Fleiri fréttir

Ferguson: Schmeichel gerði líka mistök í fyrstu leikjunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það taki alla evrópska markverði dágóðan tíma að aðlagast enska boltanum. Ferguson tjáði sig um frammistöðu Spánverjans David De Gea sem hefði átt að gera mun betur í markinu sem hann fékk á sig í 2-1 sigri United á West Bromwich Albion í gær.

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Tvöfaldur sigur hjá GR

Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt.

ÍR vann bikarinn í 20. sinn

ÍR-ingar urðu á laugardag bikarmeistarar í frjálsum íþróttum þriðja árið í röð en keppt var á Kópavogsvelli. ÍR-ingar höfðu betur í samanlagðri stigakeppni eftir baráttu við FH-inga. ÍR hlaut 170 stig en FH 153 stig.

Rodman tekinn inn í frægðarhöll NBA

Fyrrverandi NBA leikmaðurinn, Dennis Rodman, fékk í gærkvöldi æðstu viðurkenningu deildarinnar þegar hann var tekinn inn í frægðarhöll NBA.

Camacho tekur við kínverska landsliðinu

Fyrrverandi þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins , Jose Antonio Camacho, er tekinn við kínverska landsliðinu í knattspyrnu, en hans aðal verkefni verður að koma liðinu á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Íslendingar í eldlínunni – Indriði skoraði fyrir Víking

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann eru komnir í undanúrslit norska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á Viking. Indriði Sigurðsson skoraði mark Viking í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli en Brann hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Karen Ösp gengur til liðs við Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Karen Ösp Guðbjartsdóttur, en leikmaðurinn gerir tveggja ára samning við Safamýraliðið.

Flottir urriðar úr Kleifarvatni

Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða. Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund.

Góð veiði í Mýrarkvísl

Það virðist vera nóg af laxi í Mýrarkvísl um þessar mundir. Veiðimenn sem voru við veiðar þar í einn dag rétt fyrir helgi urðu varir við mikið af laxi og náðu að landa 8 löxum sem verður að teljast fín veiði. Það varð vart við laxa á öllum svæðum, mest þó á efri svæðunum og alveg ljóst að veiðimenn geta átt von á góðri veiði í Kvíslinni í haust.

Mjög gott í Langá

Í norðanátt og kulda skilaði Langá á Mýrum 175 löxum síðustu viku og er heildarveiðin svipuð og á sama tíma fyrir ári. Mikill lax er í ánni og fiskur enn að ganga. Að sögn Ólafs FInnbogasonar þá eru veiddir laxar á hadegi í dag 1.116 talsins og er það meiri veiði en á sama tíma í fyrra, en sumarið 2010 fór Langá yfir 2.200 laxa veiði.

Íslendingaslagur í sænska boltanum - Margrét Lára á skotskónum

Íslenskur stelpurnar voru heldur betur í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Alls tóku sjö íslenskir leikmenn þátt í viðureign Kristianstad og Djurgården, en Kristianstad sigraði leikinn 3-1 og skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir eitt mark fyrir heimastúlkur.

Frábært afrek hjá Ólafi Birni - keppir á PGA-móti í næstu viku

Ólafur Björn Loftsson vann ótrúlegt afrek í dag þegar hann vann Cardinal-áhugamannamótið í golfi sem fór fram í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Wyndham Championship-mótinu sem fram fer í næstu viku og er á PGA-mótaröðinni.

Mourinho: Hópurinn er klár

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, segir að leikmannahópurinn sér tilbúinn fyrir komandi átök í spænsku deildinni.

Hjördís Rósa Íslandsmeistari í tennis - aðeins 13 ára

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Badmintonfélagi Hafnafjarðar, varð í dag Íslandsmeistari í tennis utanhús, en þetta er í fyrsta skipti sem Hjördís verður Íslandsmeistari í meistaraflokki enda aðeins 13 ára gömul.

Tvöfaldur sigur GR í Sveitakeppni GSÍ

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. keild karla í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór á Leirdalsvelli um helgina, en GR sigraði GKG í úrslitaleiknum.

Ajax rústaði Heerenveen - Kolbeinn á skotskónum

Hollensku meistararnir í Ajax unnu frábæran sigur, 5-1, gegn Heerenveen í dag á Amsterdam Arena. Það var Íslendingurinn, Kolbeinn Sigþórsson, sem kom heimamönnum yfir í leiknum með fínu marki á 37. mínútu, en hægt er að sjá myndskeið af markinu hér að ofan.

Nær Man. Utd. að krækja í Mario Götze?

Nú er það orðið ljóst að Manchester United mun ekki ná að klófesta Wesley Sneijder frá Inter Milan fyrir lok félagskiptagluggans, en sú saga er á kreiki að félagið ætli sér að krækja í þýska ungstirnið, Mario Götze, frá Borussia Dortmund.

Lituanica meistari í Sumardeild KKÍ

Lið Lituanica hafði betur gegn Glímufélaginu í úrslitaleik Sumardeildar KKÍ á Sportcourt-vellinum í Garðabæ í gær. Þetta er annað árið í röð sem Lituanica verður meistari í götukörfubolta.

Jesper Holdt Jensen frá út leiktíðina

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaður Stjörnunnar, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óttast er að Jesper sé með slitið krossband en hann var borinn af velli í 5-1 sigri Stjörnunnar á Þór síðastliðinn sunnudag.

Ekkert jafntefli og sigurliðin héldu öll hreinu

Úrslitin í 2. umferð Championship-deildarinnar á Englandi í gær vöktu nokkra athygli. Tíu leikir fóru fram og lauk engum þeirra með jafntefli. Þá héldu sigurliðin öll marki sínu hreinu.

Markalaust hjá Stoke og Chelsea

Stoke og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Britannia Stadium, heimavelli Stoke.

Golfklúbbur Reykjavíkur í úrslit í karla- og kvennaflokki

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, mætast í úrslitum í 1. deild karla í Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Í úrslitum í 1. deild í kvennaflokki mætast GR og Keilir. GR á titil að verja í báðum flokkum.

Eggert Gunnþór í sigurliði - Jóhann Berg í tapliði

Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Evrópuboltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson var í sigurliði Hearts sem lagið Aberdeen. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu fyrir Twente.

Guðjón: Var kominn heim á sama tíma í fyrra

„Mér líður virkilega vel núna,“ sagði Guðjón Baldvinsson, leikmaður KR, rétt eftir að liðið varð bikarmeistari í Valitor-bikarnum. KR bar sigur úr býtum, 2-0, gegn baráttuglöðum Þórsurum á Laugardalsvellinum í dag.

Páll: Er stoltur af því að vera Þórsari í dag

„Við stóðum okkur vel í dag og ég er mjög stoltur af því að vera Þórsari,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir ósigurinn í dag gegn KR í bikarúrslitaleik KSÍ.

Rúnar: Þetta er ógeðslega gaman

„Þetta er ógeðslega gaman,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn á Þór í bikarúrslitaleiknum sem fram fór á Laugardalsvelli í dag.

Sjá næstu 50 fréttir