Enski boltinn

Petrov leggur skóna á hilluna

Petrov og fjölskylda fylgjast mér með leik Aston Villa og Chelsea úr stúkunni í dag.
Petrov og fjölskylda fylgjast mér með leik Aston Villa og Chelsea úr stúkunni í dag.
Greint var frá því í gær að Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, hefði greint með bráðahvítblæði. Leikmaðurinn tilkynnti svo í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna.

Petrov er orðinn 32 ára og sér það ekki fyrir sér að hann geti spilað knattspyrnu á nýjan leik. Nú tekur við hjá honum erfið barátta vegna hvítblæðisins.

"Fótboltinn er búinn hjá mér. Nú þarf ég að berjast fyrir lífi mínu og ég mun svo sannarlega berjast," sagði Petrov við búlgarska fjölmiðla.

"Svona er lífið. Í síðustu viku vorum við að drekka kaffi í London og nú erum við að tala um þetta. Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×