Enski boltinn

Torres sá um Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markaskorararnir Torres og Johnson fagna í dag.
Markaskorararnir Torres og Johnson fagna í dag.

Liverpool komst í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með öruggum 3-0 sigri á Sunderland. Fernando Torres skorað tvö af mörkum Liverpool.

Fyrra mark Torres kom eftir aðeins þriggja mínútna leik. Hann fékk þá boltann á vinstri vængnum, lék inn í teig og átti stórkostlegt skot sem hafnaði efst upp í markhorninu fjær. Magnað mark og eitt af mörkum ársins án vafa.

Glen Johnson bætti öðru marki við fyrir Liverpool á 32. mínútu. Laglegt skot sem fór reyndar í varnarmann og í netið.

Torres kláraði svo leikinn hálftíma fyrir leikslok er hann skoraði smekklegt mark af stuttu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×