Enski boltinn

Mancini: Ég treysti ekki Balotelli

Ítalinn Roberto Mancini, stjóri Man City, hefur viðurkennt að hann treysti ekki landa sínum, Mario Balotelli, til þess að klára dæmið og gera City að meisturum.

Balotelli þarf að stíga upp fyrst að Sergio Aguero er meiddur. Edin Dzeko hefur aðeins fimm mörk í síðustu 25 leikjum sínum og þar af ekki skorað í síðustu sex leikjum. Carlos Tevez er síðan ekki kominn í almennilegt leikform.

"Ég treysti ekki Mario. Það treystir honum enginn. Hann er frábær leikmaður sem getur gert allt. Hann gæti skorað tvö mörk gegn Arsenal og hann gæti líka fengið rauða spjaldið. Hann verður okkur mikilvægur í næstu leikjum en ég treysti ég honum? Ekki að ræða það," sagði Mancini en ummælin hafa eðlilega vakið mikla athygli.

"Hann hverfur til Ítalíu þegar hann fær tveggja daga frí. Ég vona að hann muni þroskast og átta sig á því að hann verður að einbeita sér að vinnunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×