Enski boltinn

Galið að reka Martin Jol

NordicPhotos/GettyImages

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að forráðamenn Tottenham séu galnir að hafa rekið Martin Jol á sínum tíma.

Tottenham tekur á móti Hull í dag og reynir þar að rétta við skútuna eftir verstu byrjun félagsins í hálfa öld, en á sama tíma er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með lið sitt Hamburg.

"Ég veit ekki hvað gerðist hjá Tottenham, en ég á erfitt með að sjá hvaða lið myndi ekki vilja hafa Martin Jol sem knattspyrnustjóra. Hann er að gera frábæra hluti með Hamburg, sem á góða möguleika á að vinna titilinn. Þetta er dæmi um annan sigur þýska boltans á þeim enska," er haft eftir "Keisaranum" í News of the World í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×