Fleiri fréttir

Wenger í þriggja leikja bann | Ætlar að áfrýja

Arsene Wenger hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af Knattspyrnusambandi Evrópu og sektaður um 6,7 milljónir króna vegna ummæla hans eftir leik sinna manna gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Hrafnhildur, Eygló og Sarah allar með Íslandsmet í dag

Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman settu allar Íslandsmet í dag en þær eru allar að keppast við að ná lágmörkum inn á Ólympíuleikanna í London í sumar.

Einar búinn að semja við Magdeburg

Eins og Vísir greindi frá í gær mun Einar Hólmgeirsson spila með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni til lokatímabilsins. Hann skrifaði undir samning þess efnis í dag.

Skúli Jón búinn að skrifa undir hjá Elfsborg | Fjögurra ára samningur

Skúli Jón Friðgeirsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við sænska félagið IF Elfsborg en hann var í framhaldinu kynntur á blaðamannafundi. Skúli Jón mun hefja æfingar með liðinu strax í næstu vikur en verður ekki með á móti Djurgården á morgun í fyrstu umferð sænsku deildarinnar.

Upptaka úr Boltanum | Körfuboltaspjall

Þeir Baldur Beck og Jón Björn Ólafsson voru í heimsókn í Boltanum á X-inu í dag og ræddu um úrslitakeppnina í Iceland Express-deild karla í körfubolta.

Jón Arnór áfram hjá CAI Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarfélagið CAI Zaragoza. Þetta kom fram á karfan.is í dag.

Muamba birti mynd af sér á Twitter

Fabrice Muamba er á góðum batavegi eftir hjartastopp en í dag birtist fyrsta myndin af honum eftir að hann hneig niður í leik með liði sínu, Bolton, fyrir tæpum tveimur vikum síðan.

Dalglish hefur enn tröllatrú á Carroll

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, stendur enn þétt við bak framherjans Andy Carroll þó svo framherjinn hafi ekki gert það sem hann á að gera fyrir félagið - skora mörk.

Færeyingar koma í Dalinn í ágúst

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst næstkomandi.

Chelsea mun ekki kvarta yfir leikjaálagi

Chelsea á erfitt verkefni fyrir höndum með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liðið er í fimmta sæti og fimm stigum á eftir Tottenham sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu.

Suarez: Ég er ekki búinn að skora nógu mikið

Luis Suarez, framherji Liverpool, viðurkennir að leikmenn Liverpool séu reiðir þar sem þeim hafi ekki tekist að ná markmiðum sínum á þessari leiktíð. Úrúgvæinn viðurkennir einnig að hann hafi ekki staðið sig nógu vel við markaskorun í vetur.

Ferguson: Reynslan mun hjálpa okkur mikið

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er bjartsýnn fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni og telur að sitt lið hafi yfirhöndina gegn nágrönnum sínum í Man. City.

Einvígi góðkunningjanna

Sigurður Ingimundarson og Teitur Örlygsson eru ekki að mætast í fyrsta sinn í úrslitakeppni en það eru æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson og Ingi Þór Steinþórsson að gera. Tvö einvígi í átta liða úrslitunum fara af stað í kvöld.

Ekki fenginn til að framkalla einhver kraftaverk

Það verður seint sagt að lukkan hafi leikið við örvhentu sleggjuna Einar Hólmgeirsson á atvinnumannaferlinum. Hann hefur glímt við þrálát meiðsli undanfarin ár og lék sinn síðasta handboltaleik fyrir ellefu mánuðum. Þá héldu allir að ballið væri búið hjá Einari.

Körfuboltinn í brennidepli í Boltanum

Körfuboltinn verður í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 milli 11 og 12 í dag. Úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar hófst í gær og það verður spáð í spilin með körfuboltagúrúunum Baldri Beck og Jóni Birni Ólafssyni.

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Anton Sveinn McKee með tvö Íslandsmet í sama sundinu

Ægir-ingurinn Anton Sveinn McKee setti tvö Íslandsmet í sama sundinu á Spænska meistaramótinu í dag. Anton Sveinn var duglegur að setja met í stuttu lauginni fyrr í vetur og er nú byrjaður að setja met í 50 metra lauginni.

Hjalti tekur við Fjölni - Gunnar ekki áfram með ÍR

Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við þjálfun Fjölnisliðsins í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is í kvöld. Fjölnir lét Örvar Þór Kristjánsson fara á dögunum. Karfan.is segir einnig frá því að Gunnar Sverrisson muni ekki þjálfa áfram lið ÍR.

KR-ingar öflugir á lokasprettinum - myndir

KR-ingar eru komnir í 1-0 á móti Tindastól í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur í DHL-höllinni í kvöld, 84-68.

Coyle: Líðan Muamba að batna

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, segir að Fabrice Muamba sé enn á batavegi eftir hjartastoppið og að það viti á gott. Hann er þó enn á gjörgæslu.

Skúli Jón semur ekki við Sogndal - á leið í annað erlent lið

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Íslandsmeistara KR, semur ekki við norska félagið Sogndal en mun engu að síður semja við annað erlent félag og spilar því ekki með KR í Pepsi-deildinni í sumar. Skúli Jón vill ekki gefa það upp um hvaða lið er að ræða en segir að hann gangi frá samningi við það á morgun.

Athletic Bilbao vann í Þýskalandi | Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni

Manchester United banarnir í Athletic Bilbao héldu sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni áfram í kvöld þegar þeir unnu 4-2 útisigur á Schalke 04 í Þýskalandi. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum keppninnar en Athletic Bilbao liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð í keppninni og skorað í þeim tíu mörk.

Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan

Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-68

KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur.

Di Maria klár í bátana

Argentínski vængmaðurinn Angel di Maria, leikmaður Real Madrid, er búinn að jafna sig af meiðslum og verður klár í slaginn um helgina gegn Osasuna.

Pogrebnyak vill ekki fara frá Fulham

Rússinn Pavel Pogrebnyak er ekki bara sláandi líkur Ivan Drago heldur er hann einnig sleipur knattspyrnumaður. Strákurinn hefur slegið í gegn hjá Fulham í vetur og hann vill vera áfram hjá félaginu.

Einar semur við Magdeburg á morgun

Afmælisbarnið Einar Hólmgeirsson staðfesti við Vísi í dag að hann muni skrifa undir samning við þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg í fyrramálið. Einar mun skrifa undir samning til loka leiktíðarinnar.

Patrekur í viðræðum við Val

Samkvæmt heimildum Vísis eru verulegar líkur á því að Patrekur Jóhannesson verði næsti þjálfari karlaliðs Vals. Patrekur staðfesti við Vísi í dag að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað.

Wenger gæti fengið leikbann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gæti farið í bann í Evrópukeppnninni vegna hegðunar sinnar í seinni leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir