Enski boltinn

Wenger: Þeir lágu í vörn

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger var svekktur eftir að hans menn í Arsenal máttu sætta sig við 1-1 jafntefli við Sunderland á útivelli í dag.

Sunderland komst reyndar yfir í leiknum með frábæru marki varamannsins Grant Leadbitter, en Cesc Fabregas bjargaði Arsenal með skallamarki í uppbótartíma.

Wenger sagði lærisveina Roy Keane hafa legið í vörn frá fyrstu mínútu.

"Þetta var svekkjandi því Sunderland sótti ekki í leiknum. Þeir voru sáttir við 0-0 jafntefli og reyndu ekki að spila. Þeir vörðust reyndar mjög vel, en við fengum mark dæmt af okkur. Ég átti von á meiri sóknarleik frá Sunderland í dag. Mínir menn sýndu vilja, en voru ekki alveg nógu beittir," sagði Wenger.

Hann hrósaði Cesc Fabregas fyrir markið mikilvæga.

"Þetta mark sagði sitt um liðið okkar og Cesc sömuleiðis. Skallamörk eru ekki hans sérgrein en hann skoraði með laglegum skalla í dag."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×