Handbolti

Tap hjá Þóri en sigur hjá Hannesi og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þórir skoraði eitt mark í dag.
Þórir skoraði eitt mark í dag.

Hannover Burgdorf, sem Aron Kristjánsson tekur við í sumar, vann mikilvægan sigur á Dusseldorf í dag, 28-26. Hannover fjarlægist því fallið en tapið færir Dusseldorf skrefi nær fallinu.

Hannes Jón Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Hannover í dag, þar af tvö úr vítum. Sturla Ásgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Hannover.

Þórir Ólafsson skoraði síðan eitt mark fyrir TuS N Lubbecke sem tapaði fyrir Magdeburg, 34-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×