Fleiri fréttir

Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton

Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum.

Hamilton rétt á undan á Vettel

Titilslagurinn í Formúlu 1 verður í algleymingi í dag, þegar ökumenn takast á í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu. Keppendur óku á lokaæfingu keppnisliða í morgun og náði Lewis Hamiltonm á McLaren besta tíma, en varð aðeins 47/1000 á undan Sebastian Vettel á Red Bull.

Given fékk ekki að fara frá Man. City

Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja.

Rodwell verður frá fram að jólum

Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa.

Alexander í stuði

Alexander Petersson byrjar feril sinn hjá Füchse Berlin afar vel en hann skoraði 6 mörk fyrir liðið í kvöld er það lagði Rheinland, 24-19.

Brady orðinn launahæstur í NFL-deildinni

Leikstjórnandi New England Patriots, Tom Brady, er búinn að samþykkja nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni NFL-deildarinnar.

Hodgson þolir ekki lygasögur umboðsmanna

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er mjög reiður út í umboðsmann Hollendingsins Rafael van der Vaart en hann segir umbann hafa logið til um áhuga Liverpool á leikmanninum.

Ræði aldrei einkalíf leikmanna

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var fljótur að þagga niður í þeim blaðamönnum sem vildu spyrja hann út í einkalíf Wayne Rooney í dag.

Houllier ekki viss um hvenær hann tekur við Aston Villa liðinu

Gerard Houllier er ekki viss um hvenær hann sest í stjórastólinn hjá Aston Villa þótt að hann sé búinn að gera þriggja ára samning við félagið. Franska knattspyrnusambandið á enn eftir að losa hann undan samningi sínum þar sem hann hefur gengt stöðu tæknilegs ráðgjafa.

Ronaldo verður með Real Madrid um helgina

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er klár í slaginn með Real Madrid um helgina en hann hefur verið frá síðan í loka ágúst vegna ökklameiðsla.

Roque Santa Cruz kemst ekki í Evrópulið Manchester City

Það er hörð samkeppnin í liði Manchester City eftir að hver stórstjarnan á fætur annarri hefur verið keypt til liðsins. Roque Santa Cruz hefur fengið að kynnast því þar sem að hann kemst ekki í 25 manna hóp liðsins fyrir keppni í Evrópudeildinni.

Handboltaveisla í Höllinni á Akureyri í dag og á morgun

Eitt af sterkustu æfingamótum haustsins í handboltanum verður á Akureyri um helgina. Norðlenska er bakhjarl mótsins sem nefnist fyrir vikið Opna Norðlenska en mörg bestu liðanna hafa ákveðið að keppa frekar á þessu móti en Opna Reykjavíkurmótinu sem fram fer sömu helgi.

Bobby Zamora búinn að gera samning við Fulham til 2014

Bobby Zamora, framherji Fulham, er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Zamora fór á kostum með Fulham á síðasta tímabil þar sem hann skoraði 19 mörk og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ná tólfta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall

Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.

Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband

Karla- og kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildunum hafa komist að samkomulagi við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með þeim á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en bæði liðin er nú stödd í æfingaferð í Danmörku.

Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði

Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði.

Vala heiðursgestur á Bronsleikum ÍR - vann brons í Sydney fyrir 10 árum

ÍR-ingar ætla að minnast þess að 16. september næstkomandi verða liðin tíu ár frá því að Vala Flosadóttir stóð á verðlaunapalli Ól í Sydney árið 2000. ÍR-ingar munu minnast þessa afreks Völu með því að halda barnamót í frjálsíþróttum í Laugardalshöll sem þeir ætla að kalla Bronsleika

Bjarni Þór: Ég held að Skotarnir henti okkur bara mjög vel

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins var sáttur með dráttinn í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins en íslenska liðið mætir þar Skotum í tveimur leikjum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Sigrún kölluð perla síns liðs í Frakklandi

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir byrjar mjög vel með Olympique Sannois Saint-Gratien í frönsku NF2-deildinni. Sigrún komst á síður frönsku blaðanna á dögunum þar sem henni var hrósað fyrir framgöngu sína á undirbúningstímabilinu þar sem liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Strákarnir mæta Skotum í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.

Button rétt á undan Vettel á Monza

Heimsmeistarainn Jenson Button á McLaren Mercedes var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð á undan Sebastian Vettel, en Lewis Hamilton varð þriðj

Neville: Ber virðingu fyrir Liverpool en virðir aldrei City

Það þekkja allir sem fylgjast með enska boltanum hatur Gary Neville á Liverpool. Nú hefur þessi reynslubolti í liði Manchester United ýtt undir nágrannaerjurnar við Manchester City með því að segjast aldrei geta borið virðingu fyrir hinu Manchester-liðinu ekki frekar en öðrum félögum sem nota peninga til að búa til skyndi-árangur.

Breyttir tímar í argentínskum körfubolta - Litháen í undanúrslit

Litháen komst í undanúrslit á HM í körfubolta í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar með því að vinna 104-85 sigur á Argentínu í átta liða úrslitum á HM í Tyrklandi í gær. Litháen hefur keppt undir sínu nafni frá og með 1994-keppninni og hafði best náð 7. sæti.

Búið að velja golflandsliðin fyrir HM

Ragnar Ólafsson, landsliðseinvaldur í golfi, tilkynnti í dag hvaða kylfingar munu leika á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Argentínu í lok október.

Redknapp vill fá Englending sem landsliðsþjálfara

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hefur áður lýst yfir áhuga sínum á því að taka við enska landsliðinu. Hann hefur nú gert það aftur og viðurkennt að það yrði erfitt að segja nei ef kallið kæmi eftir EM 2012.

Bannið hans Evra stendur

Bakvörðurinn Patrice Evra, sem var fyrirliði franska landsliðsins á HM, var ekki sáttur við fimm leikja bannið sem franska knattspyrnusambandið setti hann í eftir HM.

Queiroz rekinn frá Portúgal

Landslið Portúgals mun mæta til leiks á Laugardalsvöllinn í byrjun október með nýjan þjálfara en landsliðsþjálfarinn Carlos Queiroz var rekinn í dag.

Parker framlengdi við West Ham

Scott Parker er svo sannarlega ekki á förum frá West Ham eins og stuðningsmenn félagsins óttuðust heldur er hann búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Rúnar á förum frá Berlin

Örvhenta skyttan Rúnar Kárason mun yfirgefa herbúðir þýska úrvalsdeildarliðsins Füchse Berlin um helgina.

Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu

Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

LeBron James breytir öllu hjá sér - meira segja eiginhandarárituninni

LeBron James skipti eins og öllum er kunnugt um lið í NBA-deildinni í sumar þegar hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við Cleveland Cavaliers en samdi þess í stað við Miami Heat. Það líta margir svo á að með þessu hafi hann snúið NBA-deildinni á hvolf.

Alonso má ekki við vandræðum

Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum.

Sjá næstu 50 fréttir