Handbolti

Steinar Ege: Ætluðum að berjast fyrir hverjum sentimetra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðmenn fagna sigrinum í leikslok.
Norðmenn fagna sigrinum í leikslok. Mynd/Valli
Norðmenn voru kátir eftir tíu marka stórsigur á Þjóðverjum á HM í handbolta. Norska liðið sýndi styrk sinn í leiknum, tryggði sér sæti í leiknum um níunda sætið og sá til þess að Ísland verður í átta efstu sætunum á mótinu.

„Þetta var flottur leikur hjá okkur. Við ætluðum okkur að berjast fyrir hverjum sentimetra og það skilaði sér í dag," sagði Steinar Ege, markvörður norska liðsins í sjónvarpsviðtali hjá TV 2 eftir leikinn. Ege fór á kostum í markinu og varði 21 skot en um tíma fundu Þjóðverjar enga leið framhjá þessum 38 ára gamla markverði.

Håvard Tvedten skoraði átta mörk í leiknum og hann var líka ánægður í leikslok. „Við héldum áfram og í dag vorum við frábærir í 60 mínútur. Þeir reyndu allt á móti okkur en það stoppaði okkur ekkert," sagði Tvedten.

„Ég er mjög ánægður enda var það margt sem gekk vel í dag. Við spiluðum frábær vörn, Steinar Ege var aftur í stuði og við spiluðum vel í sókninni," sagði Robert Hedin, þjálfari Norðmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×