Enski boltinn

Carroll mun ekki fagna gegn Newcastle ef hann skorar

Engin svona fögn munu sjást á morgun ef Carroll skorar.
Engin svona fögn munu sjást á morgun ef Carroll skorar.
Morgundagurinn verður eflaust mjög sérstakur fyrir Andy Carroll er hann mætir með Liverpool á sinn gamla heimavöll, St. James' Park, þar sem liðið mætir Newcastle.

Carroll segir að það komi ekki til greina að fagna takist honum að skora í leiknum.

"Ég vonast til að fá góðar móttökur frá áhorfendum en ég mun taka vel á móti þeim. Mér dettur heldur ekki í hug að fagna ef ég skora," sagði Carroll.

"Ég tel mig hafa skilað góðu verki hjá Newcastle og mér líkaði virkilega vel þar. Ég á frábærar minningar frá tíma mínum þar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×