Fleiri fréttir

Massa treystir á að Ferrari færi sér sigurbíl

Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari.

Kalou tryggði Chelsea jafntefli

Everton og Chelsea skildu í dag jöfn í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta og þurfa því að mætast öðru sinni.

Garðar aftur í Stjörnuna

Garðar Jóhannsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Stjörnuna í Garðabæ.

Ungverjaland vann fleiri leiki en Ísland

Það skiptir miklu máli á HM í handbolta að vinna réttu leikina. Það sýndi sig hjá íslenska landsliðinu þar sem að liðið tapaði fleiri leikjum en Ungverjaland en varð samt sæti ofar í sjálfri keppninni.

Clijsters vann á opna ástralska

Kim Clijsters frá Belgíu vann í nótt sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Hún hafði betur gegn Li Na frá Kína í úrslitaviðureigninni.

Liverpool á von á nýju tilboði - Torres vill fara

Fernando Torres lagði inn formlega beiðni til forráðamenn Liverpool um að verða settur á sölulista. Beiðninni var umsvifalaust hafnað en þetta var tilkynnt á heimasíðu Liverpool í gærkvöldi.

Danir komnir í úrslitaleikinn á HM í Svíþjóð - myndir

Danir tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð með 28-24 sigri á Spánverjum í gærkvöldi. Danir hafa ekki komst svona langt á HM síðan árið 1967 en það eru aðeins þrjú ár síðan að þeir unnu Evrópumeistaratitilinn í Noregi.

Ólafur: Við stefndum á gullið

Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði var ekki nógu ánægður með árangurinn á HM enda sagði hann liðið hafa stefnt á að vinna mótið.

Katarar vilja ekki halda HM um vetur

Mohamed Bin Hammam, forseti knattspyrnusambands Katar, hefur hafnað tillögum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, um að HM 2022 þar í landi fari fram um vetur.

Snorri: Mótið er vonbrigði

Snorri Steinn Guðjónsson var mjög svekktur eftir leikinn í kvöld en sagði samt að liðið ætlaði sér að koma til baka eftir þetta mót.

Vignir: Getum gert miklu betur

Línumaðurinn Vignir Svavarsson kom sterkur inn í íslenska liðið eftir að Ingimundur Ingimundarson meiddist. Hann stóð vel fyrir sínu í kvöld en það dugði ekki til.

Snæfell tapaði fyrir botnliðinu á Ísafirði

KFÍ vann mjög óvæntan sigur á toppliði Snæfells í 15. umferð Iceland Express deildar í körfubolta í kvöld en á sama tíma nálguðust Keflvíkingar og KR-ingar toppliðin með sigri í sínum leikjum.

Jovanovic hafnaði Wolfsburg

Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, mun hafa hafnað tilboð frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg.

Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta.

Capello: Mistök að taka ekki Walcott með á HM

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, viðurkennir að það voru mistök af hans hálfu að velja ekki Theo Walcott, leikmann Arsenal, í landsliðshóp Englands fyrir HM í Suður-Afríku á síðasta ári.

Niang spenntur fyrir Liverpool

Framherjinn Mamadou Niang hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu og segist hann spenntur fyrir félaginu.

Frakkar komnir í úrslitaleikinn á HM - unnu Svía 29-26

Frakkar eru komnir skrefi nær því að verja heimsmeistaratitilinn sinn eftir þriggja marka sigur á Svíum, 29-26, í fyrri undanúrslitaleiknum á HM í handbolta í Svíþjóð. Frakkar voru með öruggt forskot allan leikinn en Svíar náðu reyndar að minnka muninn í tvö mörk á lokamínútunum.

Ungverjar tryggðu sér síðasta sætið í forkeppni ÓL

Ungverjar unnu þriggja marka sigur á Pólverjum, 31-28, í leiknum um sjöunda sætið á HM í handbolta í Svíþjóð. Ungverjar tryggðu sér þar með sæti í forkeppni Ólympíuleikanna á næsta ári en Pólverjar sitja eftir með sárt ennið.

Ba loksins kominn til West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur loksins staðfest að félagið hafi keypt framherjann Demba Ba frá Hoffenheim í Þýskalandi.

Obafemi Martins lánaður til Birmingham

Rússneska félagið Rubin Kazan hefur greint frá því að Nígeríumaðurinn Obafemi Martins hafi verið lánaður til enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham til loka leiktíðarinnar.

Ferguson vill halda Scholes

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vilja halda Paul Scholes hjá félaginu í eitt ár til viðbótar.

Sturla: Við þurfum að ná fram þessum vopnum okkar

Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland mætir Króötum í kvöld í síðasta leik sínum í keppnini en fimmta sætið á HM er í boði. Sturla þekkir vel til í íslenska liðinu enda var hann bæði í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking og í bronsliðinu á EM í Austurríki í fyrra. Hann er ekki alltof bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld.

Erlingur fékk heiðursverðlaun AIPS

AIPS, sem eru alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, veittu í gær sundþjálfaranum Erlingi Jóhannssyni heiðursviðurkenningu en Erlingur lést á síðasta ári. Erlingur var einn af frumkvöðlum í sundþjálfun fatlaðra á Íslandi og fékk hann AIPS Power of Sports Awards verðlaunin á hátíðarsamkomu AIPS í Sviss í gær.

Króatarnir á djamminu spila ekki í kvöld

Blaðamaður Vísis sýndi króatískum kollegum sínum myndina af króatísku landsliðsmönnunum sem voru að fá sér í tána í gær og spurði hvort króatíska pressan væri meðvituð um djammferð leikmannanna.

KSÍ fær 35 milljónir í HM-bónus frá FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að venju rausnarlegt við aðildaþjóðir sínar og hefur nú ákveðið að gefa hverju knattspyrnusambandi 300 þúsund dollara HM-bónus en það eru um 35 milljónir íslenskra króna.

Sverre: Ætlum að selja okkur dýrt

Varnartröllið Sverre Jakobsson segir að íslenska liðið hafi klúðrað sínum möguleikum á HM sjálft en ætli sér samt að enda mótið með sigri í dag.

Alen Sutej til FH

FH-ingar hafa fundið eftirmann Hjörts Loga Valgarðssonar og gert tveggja ára samning við Slóvenann Alen Sutej.

Þórir: Andinn hefur skánað

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson segir að íslenska landsliðið sé næstum búið að leggja vonbrigðin í milliriðlinum til hliðar og ætli sér sigur í kvöld.

Arnór og Ásgeir fylgjast spenntir með NFL

Herbergisfélagarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa meðal annars drepið tímann á HM með því að fylgjast með úrslitakeppni NFL-deildarinnar.

Murray tryggði sér sæti í úrslitum

Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis þar sem hann mun mæta Novak Djokovic frá Serbíu.

Alexander: Skil ekki hvað Dagur er að fara

Járnmaðurinn Alexander Petersson segist vera í fínu standi og skilur ekki alveg gagnrýni Dags Sigurðssonar sem segir landsliðsþjálfarann þjösnast á Alexander.

Sjá næstu 50 fréttir