Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd spila golf á St. Andrews um helgina

Scholes og Rooney verða með golfkylfurnar á lofti um helgina.
Scholes og Rooney verða með golfkylfurnar á lofti um helgina.
Man. Utd er ekki að spila fyrr en á mánudag og stjórinn Sir Alex Ferguson ætlar að sjá til þess að leikmenn liðsins nái að slappa almennilega af um helgina.

Ferguson er á leið með sitt lið til Skotlands þar sem stefnan er að spila golf á hinum sögufræga St. Andrews golfvelli.

Leikmenn United vissu lengi vel ekki hvert Ferguson væri að fara með liðið og vonuðust margir þeirra til þess að áfangastaðurinn væri Dubai. Sá skoski nennti ekki í svo langa flugferð.

United-strákarnir munu þjappa sér saman um helgina og spurning hvort vallarmetið á St. Andrews verði í hættu? Liðið kemur svo heim á sunnudagskvöldið og fer beint í að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Blackburn á mánudeginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×