Handbolti

Lindberg: Erum komnir eins nálægt Frökkunum og hægt er

Smári Jökull Jónsson í Malmö skrifar
Danir taka á móti silfurverðlaununum
Danir taka á móti silfurverðlaununum Mynd / AFP
Hans Lindberg, íslenskættaði hornamaðurinn í liði Dana, lék ágætlega í úrslitaleiknum í dag en hann var vitaskuld svekktur í leikslok.

„Við erum mjög svekktir, það er óhætt að segja það. Við höfum oft leikið betur en við gerðum í dag. Franska liðið er mjög sterkt varnarlega og það var erfitt fyrir okkur að skora. Við gerðum eins og við gátum og börðumst til enda en það dugði ekki til," sagði Lindberg við Vísi að leik loknum.

„Við vorum þremur mörkum undir í hálfleik en komum til baka og náðum í framlengingu. Við áttum möguleika á að vinna en nýttum okkur það ekki. Við köstuðum boltanum frá okkur á mikilvægum augnablikum og það er dýrt. Tilfinningin var góð fyrir framlenginguna en það eru smáatriðin sem skipta máli í svona stöðu. Nikola Karabatic spilaði einnig frábærlega fyrir Frakkana og það skipti sköpum," bætti Lindberg við.

Þrátt fyrir svekkelsið í dag sagðist Lindberg þó líta björtum augum á framtíðina hjá danska liðinu.

„Við erum með ungt lið sem getur náð langt. Í dag lékum við Frakka sem hafa unnið allt sem hægt er að vinna á undanförnum árum og vorum nálægt því að vinna. Ég tel því framtíðina bjarta og ég held við séum komnir eins nálægt Frökkunum og hægt er. Vonandi náum við að vinna næst," sagði Hans Lindberg að lokum í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×