tekur við liði Viborg í sumar.

Afturelding vann átta marka sigur á Gróttu

Afturelding vann átta marka heimasigur á Gróttu, 34-26, í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í N1 deild karla í handbolta í kvöld en Mosfellingar voru öryggir með sjöunda sætið fyrir leikinn.

Emil meiddist í sigri Hellas Verona

Emil Hallfreðsson lagði upp fyrsta markið þegar Hellas Verona vann 3-2 sigur á Cittadella í ítölsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn skilaði Verona-liðinu á topp deildarinnar en Sassuolo og Pescara eiga bæði leik inni. Það stefnir í harða baráttu milli þeirra um sæti í ítölsku A-deildinni.

Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern

Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin.

Sjá næstu 50 fréttir