Handbolti

Fínir sigrar hjá Fuchse Berlin og Grosswallstadt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi átti fínan leik í dag.
Gylfi átti fínan leik í dag.

Tveir leikir eru búnir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag og Íslendingalið fóru með sigur af hólmi í báðum leikjum.

Fuchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, lagði Wetzlar, 28-26, og er eftir leikinn í níunda sæti deildarinnar. Rúnar Kárason náði ekki að skora fyrir Berlin í dag.

Grosswallstadt vann síðan uppgjörið gegn Minden, 26-34

Einar Hólmgeirsson skoraði 2 mörk fyrir Grosswallstadt en Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað eins og svo oft áður.

Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað.

Grosswallstadt í sjöunda sæti deildarinnar en Minden er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×