Fleiri fréttir

Enn tapar Juventus

Juventus tapaði í dag sínum þriðja leik í mánuðinum er liðið tapaði fyrir Udinese á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni, 2-1.

Suarez stóðst læknisskoðun hjá Liverpool

Það virðist fátt koma í veg fyrir að Úrúgvæinn Luis Suarez gangi til liðs við Liverpool á morgun. Hann undirgekkst læknisskoðun hjá félaginu í dag og stóðst hana samkævæmt yfirlýsingu á heimasíðu Liverpool.

Keflavík hafði betur gegn KR í spennuleik

Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Deildinni hefur nú verið skipt upp í tvo riðla og var leikið í fyrsta sinn með hinu nýja leikfyrirkomulagi í kvöld.

Lindberg: Erum komnir eins nálægt Frökkunum og hægt er

Hans Lindberg, íslenskættaði hornamaðurinn í liði Dana, lék ágætlega í úrslitaleiknum dag en hann var vitaskuld svekktur í leikslok. „Við erum mjög svekktir, það er óhætt að segja það. Við höfum oft leikið betur en við gerðum í dag. Franska liðið er mjög sterkt varnarlega og það var erfitt fyrir okkur að skora. Við gerðum eins og við gátum og börðumst til enda en það dugði ekki til,“ sagði Lindberg við Vísi að leik loknum.

Casey vann í Bahrein

Englendingurinn Paul Casey fór með sigur af hólmi á Volvo Golf Champions mótinu sem lauk í Bahrein í dag á Evrópumótaröðinni.

Óvænt tap hjá Real Madrid gegn Osasuna

Real Madrid missteig sig illa í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir Osasuna í spænsku deildinni. Javier Camuñas skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu og kom Osasuna upp úr fallsæti.

Taarabt segir United á eftir sér

Adel Taarabt, miðjumaður Queens Park Rangers, segir að Manchester United hafi áhuga á sér. Taarabt hefur verið frábær á miðjunni hjá QPR í vetur en liðið er í efsta sæti ensku 1. deildarinnar.

O‘Hara til Wolves að láni

Jamie O‘Hara er farinn frá Tottenham til Wolves út tímabilið að láni. Þessi 24 ára leikmaður hefur lítið komið við sögu í liði Tottenham í vetur og fær því tækifæri til að spreyta sig í ensku deildinni með Wolves.

Tottenham steinlá fyrir Fulham í bikarnum

Tottenham er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Fulham, 4-0, á Craven Cottage í dag. Fulham fékk sannkallaða óskabyrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu á 13. mínútu og Michael Dawson fékk að líta rauða spjaldið.

Adam Johnson frá í þrjá mánuði

Manchester City hefur orðið fyrir áfalli því enski kantmaðurinn Adam Johnson mun ekki leika með liðinu næstu þrjá mánuði vegna meiðla.

Ireland í læknisskoðun hjá Newcastle

Írinn Stephen Ireland fer í læknisskoðun í dag hjá Newcastle en hann mun að öllum líkindum ganga til liðs við félagið að láni á morgun.

Inter vann upp tveggja marka mun

Meistarar Inter sýndu frábæran karakter í dag þegar þeir unnu upp tveggja marka forystu Palermo á heimavelli í ítölsku deildinni.

Umfjöllun: Bronsið til Spánverja

Spánverjar hirtu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir sigur á Svíum í Malmö Arena fyrr í dag. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Spánverjar eru vel að bronsinu komnir eftir aðeins einn tapleik á mótinu, gegn Dönum í undanúrslitum.

Sjöstrand: Erum ósáttir með dóma undir lokin

Johan Sjöstrand var frábær í marki Svía í bronsleiknum gegn Spánverjum þó ekki hafi það dugað til sigurs. Hann varði 15 skot í fyrri hálfleiknum og hefur átt gott mót. Hann var þó gríðarlega svekktur í leikslok enda Svíar nálægt því að ná í verðlaun á heimavelli.

Tap í fyrsta leik hjá Guðlaugi með Hibernian

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í tapi 3-0 tapi Hibernian gegn Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Guðlaugs fyrir Hibernina en hann gekk til liðs við skoska liðið í vikunni á frjálsri sölu frá Liverpool.

Spánverjar fengu brons á HM

Spánn vann í dag til bronsverðlauna á HM í handbolta eftir sigur á Svíum í leik um þriðja sætið, 24-23.

Þurfum að vera á tánum til að halda okkur á toppnum

Vísir ræddi ítarlega við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara eftir lokaleik íslenska liðsins á HM. Þar var Guðmundur meðal annars spurður út í framtíðina og hvort íslenska liðið væri að fjarlægjast þau bestu á nýjan leik.

Keane á leiðinni til West Ham

Írinn Robbie Keane er á leiðinni til West Ham samkvæmt heimildum Sky Sports. Hann undirgekkst lækknisskoðun í gær og mun fara til félagsins að láni út tímabilið.

Arsenal marði sigur á Jóhannesi og félögum

Arsenal er komið áfram í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Huddersfield. Nicklas Bendtner kom heimamönnum yfir á 21. mínútu leiksins en boltinn fór í netið eftir viðkomu í Peter Clarke varnarmanni Huddersfield.

Alexander valinn í úrvalslið HM

Alexander Petersson var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF.

Annað tap TCU í röð

TCU tapaði sínum öðrum leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt, í þetta sinn fyrir Air Force-skólanum, 60-55.

Tottenham á eftir Llorente

The Daily Mail fullyrðir í dag að Tottenham ætli sér að reyna að kaupa spænska framherjann Fernando Llorente frá Athletic Bilbao.

San Antonio fyrst í 40 sigurleiki

San Antonio Spurs komst fyrst liða í NBA-deildinni í 40 sigurleiki á tímabilinu er liðið hafði betur gegn Houston, 108-95.

Lampard vill spila til fertugs

Frank Lampard segir að hann vilji halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni í átta ár í viðbót eða þar til að hann verður fertugur.

Í beinni: Frakkland - Danmörk

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá úrslitaleik Frakklands og Danmerkur á HM í handbolta sem lýkur í Svíþjóð í dag.

Sex íslensk mörk hjá AZ

Leikur AZ Alkmaar og VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld mun eiga sinn sess í sögu íslenskrar knattspyrnu. AZ vann leikinn, 6-1, og skoruðu þeir Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson öll mörk sinna manna í leiknum.

Myndbönd af íslensku mörkunum sex

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fimm mörk og Jóhann Berg Guðmundsson eitt þegar að AZ Alkmaar vann 6-1 sigur á VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kolbeinn lék eftir afrek Atla

Kolbeinn Sigþórsson skoraði í kvöld fimm mörk í leik með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni, alveg eins og Atli Eðvaldsson gerði í Þýskalandi fyrir tæpum 28 árum síðan.

Van Bommel fékk rautt í fyrsta leik

Mark van Bommel var ekki lengi að láta til sín taka í ítölsku úrvalsdeildinni en hann fékk að líta rauða spjaldið þegar að AC Milan vann 2-0 sigur á Catania í kvöld.

Barcelona kom fram hefndum

Barcelona vann í kvöld 3-0 sigur á Hercules í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alfreð kom inn á sem varamaður

Alfreð Finnbogason spilaði síðustu tíu mínúturnar með Lokeren þegar að liðið tapaði fyrir Eupen í belgísku úrvalsdeildinni, 2-0.

United komst áfram í bikarnum

Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkepninnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Southampton á útivelli í dag.

Japan Asíumeistari í knattspyrnu

Japan varð í dag Asíumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Ástralíu í framlengdum úrslitaleik Asíumótsins í dag.

Naumur sigur Fram á Stjörnunni

Fram vann í dag eins marks sigur á Stjörnunni, 25-24, í N1-deild kvenna og er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Ellefta jafntefli QPR

Heiðar Helguson og félagar í QPR eru enn með fimm stiga forystu á toppi ensku B-deildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Hull á útivelli í dag.

Sjá næstu 50 fréttir