Fleiri fréttir

,,Versti" dómari Belgíu á Laugardalsvelli

Skoska blaðið The Daily Record greinir frá því í dag að dómari leiks Íslands og Skotlands á miðvikudaginn verði sá maður sem var kjörinn versti dómari belgísku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Federer vann fimmta árið í röð

Roger Federer frá Sviss vann í kvöld sigur á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta er fimmta árið í röð sem hann vinnur mótið en það er nýtt met.

Zola eða Donadoni?

Enskir fjölmiðlar telja að valið hjá West Ham standi milli Gianfranco Zola og Roberto Donadoni. Félagið er í leit að knattspyrnustjóra í stað Alan Curbishley sem lét af störfum í síðustu viku.

Newcastle hafði samband við Lotina

Miguel Angel Lotina, þjálfari Deportivo La Coruna á Spáni, segir að forráðamenn Newcastle hafi haft samband við sig og viljað ræða við hann um knattspyrnustjórastöðu félagsins.

Logi líklega í Njarðvík

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfubolta, er kominn heim úr atvinnumennskunni á Spáni og spilar líklega með Njarðvík í vetur.

Laudrup til Moskvu en ekki London

Daninn Michael Laudrup mun ekki taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá West Ham. Það varð ljóst í dag þegar hann samþykkti að taka við þjálfun Spartak Moskvu.

Gerrard ekki með gegn United

Miðjumaðurinn Steven Gerrard segir það ljóst að hann geti ekki spilað gegn Manchester United. Hann er að jafna sig eftir aðgerð vegna meiðsla sem hann hefur verið að glíma við.

Verstu hárgreiðslur enska boltans

Það hafa margir kostulegir kappar komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni sem vakið hafa athygli fyrir ýmislegt annað en fótboltakunnáttu. Blaðamenn The Sun hafa tekið saman lista yfir verstu hárgreiðslur sem sést hafa í deildinni og má sjá listann hér að neðan.

Burley: Ákveðnir í að ná góðum úrslitum á Íslandi

George Burley segir að sínir menn séu ákveðnir í að ná réttum úrslitum gegn Íslandi á miðvikudag. Skotar töpuðu óvænt fyrir Makedóníu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM en Burley telur að leikurinn gegn Íslandi henti sínum mönnum betur.

Scotty: Myndi veðja á Ísland

Scott Ramsay, leikmaður Grindavíkur, myndi frekar veðja á íslenskan sigur gegn Skotum á miðvikudaginn en hitt. Hann ætlar að sitja með íslenskum áhorfendum á leiknum.

Skotar eru ekki bjartsýnir

James Traynor, blaðamaður hjá The Daily Record, segir að væntingar Skota fyrir landsleikinn á miðvikudaginn séu ekki miklar. Liðið verði þó hreinlega að vinna sigur.

Bjarni Ólafur klár fyrir Skotana

Bjarni Ólafur Eiríksson átti í nokkrum erfiðleikum með að klára leikinn gegn Norðmönnum um helgina en verður þó klár í slaginn gegn Skotum á miðvikudagskvöldið.

Ferdinand gat æft í morgun

Rio Ferdinand æfði í morgun með enska landsliðinu og fór með liðinu til Zagreb í Króatíu þar sem liðin mætast á miðvikudagskvöldið.

1500 miðar eftir á Skotaleikinn

Aðeins 1500 miðar eru enn óseldir á leik Íslands og Skotlands þegar rúmir tveir dagar eru í leik. Miðasalan tók mikinn kipp um helgina.

Sonja í tíunda sæti í Peking

Sundkappinn Sonja Sigurðardóttir keppti í morgun í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking og varð í tíunda sæti.

Andy Murray sló út Nadal

Bretar hafa loksins eignast almennilega stjörnu í tennisheiminum. Skotinn Andy Murray bar í gær sigur úr býtum gegn Rafael Nadal frá Spáni í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótins.

Bilic: Peningar skipta mig ekki máli

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera í knattspyrnu vegna peninganna. Hann er á margfalt lægri launum en t.d. Fabio Capello hjá enska landsliðinu.

Takk kærlega fyrir, Hareide

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson segir norska landsliðsþjálfarann hafa gert afdrifarík mistök þegar hann skipti John Carew af velli á 65. mínútu leiksins á Ullevaal-leikvanginum í gærkvöld.

McLaren áfrýjar

McLaren liðið ætlar að áfrýja niðurstöðu dómara í Belgíukappakstrinum í dag þar sem ökumaður liðsins Lewis Hamilton var sviptur sigri sínum og færður niður í þriðja sæti fyrir að brjóta reglur.

Flensburg burstaði Minden

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Flensburg vann þá 36-25 stórsigur á Minden. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg, en Gylfi Gylfason skoraði þrjú fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson eitt.

Haukar áfram í Evrópukeppninni

Íslandsmeistarar Hauka eru komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta eftir 34-30 sigur á Cyprus College frá Kýpur í síðari leik liðanna ytra í dag.

Massa dæmdur sigur á Spa

Lewis Hamilton hefur fengið sigur sinn í Belgíukappakstrinum dæmdan af sér eftir að sýnt þótti að hann hefði brotið reglur. Hann fékk 25 sekúndna refsingu og fellur því niður í þriðja sæti í keppninni.

Domenech örvæntir ekki

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka, neitar að örvænta þó hans menn hafi fengið óvæntan 3-1 skell gegn Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í gær.

Gerði grín að enska landsliðinu

David Rodrigo, landsliðsþjálfari Andorra, skaut föstum skotum að enska landsliðinu og Fabio Capello þjálfara eftir leik liðanna í undankeppni HM í gær.

Tekur yfirlýsingum City með fyrirvara

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, segist taka tíðindum af fyrirhuguðu risatilboði Manchester City í Cristiano Ronaldo með hæfilegum fyrirvara.

Zola og Donadoni vöktu hrifningu

Mike Lee, framkvæmdastjóri hjá West Ham, segir að Ítalarnir Gianfranco Zola og Roberto Donadoni hafi báðir komið afar vel út úr viðtölum sínum vegna knattspyrnustjórastöðunnar hjá félaginu.

Berbatov fær ekki að reykja hjá United

Dimitar Berbatov mun þurfa að bæta líkamlegt form sitt ef hann ætlar sér að vinna sér sæti í liði Manchester United og þá verður hann líka að hætta að reykja. Þetta segir heimildamaður helgarblaðsins News of the World.

Hamilton sigraði á Spa

Lewis Hamilton hafði sigur í Belgíukappakstrinum á Spá brautinn í dag eftir spennandi einvígi við Kimi Raikkönen á lokasprettinum. Rigning setti svip sinn á einvígið, sem endaði með því að Finninn ók út af brautinni og féll úr keppni þegar tveir hringir voru eftir.

Khan rotaður á innan við mínútu

Amir Khan, vonarstjarna Breta í hnefaleikum, mátti þola sitt fyrsta tap í hringnum í gærkvöld þegar hann lék Kólumbíumanninn Breidis Prescott rota sig á innan við einni mínútu í fyrstu lotu.

Pálmi Rafn: Meira sjálfstraust í liðinu

Pálmi Rafn Pálmason segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið ákveðnir í að svara þeirri gagnrýni sem liðið hefur fengið fyrir síðustu leiki.

Grétar Rafn: Verðum að gera þetta saman

Grétar Rafn Steinsson segir að góð úrslit hafi fyrst og fremst náðst vegna þess að liðið hafi mætt tilbúið til leiks og gert það sem fyrir það var lagt.

Sá dýrasti í sögu enska boltans

Brasilíumaðurinn Robinho varð dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku knattspyrnunnar þegar hann gekk óvænt í raðir Manchester City. Robinho er fyrsta púslið í meistaraliði hinna arabísku eigenda félagsins.

Ólafur: Það býr margt í þessu liði

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var að vonum kátur eftir að íslenska landsliðið náði stigi gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM í dag.

Vanda hættir hjá Breiðablik

Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í Landsbankadeildinni, mun hætta þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag. Vanda mun ætla sér í nám til Ítalíu en hún hefur stýrt liði Breiðabliks fyrir yfirstandandi leiktíð.

Leikir dagsins í undankeppni HM

Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í fyrstu leikjunum í undankeppni HM sem fram fóru í dag. Hæst bar 2-2 jafntefli íslenska landsliðsins í Noregi, en í sama riðli töpuðu Skotar 1-0 fyrir Makedónum á útivelli.

Sjá næstu 50 fréttir