Enski boltinn

Öruggt hjá United á Ewood Park

Rio Ferdinand fagnar marki félaga síns Wes Brown í rigningunni
Rio Ferdinand fagnar marki félaga síns Wes Brown í rigningunni NordicPhotos/GettyImages

Manchester United vann í kvöld 2-0 sigur á Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. United vann þarna fjórða sigur sinn í röð. Mörk frá Wes Brown og Wayne Rooney tryggðu liðinu sigurinn í úrhellisrigningu.

Wes Brown skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Rooney á 31. mínútu, en margir vildu reyndar meina að brotið hefði verið á markverði Blackburn Jason Brown þegar fyrirgjöfin kom á markið.

Það var svo Rooney sem innsiglaði sigurinn með góðu marki á 64. mínútu eftir laglegan undirbúning Cristiano Ronaldo á hægri kantinum.

Rooney þótti tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en Alex Ferguson ákvað að láta hann spila "því hann væri í stuði þessa dagana" eins og Skotinn orðaði það. Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga fylgdist með leiknum og hefur eflaust hrifist af leik framherjans fyrir landsleiki Englendinga á næstu dögum.

Blackburn átti ekki mörg færi í leiknum og var reyndar heppið að fá ekki á sig þriðja markið þegar varamaðurinn Carlos Tevez átti skot í stöng í lokin. United hafði aðeins einu sinni unnið sigur á Ewood Park í deildinni á síðustu 10 árum.

United er nú komið í 6. sæti deildarinnar en Blackburn er í níunda sætinu.

Leikirnir á Englandi á morgun:

West Ham-Bolton 5. okt. 12:30

Chelsea-Aston Villa 5. okt. 14:00

Man.City-Liverpool 5. okt. 14:00

Portsmouth-Stoke 5. okt. 14:00

Tottenham-Hull 5. okt. 14:00

Everton-Newcastle 5. okt. 15:00






Fleiri fréttir

Sjá meira


×