Enski boltinn

City getur komist á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez gæti spilað með City í dag en Sergio Agüero er þó frá vegna dularfullra meiðsla. Ekki hefur fengist uppgefið hvernig meiðslin komu til.
Carlos Tevez gæti spilað með City í dag en Sergio Agüero er þó frá vegna dularfullra meiðsla. Ekki hefur fengist uppgefið hvernig meiðslin komu til. ynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City getur endurheimt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti með sigri á Sunderland í dag. Helsti keppinautur liðsins um titilinn, Manchester United, spilar ekki fyrr en á mánudagskvöldið.

Arsenal er í góðri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með þriggja stiga forystu á Tottenham sem er í fjórða sæti. Arsenal mætir QPR á útivelli í dag en Tottenham leikur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea á morgun.

Chelsea og Newcastle eru svo fimm stigum á eftir Tottenham og binda enn vonir við að komast í hóp fjögurra efstu liða deildarinnar og öðlast þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Þá er einnig mikil spenna á hinum enda töflunnar en aðeins þrjú stig skilja að liðin í 16.-19. sæti deildarinnar.

Leikir helgarinnar

Laugardagur:

14.00 Man. City - Sunderland Stöð 2 Sport 2 & HD

14.00 QPR - Arsenal Stöð 2 Sport 3

14.00 Aston Villa - Chelsea Stöð 2 Sport 4

14.00 Wolves - Bolton Stöð 2 Sport 5

14.00 Everton - WBA Stöð 2 Sport 6

14.00 Fulham - Norwich

14.00 Wigan - Stoke

Sunnudagur:

12.30 Newcastle - Liverpool Stöð 2 Sport 2 & HD

15.00 Tottenham - Swansea Stöð 2 Sport 2 & HD




Fleiri fréttir

Sjá meira


×