Fótbolti

Henry skoraði þrennu í stórsigri Red Bulls

Thierry Henry skoraði sína fyrstu þrennu í bandarísku MLS-deildinni í kvöld er NY Red Bulls rúllaði yfir Montreal Impact, 5-2.

Hin mörk Red Bulls skoruðu Kenny Cooper (víti) og Mehdi Ballouchy. Sanna Nyassi og Justin Mapp skoruðu mörk Montreal.

Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahópi Red Bulls í kvöld en hann hefur átt erfitt uppdráttar í fyrstu leikjum sínum með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×