Fleiri fréttir

Justin Henin er hætt í tennis

Justine Henin frá Belgíu er hætt í atvinnumennsku í tennis vegna meiðsla í olnboga en hin 28 ára gamla Henin hefur verið í fremstu röð í kvennaflokki undanfarin ár. Henin hefur áður tekið slíka ákvörðun en hún dróg sig í hlé frá atvinnumennsku árið 2008 og á þeim tíma var hún í efsta sæti heimslistans – og hafði sigrað á sjö stórmótum.

Pato tryggði AC Milan sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar

Alexandro Pato skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigri liðsins gegn Sampdoria á útivelli í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Pato tryggði Milan sæti í undanúrslitum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Guberti skoraði eina mark Sampdoria á 44. mínútu.

Marta til New York Flash

Besta knattspyrnukona heims, Marta frá Brasilíu, hefur ákveðið að ganga til liðs við New York Flash í bandarísku atvinnumannadeildinni, WPS.

Njarðvíkingar styrkja sig í fallbaráttunni

Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn sem bætast í leikmannahóp úrvalsdeildarliðsins fyrir lokasprettinn í Iceland Express deildinni. Njarðvík er í næst neðsta sæti deildarinnar og í viðtali við Karfan.is segir Einar Árni Jóhannsson annar þjálfari liðsins að markmiðið sé að fara upp úr þeirri holu sem félagið sé í.

Þýskir fjölmiðlar gagnrýna Heiner Brand

Þýskir fjölmiðlar eru allt annað en ánægðir með gengi karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og gagnrýna þeir Heiner Brand þjálfara liðsins harðlega. Eftir stórtap Þjóðverja gegn Norðmönnum í gær var það ljóst að Þjóðverjar leika um 11. sætið og er það slakasti árangur Þjóðverja á HM frá upphafi.

Sagna fékk heilahristing

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Bacary Sagna hafi fengið heilahristing í leiknum gegn Ipswich í gær.

Framtíð Scholes í óvissu

Paul Scholes er enn óviss um hvort að hann verði enn leikmaður hjá Manchester United á næstu leiktíð.

Peja Stojakovic samdi við Dallas Mavericks

Dallas samdi í gær við Peja Stojakovic sem er þaulreyndur skotbakvörður en hann á fylla það skarð sem Caron Butler skilur eftir – en Butler er úr leik vegna meiðsla út tímabilið. Stojakovic, sem er Serbi, hefur komið víða við á ferlinum og skorað um 17 stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta.

Wolfsburg á eftir Jovanovic

Þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg hefur lagt fram tilboð í serbneska framherjann Milan Jovanovic, leikmann Liverpool.

Rafael missir af bikarleik United á laugardag

Brasilíumaðurinn Rafael hlaut slæmt höfuðhögg í leik United og Blackpool í gær og mun missa af leik sinna manna gegn Southampton í ensku bikarkeppninni um helgina.

Bestu tilþrifin úr leik Íslands og Frakklands - úr HM þætti Þorsteins J.

Ísland tapaði gegn heims - Evrópu og Ólympíumeistaraliði Frakklands í lokaleiknum i milliriðli 1 á HM í handbolta í gærkvöld 34-28. Næsti leikur er á föstudag gegn Króatíu um fimmta sætið en besti árangur Íslands á HM er fimmta sætið í Japan árið 1997. Í HM þætti þætti Þorsteins J. á Stöð 2 sport var þessi klippa sýnd úr leiknum og tónlistarkryddið kemur frá Írlandi.

Guðlaugur á leið til Hibernian

Vefmiðillinn Fótbolti.net greinir frá því í dag að U-21 landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson sé á leið til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hibernian.

Danir þurfa að spila í Kristianstad

Í fyrsta sinn á HM í Svíþjóð þarf danska landsliðið að spila annars staðar en í Malmö. Liðið leikur gegn Spáni í undanúrslitum keppninnar og fer sá leikur fram í Kristianstad.

NBA í nótt: Enn tapar Cleveland

Cleveland tapaði í nótt sínum átjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn fyrir Boston, 112-95.

Milliriðlamartröðin hélt áfram

Strákarnir okkar töpuðu öllum sínum leikjum í milliriðli HM. Úrslitin voru þó okkur hagstæð í gær og Ísland spilar um fimmta sætið og er þar af leiðandi öruggt með sæti í umspili Ólympíuleikanna.

Ólafur: Við vildum meira

Ólafur Stefánsson lék ekki með gegn Frökkum í kvöld en hann hefði þó getað spilað ef leikurinn hefði skipt meira máli en hann gerði.

Sverre: Karakterinn er dottinn úr liðinu

Sverre Andreas Jakobsson tók takmarkaðan þátt í leiknum í kvöld en hann fékk að líta sína þriðju tveggja mínútna brottvísun snemma í síðari hálfleik.

Ísland spilar á föstudagskvöldið í Malmö

Ísland leikur við Króatíu um fimmta sætið á HM í handbolta en nú hefur það fengist staðfest að leikurinn fer fram í Malmö klukkan 19.30 á föstudagskvöldið.

Guðmundur: „Það náðist stórkostlegur áfangi í dag“

„Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og varnarleikurinn skulum við segja að hann hafi verið í lagi,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir 34-28 tapið gegn Frökkum í kvöld. Guðmundur setti spurningamerki við dómgæsluna á mótinu.

Cristiano Ronaldo: Ég er ekki öfundsjúkur út í Messi

Cristiano Ronaldo portúgalski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid segist í viðtalið við ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport að hann sé ekki öfundsjúkur út í besta knattspyrnumann heims, Lionel Messi hjá Barcelona.

Atletico hafnaði 52 milljón punda tilboði frá Chelsea

Chelsea bauð 52 milljón pund í tvo leikmenn spænska liðsins Atletico Madrid, þá Sergio Aguero og Diego Godin en spænska félagið hafnaði því. Atletico hefur einnig hafnað 39 milljón punda tilboði Real Madrid í Sergio Aguero.

Oddur: Var svolítið stressaður

Akureyringurinn efnilegi Oddur Gretarsson lék sinn fyrsta leik á HM í kvöld. Hann byrjaði HM-ferilinn ekki á neinum smá leik gegn heims, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Matthías fékk sjö mínútur í tapi Colchester

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar Colchester tapaði 0-2 á útivelli á móti toppliði Brighton í ensku C-deildinni í kvöld en Matthías er á láni frá FH.

Guðjón Valur: „Óánægðir með að komast ekki í undanúrslit“

„Okkur fannst við skulda sjálfum okkur, íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum liðsins hér í Svíþjóð það að gefa allt í þetta sem við eigum. Því miður dugði það ekki til. Við erum orðnir frekar fáliðaðir og það er heldur erfitt gegn liði á borð við Frakka,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport eftir leikinn gegn Frökkum.

Onesta: Hugsuðum einungis um að vinna

Claude Onesta, þjálfari Frakka, var sáttur eftir öruggan sigur franska liðsins á því íslenska í Jönköping í kvöld. Með sigrinum tryggðu Frakkar sér efsta sæti milliriðilsins og munu mæta Svíum í undanúrslitum á föstudag. Hann blés á allt tal um að Frakkar hefðu hugsað um að þeir gætu valið sér mótherja í undanúrslitum, en um það hafði verið rætt þar sem leikur Dana og Svía lauk háfltíma áður en leik Frakka og Íslendinga lauk.

Manchester United lenti 2-0 undir en vann 3-2 sigur á Blackpool

Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk og súper-varmaðurinn Javier Hernandez það þriðja þegar Manchester United kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á móti Blackpool og vann 3-2 sigur á Bloomfield Road í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Danir lögðu Svía og mæta Spánverjum

Danir tryggðu sér efsta sætið í milliriðli 2 á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld með 27-24 sigri gegn Svíum. Staðan var 16-11 fyrir Dani í hálfleik og þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum á föstudaginn og Svíar mæta Frökkum.

Akureyri og FH drógust saman í bikarnum

Það var dregið í undanúrslit Eimskipsbikars karla og kvenna í þættinum hjá Þorsteini J. á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem stórleikurinn er á milli Akureyringa og FH-inga sem þegar eru búin að leika einn úrslitaleik á þessu tímabili.

Króatar unnu Pólverja og tryggðu sér leik á móti Íslandi

Króatar tryggðu sér þriðja sætið í milliriðli 2 með því að vinna fjögurra marka sigur á Pólverjum í dag, 28-24 en bæði lið hefðu tryggt sig inn í forkeppni Ólympíuleikanna með sigri. Króatar byrjuðu ekki vel en sigur liðsins var aldrei í hættu í seinni hálfleik.

Ísland spilar um 5. sætið á HM - Spánverjar unnu Ungverja

Það voru sannkölluð draumaúrslit fyrir okkur Íslendinga í okkar milliriðli í dag því Spánverjar voru að vinna sex marka sigur á Ungverjum, 30-24 en áður höfðu Norðmenn unnið Þjóðverja. Ísland spilar því um fimmta sætið við Króata á HM og er jafnframt öruggt með sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.

Rambo skaut Þjóðverja í kaf

Maðurinn með flottasta nafnið á HM, Christoffer Rambo, sló heldur betur í gegn í dag þegar hann skaut Þjóðverja á bólakaf í dag.

Steinar Ege: Ætluðum að berjast fyrir hverjum sentimetra

Norðmenn voru kátir eftir tíu marka stórsigur á Þjóðverjum á HM í handbolta. Norska liðið sýndi styrk sinn í leiknum, tryggði sér sæti í leiknum um níunda sætið og sá til þess að Ísland verður í átta efstu sætunum á mótinu.

Andy Gray rekinn frá Sky Sports

Andy Gray hefur verið rekinn frá Sky Sports en hann hefur verið aðalsérfræðingur stöðvarinnar á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í langan tíma. Gray er mjög þekktur meðal íslenska knattspyrnuáhugamanna og hefur komið hingað til lands í tengslum við starf sitt hjá Sky.

Sjá næstu 50 fréttir