Fleiri fréttir Justin Henin er hætt í tennis Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár. Henin hefur áður tekið slíka ákvörðun en hún dróg sig í hlé frá atvinnumennsku árið 2008 og á þeim tíma var hún í efsta sæti heimslistans – og hafði sigrað á sjö stórmótum. 26.1.2011 19:00 Pato tryggði AC Milan sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar Alexandro Pato skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigri liðsins gegn Sampdoria á útivelli í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Pato tryggði Milan sæti í undanúrslitum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Guberti skoraði eina mark Sampdoria á 44. mínútu. 26.1.2011 18:58 Marta til New York Flash Besta knattspyrnukona heims, Marta frá Brasilíu, hefur ákveðið að ganga til liðs við New York Flash í bandarísku atvinnumannadeildinni, WPS. 26.1.2011 18:15 Ben Arfa gæti spilað aftur fyrr en áætlað var Endurhæfing Hatem Ben Arfa gengur greinilega vel en umboðsmaður hans segir að svo gæti farið að kappinn verði kominn aftur á fullt mun fyrr en áætlað var. 26.1.2011 17:30 Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í. 26.1.2011 16:45 Þýskir fjölmiðlar gagnrýna Heiner Brand Þýskir fjölmiðlar eru allt annað en ánægðir með gengi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og gagnrýna þeir Heiner Brand þjálfara liðsins harðlega. Eftir stórtap Þjóðverja gegn Norðmönnum í gær var það ljóst að Þjóðverjar leika um 11. sætið og er það slakasti árangur Þjóðverja á HM frá upphafi. 26.1.2011 16:15 Adrian Sutil, Paul di Resta og Nico Hülkenberg ráðnir ökumenn hjá Force India Force India liðið tilkynnti í dag að Þjjóðverjinn Adrian Sutil varður áfram hjá liðinu, fimmta árið í röð og Skotinn Paul di Resta hefur verið ráðinn við hlið hans sem ökumaður og Þjóðverjinn Nico Hülkenberg verður þróunar og varaökumaður liðsins. 26.1.2011 16:00 Sagna fékk heilahristing Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Bacary Sagna hafi fengið heilahristing í leiknum gegn Ipswich í gær. 26.1.2011 15:45 Ísland - Frakkland, myndasyrpa 26.1.2011 15:15 Framtíð Scholes í óvissu Paul Scholes er enn óviss um hvort að hann verði enn leikmaður hjá Manchester United á næstu leiktíð. 26.1.2011 14:45 Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta. 26.1.2011 14:15 Wolfsburg á eftir Jovanovic Þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg hefur lagt fram tilboð í serbneska framherjann Milan Jovanovic, leikmann Liverpool. 26.1.2011 13:30 Rafael missir af bikarleik United á laugardag Brasilíumaðurinn Rafael hlaut slæmt höfuðhögg í leik United og Blackpool í gær og mun missa af leik sinna manna gegn Southampton í ensku bikarkeppninni um helgina. 26.1.2011 12:45 Trifunovic hættur hjá Keflavík Stuðningsmenn Keflavíkur hafa fengið heldur slæmar fréttir því félagið hefur misst Serbann Lazar Trifunovic. 26.1.2011 12:15 Bestu tilþrifin úr leik Íslands og Frakklands - úr HM þætti Þorsteins J. Ísland tapaði gegn heims - Evrópu og Ólympíumeistaraliði Frakklands í lokaleiknum i milliriðli 1 á HM í handbolta í gærkvöld 34-28. Næsti leikur er á föstudag gegn Króatíu um fimmta sætið en besti árangur Íslands á HM er fimmta sætið í Japan árið 1997. Í HM þætti þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport var þessi klippa sýnd úr leiknum og tónlistarkryddið kemur frá Írlandi. 26.1.2011 11:45 Guðlaugur á leið til Hibernian Vefmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því í dag að U-21 landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson sé á leið til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hibernian. 26.1.2011 11:38 Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. 26.1.2011 11:24 Samantekt úr HM þætti Þorsteins J. – „Þjóðin var lauflétt árið 1997“ Að venju var farið ítarlega yfir gang mála á heimsmeistaramótinu í handbolta í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir á Stöð 2 sport í gær. Handboltasérfræðingar fóru yfir ýmis atriði í þættinum og bentu á ýmis atriði sem fóru úrskeiðis hjá Íslandi í milliriðlinum á HM. 26.1.2011 10:45 Ísland á möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. 26.1.2011 10:15 Eiður: Ég get farið frítt frá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen segist vera reiðubúinn til að taka á sig launalækkun til að komast til Ajax í Hollandi. 26.1.2011 09:45 Danir þurfa að spila í Kristianstad Í fyrsta sinn á HM í Svíþjóð þarf danska landsliðið að spila annars staðar en í Malmö. Liðið leikur gegn Spáni í undanúrslitum keppninnar og fer sá leikur fram í Kristianstad. 26.1.2011 09:25 NBA í nótt: Enn tapar Cleveland Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95. 26.1.2011 09:00 Milliriðlamartröðin hélt áfram Strákarnir okkar töpuðu öllum sínum leikjum í milliriðli HM. Úrslitin voru þó okkur hagstæð í gær og Ísland spilar um fimmta sætið og er þar af leiðandi öruggt með sæti í umspili Ólympíuleikanna. 26.1.2011 06:00 Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25.1.2011 22:34 Sverre: Karakterinn er dottinn úr liðinu Sverre Andreas Jakobsson tók takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld en hann fékk að líta sína þriðju tveggja mínútna brottvísun snemma í síðari hálfleik. 25.1.2011 22:45 Ísland spilar á föstudagskvöldið í Malmö Ísland leikur við Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta en nú hefur það fengist staðfest að leikurinn fer fram í Malmö klukkan 19.30 á föstudagskvöldið. 25.1.2011 22:09 Guðmundur: „Það náðist stórkostlegur áfangi í dag“ „Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og varnarleikurinn skulum við segja að hann hafi verið í lagi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 34-28 tapið gegn Frökkum í kvöld. Guðmundur setti spurningamerki við dómgæsluna á mótinu. 25.1.2011 22:06 Cristiano Ronaldo: Ég er ekki öfundsjúkur út í Messi Cristiano Ronaldo portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid segist í viðtalið við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport að hann sé ekki öfundsjúkur út í besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi hjá Barcelona. 25.1.2011 23:45 Atletico hafnaði 52 milljón punda tilboði frá Chelsea Chelsea bauð 52 milljón pund í tvo leikmenn spænska liðsins Atletico Madrid, þá Sergio Aguero og Diego Godin en spænska félagið hafnaði því. Atletico hefur einnig hafnað 39 milljón punda tilboði Real Madrid í Sergio Aguero. 25.1.2011 23:15 Oddur: Var svolítið stressaður Akureyringurinn efnilegi Oddur Gretarsson lék sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Hann byrjaði HM-ferilinn ekki á neinum smá leik gegn heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. 25.1.2011 23:01 Matthías fékk sjö mínútur í tapi Colchester Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Colchester tapaði 0-2 á útivelli á móti toppliði Brighton í ensku C-deildinni í kvöld en Matthías er á láni frá FH. 25.1.2011 22:52 Guðjón Valur: „Óánægðir með að komast ekki í undanúrslit“ „Okkur fannst við skulda sjálfum okkur, íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum liðsins hér í Svíþjóð það að gefa allt í þetta sem við eigum. Því miður dugði það ekki til. Við erum orðnir frekar fáliðaðir og það er heldur erfitt gegn liði á borð við Frakka,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn gegn Frökkum. 25.1.2011 22:17 Thierry Omeyer: Þetta var gott veganesti fyrir undanúrslitin Thierry Omeyer, hinn frábæri markvörður Frakka, byrjaði leikinn á bekknum en kom svo inn í síðari hálfleik og varði oft skot Íslendinga í dauðafærum. 25.1.2011 22:12 Onesta: Hugsuðum einungis um að vinna Claude Onesta, þjálfari Frakka, var sáttur eftir öruggan sigur franska liðsins á því íslenska í Jönköping í kvöld. Með sigrinum tryggðu Frakkar sér efsta sæti milliriðilsins og munu mæta Svíum í undanúrslitum á föstudag. Hann blés á allt tal um að Frakkar hefðu hugsað um að þeir gætu valið sér mótherja í undanúrslitum, en um það hafði verið rætt þar sem leikur Dana og Svía lauk háfltíma áður en leik Frakka og Íslendinga lauk. 25.1.2011 22:08 Arsenal í úrslit deildabikarsins Arsenal komst í kvöld í úrslit ensku deildabikarkeppninnar eftir góðan 3-0 sigur á B-deildarliði Ipswich. 25.1.2011 21:49 Manchester United lenti 2-0 undir en vann 3-2 sigur á Blackpool Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk og súper-varmaðurinn Javier Hernandez það þriðja þegar Manchester United kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á móti Blackpool og vann 3-2 sigur á Bloomfield Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 25.1.2011 21:35 Strákarnir áttu aldrei séns gegn Frökkum Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. 25.1.2011 21:18 Danir lögðu Svía og mæta Spánverjum Danir tryggðu sér efsta sætið í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með 27-24 sigri gegn Svíum. Staðan var 16-11 fyrir Dani í hálfleik og þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum á föstudaginn og Svíar mæta Frökkum. 25.1.2011 21:12 Manchester City lánar Adebayor til Real Madrid Manchester City og Real Madrid hafa náð samkomulagi um að spænska félagið fái framherjan Emmanuel Adebayor á láni út tímabilið. 25.1.2011 19:40 Akureyri og FH drógust saman í bikarnum Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili. 25.1.2011 19:15 Króatar unnu Pólverja og tryggðu sér leik á móti Íslandi Króatar tryggðu sér þriðja sætið í milliriðli 2 með því að vinna fjögurra marka sigur á Pólverjum í dag, 28-24 en bæði lið hefðu tryggt sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna með sigri. Króatar byrjuðu ekki vel en sigur liðsins var aldrei í hættu í seinni hálfleik. 25.1.2011 19:11 Ísland spilar um 5. sætið á HM - Spánverjar unnu Ungverja Það voru sannkölluð draumaúrslit fyrir okkur Íslendinga í okkar milliriðli í dag því Spánverjar voru að vinna sex marka sigur á Ungverjum, 30-24 en áður höfðu Norðmenn unnið Þjóðverja. Ísland spilar því um fimmta sætið við Króata á HM og er jafnframt öruggt með sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. 25.1.2011 19:01 Rambo skaut Þjóðverja í kaf Maðurinn með flottasta nafnið á HM, Christoffer Rambo, sló heldur betur í gegn í dag þegar hann skaut Þjóðverja á bólakaf í dag. 25.1.2011 17:59 Steinar Ege: Ætluðum að berjast fyrir hverjum sentimetra Norðmenn voru kátir eftir tíu marka stórsigur á Þjóðverjum á HM í handbolta. Norska liðið sýndi styrk sinn í leiknum, tryggði sér sæti í leiknum um níunda sætið og sá til þess að Ísland verður í átta efstu sætunum á mótinu. 25.1.2011 17:33 Andy Gray rekinn frá Sky Sports Andy Gray hefur verið rekinn frá Sky Sports en hann hefur verið aðalsérfræðingur stöðvarinnar á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í langan tíma. Gray er mjög þekktur meðal íslenska knattspyrnuáhugamanna og hefur komið hingað til lands í tengslum við starf sitt hjá Sky. 25.1.2011 17:06 Sjá næstu 50 fréttir
Justin Henin er hætt í tennis Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár. Henin hefur áður tekið slíka ákvörðun en hún dróg sig í hlé frá atvinnumennsku árið 2008 og á þeim tíma var hún í efsta sæti heimslistans – og hafði sigrað á sjö stórmótum. 26.1.2011 19:00
Pato tryggði AC Milan sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar Alexandro Pato skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigri liðsins gegn Sampdoria á útivelli í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Pato tryggði Milan sæti í undanúrslitum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Guberti skoraði eina mark Sampdoria á 44. mínútu. 26.1.2011 18:58
Marta til New York Flash Besta knattspyrnukona heims, Marta frá Brasilíu, hefur ákveðið að ganga til liðs við New York Flash í bandarísku atvinnumannadeildinni, WPS. 26.1.2011 18:15
Ben Arfa gæti spilað aftur fyrr en áætlað var Endurhæfing Hatem Ben Arfa gengur greinilega vel en umboðsmaður hans segir að svo gæti farið að kappinn verði kominn aftur á fullt mun fyrr en áætlað var. 26.1.2011 17:30
Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í. 26.1.2011 16:45
Þýskir fjölmiðlar gagnrýna Heiner Brand Þýskir fjölmiðlar eru allt annað en ánægðir með gengi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og gagnrýna þeir Heiner Brand þjálfara liðsins harðlega. Eftir stórtap Þjóðverja gegn Norðmönnum í gær var það ljóst að Þjóðverjar leika um 11. sætið og er það slakasti árangur Þjóðverja á HM frá upphafi. 26.1.2011 16:15
Adrian Sutil, Paul di Resta og Nico Hülkenberg ráðnir ökumenn hjá Force India Force India liðið tilkynnti í dag að Þjjóðverjinn Adrian Sutil varður áfram hjá liðinu, fimmta árið í röð og Skotinn Paul di Resta hefur verið ráðinn við hlið hans sem ökumaður og Þjóðverjinn Nico Hülkenberg verður þróunar og varaökumaður liðsins. 26.1.2011 16:00
Sagna fékk heilahristing Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Bacary Sagna hafi fengið heilahristing í leiknum gegn Ipswich í gær. 26.1.2011 15:45
Framtíð Scholes í óvissu Paul Scholes er enn óviss um hvort að hann verði enn leikmaður hjá Manchester United á næstu leiktíð. 26.1.2011 14:45
Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta. 26.1.2011 14:15
Wolfsburg á eftir Jovanovic Þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg hefur lagt fram tilboð í serbneska framherjann Milan Jovanovic, leikmann Liverpool. 26.1.2011 13:30
Rafael missir af bikarleik United á laugardag Brasilíumaðurinn Rafael hlaut slæmt höfuðhögg í leik United og Blackpool í gær og mun missa af leik sinna manna gegn Southampton í ensku bikarkeppninni um helgina. 26.1.2011 12:45
Trifunovic hættur hjá Keflavík Stuðningsmenn Keflavíkur hafa fengið heldur slæmar fréttir því félagið hefur misst Serbann Lazar Trifunovic. 26.1.2011 12:15
Bestu tilþrifin úr leik Íslands og Frakklands - úr HM þætti Þorsteins J. Ísland tapaði gegn heims - Evrópu og Ólympíumeistaraliði Frakklands í lokaleiknum i milliriðli 1 á HM í handbolta í gærkvöld 34-28. Næsti leikur er á föstudag gegn Króatíu um fimmta sætið en besti árangur Íslands á HM er fimmta sætið í Japan árið 1997. Í HM þætti þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport var þessi klippa sýnd úr leiknum og tónlistarkryddið kemur frá Írlandi. 26.1.2011 11:45
Guðlaugur á leið til Hibernian Vefmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því í dag að U-21 landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson sé á leið til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hibernian. 26.1.2011 11:38
Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. 26.1.2011 11:24
Samantekt úr HM þætti Þorsteins J. – „Þjóðin var lauflétt árið 1997“ Að venju var farið ítarlega yfir gang mála á heimsmeistaramótinu í handbolta í HM þættinum Þorsteinn J. & gestir á Stöð 2 sport í gær. Handboltasérfræðingar fóru yfir ýmis atriði í þættinum og bentu á ýmis atriði sem fóru úrskeiðis hjá Íslandi í milliriðlinum á HM. 26.1.2011 10:45
Ísland á möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. 26.1.2011 10:15
Eiður: Ég get farið frítt frá Stoke Eiður Smári Guðjohnsen segist vera reiðubúinn til að taka á sig launalækkun til að komast til Ajax í Hollandi. 26.1.2011 09:45
Danir þurfa að spila í Kristianstad Í fyrsta sinn á HM í Svíþjóð þarf danska landsliðið að spila annars staðar en í Malmö. Liðið leikur gegn Spáni í undanúrslitum keppninnar og fer sá leikur fram í Kristianstad. 26.1.2011 09:25
NBA í nótt: Enn tapar Cleveland Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95. 26.1.2011 09:00
Milliriðlamartröðin hélt áfram Strákarnir okkar töpuðu öllum sínum leikjum í milliriðli HM. Úrslitin voru þó okkur hagstæð í gær og Ísland spilar um fimmta sætið og er þar af leiðandi öruggt með sæti í umspili Ólympíuleikanna. 26.1.2011 06:00
Ólafur: Við vildum meira Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði. 25.1.2011 22:34
Sverre: Karakterinn er dottinn úr liðinu Sverre Andreas Jakobsson tók takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld en hann fékk að líta sína þriðju tveggja mínútna brottvísun snemma í síðari hálfleik. 25.1.2011 22:45
Ísland spilar á föstudagskvöldið í Malmö Ísland leikur við Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta en nú hefur það fengist staðfest að leikurinn fer fram í Malmö klukkan 19.30 á föstudagskvöldið. 25.1.2011 22:09
Guðmundur: „Það náðist stórkostlegur áfangi í dag“ „Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og varnarleikurinn skulum við segja að hann hafi verið í lagi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 34-28 tapið gegn Frökkum í kvöld. Guðmundur setti spurningamerki við dómgæsluna á mótinu. 25.1.2011 22:06
Cristiano Ronaldo: Ég er ekki öfundsjúkur út í Messi Cristiano Ronaldo portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid segist í viðtalið við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport að hann sé ekki öfundsjúkur út í besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi hjá Barcelona. 25.1.2011 23:45
Atletico hafnaði 52 milljón punda tilboði frá Chelsea Chelsea bauð 52 milljón pund í tvo leikmenn spænska liðsins Atletico Madrid, þá Sergio Aguero og Diego Godin en spænska félagið hafnaði því. Atletico hefur einnig hafnað 39 milljón punda tilboði Real Madrid í Sergio Aguero. 25.1.2011 23:15
Oddur: Var svolítið stressaður Akureyringurinn efnilegi Oddur Gretarsson lék sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Hann byrjaði HM-ferilinn ekki á neinum smá leik gegn heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. 25.1.2011 23:01
Matthías fékk sjö mínútur í tapi Colchester Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Colchester tapaði 0-2 á útivelli á móti toppliði Brighton í ensku C-deildinni í kvöld en Matthías er á láni frá FH. 25.1.2011 22:52
Guðjón Valur: „Óánægðir með að komast ekki í undanúrslit“ „Okkur fannst við skulda sjálfum okkur, íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum liðsins hér í Svíþjóð það að gefa allt í þetta sem við eigum. Því miður dugði það ekki til. Við erum orðnir frekar fáliðaðir og það er heldur erfitt gegn liði á borð við Frakka,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn gegn Frökkum. 25.1.2011 22:17
Thierry Omeyer: Þetta var gott veganesti fyrir undanúrslitin Thierry Omeyer, hinn frábæri markvörður Frakka, byrjaði leikinn á bekknum en kom svo inn í síðari hálfleik og varði oft skot Íslendinga í dauðafærum. 25.1.2011 22:12
Onesta: Hugsuðum einungis um að vinna Claude Onesta, þjálfari Frakka, var sáttur eftir öruggan sigur franska liðsins á því íslenska í Jönköping í kvöld. Með sigrinum tryggðu Frakkar sér efsta sæti milliriðilsins og munu mæta Svíum í undanúrslitum á föstudag. Hann blés á allt tal um að Frakkar hefðu hugsað um að þeir gætu valið sér mótherja í undanúrslitum, en um það hafði verið rætt þar sem leikur Dana og Svía lauk háfltíma áður en leik Frakka og Íslendinga lauk. 25.1.2011 22:08
Arsenal í úrslit deildabikarsins Arsenal komst í kvöld í úrslit ensku deildabikarkeppninnar eftir góðan 3-0 sigur á B-deildarliði Ipswich. 25.1.2011 21:49
Manchester United lenti 2-0 undir en vann 3-2 sigur á Blackpool Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk og súper-varmaðurinn Javier Hernandez það þriðja þegar Manchester United kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á móti Blackpool og vann 3-2 sigur á Bloomfield Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 25.1.2011 21:35
Strákarnir áttu aldrei séns gegn Frökkum Ísland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta sem lauk þar með, 34-28. 25.1.2011 21:18
Danir lögðu Svía og mæta Spánverjum Danir tryggðu sér efsta sætið í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með 27-24 sigri gegn Svíum. Staðan var 16-11 fyrir Dani í hálfleik og þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum á föstudaginn og Svíar mæta Frökkum. 25.1.2011 21:12
Manchester City lánar Adebayor til Real Madrid Manchester City og Real Madrid hafa náð samkomulagi um að spænska félagið fái framherjan Emmanuel Adebayor á láni út tímabilið. 25.1.2011 19:40
Akureyri og FH drógust saman í bikarnum Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili. 25.1.2011 19:15
Króatar unnu Pólverja og tryggðu sér leik á móti Íslandi Króatar tryggðu sér þriðja sætið í milliriðli 2 með því að vinna fjögurra marka sigur á Pólverjum í dag, 28-24 en bæði lið hefðu tryggt sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna með sigri. Króatar byrjuðu ekki vel en sigur liðsins var aldrei í hættu í seinni hálfleik. 25.1.2011 19:11
Ísland spilar um 5. sætið á HM - Spánverjar unnu Ungverja Það voru sannkölluð draumaúrslit fyrir okkur Íslendinga í okkar milliriðli í dag því Spánverjar voru að vinna sex marka sigur á Ungverjum, 30-24 en áður höfðu Norðmenn unnið Þjóðverja. Ísland spilar því um fimmta sætið við Króata á HM og er jafnframt öruggt með sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. 25.1.2011 19:01
Rambo skaut Þjóðverja í kaf Maðurinn með flottasta nafnið á HM, Christoffer Rambo, sló heldur betur í gegn í dag þegar hann skaut Þjóðverja á bólakaf í dag. 25.1.2011 17:59
Steinar Ege: Ætluðum að berjast fyrir hverjum sentimetra Norðmenn voru kátir eftir tíu marka stórsigur á Þjóðverjum á HM í handbolta. Norska liðið sýndi styrk sinn í leiknum, tryggði sér sæti í leiknum um níunda sætið og sá til þess að Ísland verður í átta efstu sætunum á mótinu. 25.1.2011 17:33
Andy Gray rekinn frá Sky Sports Andy Gray hefur verið rekinn frá Sky Sports en hann hefur verið aðalsérfræðingur stöðvarinnar á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í langan tíma. Gray er mjög þekktur meðal íslenska knattspyrnuáhugamanna og hefur komið hingað til lands í tengslum við starf sitt hjá Sky. 25.1.2011 17:06