Enski boltinn

Aguero slasaði sig á litlu mótorhjóli | Setti kælisprey á sárið

Breskir fjölmiðlar, sem og argentínskir, segjast hafa komist að því hvaða heimskulegu meiðslum Argentínumaðurinn Sergio Aguero, leikmaður Man. City, lenti í.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, sagðist ekki ætla að segja frá því hvað gerðist fyrr en í lok tímabilsins en meiðslin eru það alvarleg að Mancini hefur ekki hugmynd um hvenær Aguero verður klár í slaginn.

Samkvæmt fjölmiðlum þá var Aguero að leika sér á litlu mótorhjóli sónar síns og tókst þá að slasa sig á fætinum.

Aguero ákvað einhverra hluta vegna að nota kælisprey á meiðslin og við það steyptist hann út í blöðrum og er illa farinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×