Fleiri fréttir Karatemenn í stuði í Svíþjóð Íslenska landsliðið í karate gerði góða ferð á Malmö Open á laugardaginn og vann til fjölda verðlauna en um firnasterkt mót var að ræða. Tvö gull unnust þegar Arnór Ingi Sigurðsson vann í Kumite Seniora -75kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir vann í Kata Junior. Að auki unnust fimm silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun í ferðinni til Malmö. 29.3.2010 17:00 Stefán Gíslason á leið til Noregs? Stefán Gíslason gæti verið á leiðinni frá Bröndby í Danmörku til Viking Stavanger í Noregi. Stefán er ekki í framtíðarplönum hjá danska liðinu þrátt fyrir þjálfaraskipti. 29.3.2010 16:30 Ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðsmenn - Veigar Páll meiddist illa Veigar Páll Gunnarsson lent í slæmri tæklingu í leik með Stabæk um helgina og nú er óttast að hann gæti verið frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. Veigar Páll er annar landsliðsmaðurinn sem meiddist illa um helgina því Hermann Hreiðarsson sleit hásin í leik með Portsmouth á laugardaginn. 29.3.2010 16:00 Teitur á enn eftir að vinna þjálfarasigur á Suðurnesnum Teitur Örlygsson þarf að brjóta blað á þjálfaraferli sínum í Garðabæ ætli hann að koma í veg fyrir að lærisveinar hans í Stjörnunni séu á leið í sumarfrí eftir kvöldið í kvöld. Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29.3.2010 15:30 Keane óttast ekki að verða rekinn Roy Keane, stjóri Ipswich Town, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að félagið sé við það að reka hann sem knattspyrnustjóra félagsins. 29.3.2010 15:00 Er stjórnunarstíll Real Madrid rugl? Er stöðugleiki lykillinn að velgengni? Ekki alltaf. Margir hafa gagnrýnt Galactico stefnu Real Madrid og hörku forráðamanna félagsins sem heimta árangur. Ef hann næst ekki, ertu rekinn. 29.3.2010 14:30 Engin örvænting þrátt fyrir áföll Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. 29.3.2010 14:03 Gazza keyrði drukkinn og próflaus Búið er að gefa út ákæru á hendur Paul Gascoigne fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Gazza var handtekinn í síðasta mánuði. 29.3.2010 14:00 Grátlega léleg stemning hjá FCK Magnus Andersson, þjálfari handboltaliðs FCK, var hneykslaður yfir því hversu fáir áhorfendur mættu til þess að styðja liðið gegn Kiel í Meistaradeildinni í gær. 29.3.2010 13:30 Fær Rooney boltann í þetta skiptið ef hann skorar þrennu? Wayne Rooney verður í eldlínunni gegn Bayern Munchen á morgun í Meistaradeild Evrópu. Leikinn dæmir belgíski dómarinn Frank de Bleeckere en þeir tveir eiga sér skemmtilega forsögu. 29.3.2010 13:00 Marcus Ahlm framlengdi við Kiel Marcus Ahlm verður áfram hjá Kiel en fyrirliði félagsins framlengdi samning sinn í gær. Þessi magnaði Svíi er nú samningsbundinn félaginu til 2012. 29.3.2010 12:30 Fabregas tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu eflaust innst inni þegar fréttist af því að Andrés Iniesta verður ekki með Barcelona í leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Þeir fengu þó slæm tíðindi í dag þar sem sjálfur Cesc Fabregas er tæpur fyrir leikinn. 29.3.2010 12:00 Stuðningsmenn gætu fengið forkaupsrétt á félögum á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi skoðar nú að setja á lög sem snúa að eignarhaldi knattspyrnufélaga þar í landi. Gangi þau alla leið í gegn þýðir það að ef knattspyrnufélag er sett á sölulista eiga stuðningsmenn félagsins alltaf fyrsta rétt á að kaupa félagið. 29.3.2010 11:30 Haukar einum sigri frá efstu deild Haukar úr Hafnarfirði eru aðeins einum sigri frá því að komast upp í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Haukar lögðu Val örugglega í fyrsta leik liðanna um sæti í deildinni í gær, 88-69. 29.3.2010 11:00 Hermann í tárum - Ferillinn í hættu? Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. 29.3.2010 10:30 Zola á Sardiniu: Ég ætla að halda áfram Gianfranco Zola er efstur meðal veðbanka yfir þá stjóra sem verða reknir í ensku úrvalsdeildinni. Nú segja heimildir Soccernet að Zola ætli sér ekki að hætta með West Ham heldur berjast áfram á grafarbakkanum. 29.3.2010 10:00 Torres: Þurfum sex sigra til að ná 4. sæti Sex leikir eftir af deildinni og við þurfum að vinna þá alla. Þetta segir spænski markvarðarhrellirinn Fernando Torres hjá Liverpool. Markmið félagsins í dag er að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem væri í raun merkilega góður árangur miðað við arfaslakt tímabil. 29.3.2010 09:30 NBA: Boston flengt - LeBron allt í öllu hjá Cavs Boston Celtics fékk stóran skell á heimavelli sínum í NBA-deildinni í nótt þegar San Antonio Spurs kom í heimsókn. Manu Ginobili var frábær í liði gestanna og var stigahæstur með 28 stig í 73-94 sigri Spurs. 29.3.2010 09:00 Íslandsmótið í fimleikum - myndir Þau voru mörg glæsitilþrifin sem litu dagsins ljós í íþróttahúsi Ármanns um helgina er Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram. 29.3.2010 08:00 KR í undanúrslit - myndir KR varð í gær fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla er liðið skellti ÍR öðru sinni og núna í Seljaskóla. 29.3.2010 07:30 Íslandsmótið í badminton - myndir Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason urðu öll tvöfaldir meistarar þegar Íslandsmótið í badminton fór fram. 29.3.2010 07:00 Rafa Benítez: Bæði mörkin frá Torres voru góð Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, gat ekki annað en glaðst yfir frammistöðu síns liðs gegn Sunderland. Liverpool vann 3-0 sigur og sýndi sóknartilþrif sem hafa ekki sést frá liðinu allt tímabilið. 28.3.2010 23:45 Sven-Göran tekur við Fílabeinsströndinni Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur verið ráðinn þjálfari Fílabeinsstrandarinnar og stýrir liðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku í sumar. 28.3.2010 23:36 Öruggt hjá FH gegn Selfossi Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á nýliðunum frá Selfossi í Kórnum í kvöld. FH-ingar eru enn taplausir í Lengjubikarnum. 28.3.2010 23:00 AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Lazio Enn einu sinni mistókst AC Milan að nýta sér að erkifjendurnir í Inter tapa stigum í ítalska boltanum. AC Milan náði aðeins jafntefli við Lazio á heimavelli en Lazio er rétt fyrir ofan fallsæti. 28.3.2010 22:00 Real vann Atletico - Áfram hnífjafnt á toppnum Real Madrid og Barcelona eru áfram hnífjöfn á toppi spænsku deildarinnar, bæði með 74 stig. Real Madrid vann í kvöld 3-2 sigur gegn grönnunum í Atletico Madrid. 28.3.2010 21:06 Stólarnir brotnuðu ekki gegn Keflavík Tindastóll gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér oddaleik gegn Keflavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. 28.3.2010 21:04 Laws: Hallaði á okkur í dómgæslunni - myndband Brian Laws, knattspyrnustjóri Burnley, ásakar Martin Olsson um leikaraskap þegar hann krækti í vítaspyrnu fyrir Blackburn í dag. Blackburn skoraði úr vítinu og vann 1-0. 28.3.2010 20:15 Fannar: Höfum meiri breidd en ÍR KR vann öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld 103-81. Vesturbæjarliðið er því komið áfram í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar. 28.3.2010 19:03 Páll: Bara spurning um hversu stór sigurinn yrði „Við settum okkur það markmið að vera búnir að klára þetta í tveimur leikjum," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, eftir að hans menn tryggðu sér inn í undanúrslitin með öruggum sigri á ÍR í Seljaskóla. 28.3.2010 18:56 Umfjöllun: KR-ingar fyrstir í undanúrslitin Íslandsmeistarar KR urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins með öruggum sigri á ÍR, 81-103, í Seljaskóla. 28.3.2010 18:44 Eitt af mörkum ársins hjá Torres - myndband Fernando Torres skoraði sannkallað draumamark gegn Sunderland í dag. Hann var annars sjóðheitur í leiknum og skoraði tvö af þremur mörkum Liverpool gegn Sunderland. 28.3.2010 18:09 Iniesta ekki með gegn Arsenal Andres Iniesta getur ekki leikið með Barcelona gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hann meiddist í sigurleik Börsunga gegn Mallorka í gær. 28.3.2010 18:00 Tap hjá Þóri en sigur hjá Hannesi og félögum Hannover Burgdorf, sem Aron Kristjánsson tekur við í sumar, vann mikilvægan sigur á Dusseldorf í dag, 28-26. Hannover fjarlægist því fallið en tapið færir Dusseldorf skrefi nær fallinu. 28.3.2010 17:42 Ragna og Helgi líka meistarar í tvíliðaleik Íslandsmeistararnir í einliðaleik í badminton, Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson, urðu einnig meistarar í í tvíliðaleik. 28.3.2010 17:02 Torres sá um Sunderland Liverpool komst í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum 3-0 sigri á Sunderland. Fernando Torres skorað tvö af mörkum Liverpool. 28.3.2010 16:51 Fínir sigrar hjá Fuchse Berlin og Grosswallstadt Tveir leikir eru búnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag og Íslendingalið fóru með sigur af hólmi í báðum leikjum. 28.3.2010 16:35 Róbert með stórleik í Evrópukeppninni Gummersbach er í góðri stöðu í Evrópukeppni bikarhafa eftir frábæran fimm marka sigur, 27-32, á útivelli gegn danska liðinu Team Tvis Holstebro. 28.3.2010 15:55 Auðvelt hjá Rögnu gegn Tinnu Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna í dag með auðveldum 2-0 sigri á Tinnu Helgadóttur. 28.3.2010 15:34 Kiel marði FCK í Meistaradeildinni Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru góða ferð til Kaupmannahafnar í dag þar sem liðið lagði FCK af velli, 31-33. 28.3.2010 15:17 Badminton: Helgi varði titilinn Helgi Jóhannesson vann áðan Kára Gunnarsson í úrslitaleiknum í einliðaleik karla á Íslandsmótinu í badminton. Helga tókst því að verja titil sinn. 28.3.2010 15:11 Arnar Gunnlaugsson með tvö mörk fyrir austan Haukar gerðu góða ferð í Fjarðabyggðarhöllina og unnu 4-1 sigur á heimamönnum. Haukar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni á komandi tímabili. 28.3.2010 15:00 Button sæll með McLaren sigur Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum. 28.3.2010 14:09 Var skallaður og fékk rautt - myndband Það hefur lengi verið hart barist í viðureignum St. Pauli og Hansa Rostock í þýska boltanum. Liðin mættust í dag í þýsku B-deildinni. 28.3.2010 14:00 Burnley á hraðferð niður - Tap á heimavelli fyrir Blackburn Falldraugurinn virðist hafa hreiðrað vel um sig á Turf Moor. Burnley tapaði 0-1 fyrir Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er í 19. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hull og West Ham. 28.3.2010 12:53 Sjá næstu 50 fréttir
Karatemenn í stuði í Svíþjóð Íslenska landsliðið í karate gerði góða ferð á Malmö Open á laugardaginn og vann til fjölda verðlauna en um firnasterkt mót var að ræða. Tvö gull unnust þegar Arnór Ingi Sigurðsson vann í Kumite Seniora -75kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir vann í Kata Junior. Að auki unnust fimm silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun í ferðinni til Malmö. 29.3.2010 17:00
Stefán Gíslason á leið til Noregs? Stefán Gíslason gæti verið á leiðinni frá Bröndby í Danmörku til Viking Stavanger í Noregi. Stefán er ekki í framtíðarplönum hjá danska liðinu þrátt fyrir þjálfaraskipti. 29.3.2010 16:30
Ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðsmenn - Veigar Páll meiddist illa Veigar Páll Gunnarsson lent í slæmri tæklingu í leik með Stabæk um helgina og nú er óttast að hann gæti verið frá keppni í að minnsta kosti fjórar til sex vikur. Veigar Páll er annar landsliðsmaðurinn sem meiddist illa um helgina því Hermann Hreiðarsson sleit hásin í leik með Portsmouth á laugardaginn. 29.3.2010 16:00
Teitur á enn eftir að vinna þjálfarasigur á Suðurnesnum Teitur Örlygsson þarf að brjóta blað á þjálfaraferli sínum í Garðabæ ætli hann að koma í veg fyrir að lærisveinar hans í Stjörnunni séu á leið í sumarfrí eftir kvöldið í kvöld. Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29.3.2010 15:30
Keane óttast ekki að verða rekinn Roy Keane, stjóri Ipswich Town, segir ekkert vera hæft í þeim sögusögnum að félagið sé við það að reka hann sem knattspyrnustjóra félagsins. 29.3.2010 15:00
Er stjórnunarstíll Real Madrid rugl? Er stöðugleiki lykillinn að velgengni? Ekki alltaf. Margir hafa gagnrýnt Galactico stefnu Real Madrid og hörku forráðamanna félagsins sem heimta árangur. Ef hann næst ekki, ertu rekinn. 29.3.2010 14:30
Engin örvænting þrátt fyrir áföll Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. 29.3.2010 14:03
Gazza keyrði drukkinn og próflaus Búið er að gefa út ákæru á hendur Paul Gascoigne fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Gazza var handtekinn í síðasta mánuði. 29.3.2010 14:00
Grátlega léleg stemning hjá FCK Magnus Andersson, þjálfari handboltaliðs FCK, var hneykslaður yfir því hversu fáir áhorfendur mættu til þess að styðja liðið gegn Kiel í Meistaradeildinni í gær. 29.3.2010 13:30
Fær Rooney boltann í þetta skiptið ef hann skorar þrennu? Wayne Rooney verður í eldlínunni gegn Bayern Munchen á morgun í Meistaradeild Evrópu. Leikinn dæmir belgíski dómarinn Frank de Bleeckere en þeir tveir eiga sér skemmtilega forsögu. 29.3.2010 13:00
Marcus Ahlm framlengdi við Kiel Marcus Ahlm verður áfram hjá Kiel en fyrirliði félagsins framlengdi samning sinn í gær. Þessi magnaði Svíi er nú samningsbundinn félaginu til 2012. 29.3.2010 12:30
Fabregas tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu eflaust innst inni þegar fréttist af því að Andrés Iniesta verður ekki með Barcelona í leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Þeir fengu þó slæm tíðindi í dag þar sem sjálfur Cesc Fabregas er tæpur fyrir leikinn. 29.3.2010 12:00
Stuðningsmenn gætu fengið forkaupsrétt á félögum á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi skoðar nú að setja á lög sem snúa að eignarhaldi knattspyrnufélaga þar í landi. Gangi þau alla leið í gegn þýðir það að ef knattspyrnufélag er sett á sölulista eiga stuðningsmenn félagsins alltaf fyrsta rétt á að kaupa félagið. 29.3.2010 11:30
Haukar einum sigri frá efstu deild Haukar úr Hafnarfirði eru aðeins einum sigri frá því að komast upp í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Haukar lögðu Val örugglega í fyrsta leik liðanna um sæti í deildinni í gær, 88-69. 29.3.2010 11:00
Hermann í tárum - Ferillinn í hættu? Óvíst er hver næstu skref Hermanns Hreiðarssonar verða. Landsliðsfyrirliðinn meiddist illa um helgina og var borinn af velli með súrefnisgrímu í tapinu gegn Tottenham. Harðjaxlinn kallar ekki allt ömmu sína, sem væri enda óeðlilegt, en Harry Redknapp góðvinur Hermanns segist hafa séð hann gráta eftir leikinn. 29.3.2010 10:30
Zola á Sardiniu: Ég ætla að halda áfram Gianfranco Zola er efstur meðal veðbanka yfir þá stjóra sem verða reknir í ensku úrvalsdeildinni. Nú segja heimildir Soccernet að Zola ætli sér ekki að hætta með West Ham heldur berjast áfram á grafarbakkanum. 29.3.2010 10:00
Torres: Þurfum sex sigra til að ná 4. sæti Sex leikir eftir af deildinni og við þurfum að vinna þá alla. Þetta segir spænski markvarðarhrellirinn Fernando Torres hjá Liverpool. Markmið félagsins í dag er að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem væri í raun merkilega góður árangur miðað við arfaslakt tímabil. 29.3.2010 09:30
NBA: Boston flengt - LeBron allt í öllu hjá Cavs Boston Celtics fékk stóran skell á heimavelli sínum í NBA-deildinni í nótt þegar San Antonio Spurs kom í heimsókn. Manu Ginobili var frábær í liði gestanna og var stigahæstur með 28 stig í 73-94 sigri Spurs. 29.3.2010 09:00
Íslandsmótið í fimleikum - myndir Þau voru mörg glæsitilþrifin sem litu dagsins ljós í íþróttahúsi Ármanns um helgina er Íslandsmótið í áhaldafimleikum fór fram. 29.3.2010 08:00
KR í undanúrslit - myndir KR varð í gær fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla er liðið skellti ÍR öðru sinni og núna í Seljaskóla. 29.3.2010 07:30
Íslandsmótið í badminton - myndir Ragna Ingólfsdóttir, Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason urðu öll tvöfaldir meistarar þegar Íslandsmótið í badminton fór fram. 29.3.2010 07:00
Rafa Benítez: Bæði mörkin frá Torres voru góð Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, gat ekki annað en glaðst yfir frammistöðu síns liðs gegn Sunderland. Liverpool vann 3-0 sigur og sýndi sóknartilþrif sem hafa ekki sést frá liðinu allt tímabilið. 28.3.2010 23:45
Sven-Göran tekur við Fílabeinsströndinni Svíinn Sven-Göran Eriksson hefur verið ráðinn þjálfari Fílabeinsstrandarinnar og stýrir liðinu á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku í sumar. 28.3.2010 23:36
Öruggt hjá FH gegn Selfossi Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á nýliðunum frá Selfossi í Kórnum í kvöld. FH-ingar eru enn taplausir í Lengjubikarnum. 28.3.2010 23:00
AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Lazio Enn einu sinni mistókst AC Milan að nýta sér að erkifjendurnir í Inter tapa stigum í ítalska boltanum. AC Milan náði aðeins jafntefli við Lazio á heimavelli en Lazio er rétt fyrir ofan fallsæti. 28.3.2010 22:00
Real vann Atletico - Áfram hnífjafnt á toppnum Real Madrid og Barcelona eru áfram hnífjöfn á toppi spænsku deildarinnar, bæði með 74 stig. Real Madrid vann í kvöld 3-2 sigur gegn grönnunum í Atletico Madrid. 28.3.2010 21:06
Stólarnir brotnuðu ekki gegn Keflavík Tindastóll gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér oddaleik gegn Keflavík í átta liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. 28.3.2010 21:04
Laws: Hallaði á okkur í dómgæslunni - myndband Brian Laws, knattspyrnustjóri Burnley, ásakar Martin Olsson um leikaraskap þegar hann krækti í vítaspyrnu fyrir Blackburn í dag. Blackburn skoraði úr vítinu og vann 1-0. 28.3.2010 20:15
Fannar: Höfum meiri breidd en ÍR KR vann öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld 103-81. Vesturbæjarliðið er því komið áfram í undanúrslit Iceland Express-deildarinnar. 28.3.2010 19:03
Páll: Bara spurning um hversu stór sigurinn yrði „Við settum okkur það markmið að vera búnir að klára þetta í tveimur leikjum," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, eftir að hans menn tryggðu sér inn í undanúrslitin með öruggum sigri á ÍR í Seljaskóla. 28.3.2010 18:56
Umfjöllun: KR-ingar fyrstir í undanúrslitin Íslandsmeistarar KR urðu í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins með öruggum sigri á ÍR, 81-103, í Seljaskóla. 28.3.2010 18:44
Eitt af mörkum ársins hjá Torres - myndband Fernando Torres skoraði sannkallað draumamark gegn Sunderland í dag. Hann var annars sjóðheitur í leiknum og skoraði tvö af þremur mörkum Liverpool gegn Sunderland. 28.3.2010 18:09
Iniesta ekki með gegn Arsenal Andres Iniesta getur ekki leikið með Barcelona gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag. Hann meiddist í sigurleik Börsunga gegn Mallorka í gær. 28.3.2010 18:00
Tap hjá Þóri en sigur hjá Hannesi og félögum Hannover Burgdorf, sem Aron Kristjánsson tekur við í sumar, vann mikilvægan sigur á Dusseldorf í dag, 28-26. Hannover fjarlægist því fallið en tapið færir Dusseldorf skrefi nær fallinu. 28.3.2010 17:42
Ragna og Helgi líka meistarar í tvíliðaleik Íslandsmeistararnir í einliðaleik í badminton, Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson, urðu einnig meistarar í í tvíliðaleik. 28.3.2010 17:02
Torres sá um Sunderland Liverpool komst í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum 3-0 sigri á Sunderland. Fernando Torres skorað tvö af mörkum Liverpool. 28.3.2010 16:51
Fínir sigrar hjá Fuchse Berlin og Grosswallstadt Tveir leikir eru búnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag og Íslendingalið fóru með sigur af hólmi í báðum leikjum. 28.3.2010 16:35
Róbert með stórleik í Evrópukeppninni Gummersbach er í góðri stöðu í Evrópukeppni bikarhafa eftir frábæran fimm marka sigur, 27-32, á útivelli gegn danska liðinu Team Tvis Holstebro. 28.3.2010 15:55
Auðvelt hjá Rögnu gegn Tinnu Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna í dag með auðveldum 2-0 sigri á Tinnu Helgadóttur. 28.3.2010 15:34
Kiel marði FCK í Meistaradeildinni Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru góða ferð til Kaupmannahafnar í dag þar sem liðið lagði FCK af velli, 31-33. 28.3.2010 15:17
Badminton: Helgi varði titilinn Helgi Jóhannesson vann áðan Kára Gunnarsson í úrslitaleiknum í einliðaleik karla á Íslandsmótinu í badminton. Helga tókst því að verja titil sinn. 28.3.2010 15:11
Arnar Gunnlaugsson með tvö mörk fyrir austan Haukar gerðu góða ferð í Fjarðabyggðarhöllina og unnu 4-1 sigur á heimamönnum. Haukar eru sem kunnugt er nýliðar í Pepsi-deildinni á komandi tímabili. 28.3.2010 15:00
Button sæll með McLaren sigur Bretinn Jenson Button var kampakátur með sigurinn í Formúlu 1 mótinu í Melbourne í dag. Hann fagnaði liðsmönnum sínum vel og kærustu sinni sem var á staðnum. 28.3.2010 14:09
Var skallaður og fékk rautt - myndband Það hefur lengi verið hart barist í viðureignum St. Pauli og Hansa Rostock í þýska boltanum. Liðin mættust í dag í þýsku B-deildinni. 28.3.2010 14:00
Burnley á hraðferð niður - Tap á heimavelli fyrir Blackburn Falldraugurinn virðist hafa hreiðrað vel um sig á Turf Moor. Burnley tapaði 0-1 fyrir Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er í 19. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Hull og West Ham. 28.3.2010 12:53