Enski boltinn

Mancini: Við vorum lélegir

Bendtner skorar fallegt skallamark í dag.
Bendtner skorar fallegt skallamark í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, var alls ekki nógu sáttur við sitt lið eftir 3-3 jafnteflið gegn Sunderland í dag. Hann viðurkenndi fúslega að sínir menn hefðu ekki spilað vel.

"Þetta var brjálaður leikur sem tók mjög á tilfinningarnar. Við spiluðum ekki vel en eigum samt enn möguleika. Það var mikilvægt að spila vel í dag en við gerðum það ekki. Varnarleikurinn var skelfilegur. Við gerðum mistök og ég er alls ekki sáttur við okkar leik," sagði Mancini en hvað með leik Man. Utd og Blackburn á mánudag?

"United gæti hæglega líka gert jafntefli. Við erum enn í titilbaráttunni þó svo við höfum tapað stigum í dag. Við munum berjast á meðan við eigum enn möguleika. Ég er viss um að við munum standa okkur betur í næsta leik gegn Arsenal."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×