Enski boltinn

West Ham lá heima fyrir Bolton

Kevin Davies fagnar fyrsta marki leiksins
Kevin Davies fagnar fyrsta marki leiksins NordicPhotos/GettyImages

West Ham fékk í dag nokkuð óvæntan 3-1 skell á heimavelli gegn Bolton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. West Ham hefði geta skotist á toppinn með sigri en varð í staðinn að sætta sig við fyrsta tapið í deildinni undir stjórn Gianfranco Zola.

Kevin Davies kom Bolton yfir í leiknum á 30. mínútu eftir slysaleg mistök Robert Green í marki West Ham og Gary Cahill bætti við öðru marki skömmu síðar eftir að hafa fylgt eftir þrumuskoti frá Heiðari Helgusyni.

Carlton Cole náði að minnka muninn fyrir West Ham en það var svo Matty Taylor sem innsiglaði sigur gestanna með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 69. mínútu.

Þetta var fyrsti sigur Bolton á útivelli í deildinni í vetur, en liðið vann aðeins tvo leiki á útivelli alla síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×