Sá dýrasti í sögu enska boltans 7. september 2008 11:15 Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Robson de Souza, betur þekktur sem Robinho, varð á dögunum dýrasti leikmaður enska boltans þegar Manchester City pungaði út 32,5 milljónum punda fyrir Brasilíumanninn knáa. Hinn 24 ára gamli Robinho ólst upp í fátækrahverfinu Parque Bitaru í útjaðri Santos í Brasilíu og byrjaði snemma að spila fótbolta. Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sló í gegn á Futsal-móti og fór í framhaldinu að æfa með unglingaliði stórliðsins Santos, sem var þá undir stjórn goðsagnarinnar Pelé. Robinho skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamning sinn við Santos þegar hann var átján ára gamall og keppnistímabilið 2002-2003 lék hann 24 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. Hann var í kjölfarið valinn í brasilíska landsliðið og hefur leikið með því allar götur síðan. Fyrir keppnistímabilið 2004-2005 var hann farinn að draga að sér mikla athygli frá stærstu félögunum í Evrópu en Santos vildi ekki selja hann. Brasilíska félagið gat þó ekki haldið aftur af stórliði Real Madrid, sem keypti hann á tæplega tuttugu milljónir punda í júlí árið 2005. Robinho skoraði átta mörk á sinni fyrstu leiktíð tímabilið 2005-6 með Real Madrid en tímabilið 2006-7 lenti hann upp á kant við knattspyrnustjórann Fabio Capello og varð að sætta sig við að sitja á varamannabekknum löngum stundum. Hann endaði þó leiktíðina vel og átti sinn þátt í að Real Madrid varð spænskur meistari. Robinho fór á kostum hjá Real Madrid tímabilið 2007-2008 undir stjórn Þjóðverjans Bernd Schuster skoraði ellefu mörk fyrir félagið, sem varði spænska titilinn eftir harða samkeppni við Villarreal og Barcelona.Ósætti við forráðamenn Real Madriddýrastur Augu margra verða á Brasilíumanninum Robinho hjá Man. City í vetur. nordic photos/getty imagesEftir tímabilið 2007-2008 varð Robinho sterklega orðaður við félagsskipti til Chelsea þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari hans hjá Brasilíu, Luiz Felipe Scolari, var kominn við stjórnvölinn. Robinho taldi til nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann vildi yfirgefa herbúðir Real Madrid í nýlegu viðtali.„Forráðamenn vildu ekki halda nógu mikið í mig til þess að ég væri sannfærður um að vera áfram. Þeir reyndu meðal annars að nota mig í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United. Þar sem þeir vildu ekki treysta á mig sá ég enga framtíð hjá félaginu. Það særði mig líka mjög mikið þegar Ramon Calderon, forseti Real Madrid, vildi ekki leyfa mér að leika á Ólympíuleikunum. Ég grét þegar hann bannaði mér það, ég grét ekki til þess að fá að fara frá félaginu," segir Robinho.Chelsea varð hins vegar að sætta sig við að missa Robinho í hendurnar á Manchester City á lokadegi félagsskiptagluggans. Robinho var gagnrýndur hvívetna fyrir að velja City og þar á meðal af brasilíska goðinu Pelé, en Robinho svaraði því fullum hálsi.„Ég tek gagnrýni Pelé að sjálfsögðu til greina þar sem hann er konungur knattspyrnunnar en ég held samt að hann myndi gera nákvæmlega það sama ef hann væri í mínum sporum. Það hjálpaði mér líka að taka ákvörðunina að ég þekki bæði Jó og Elano, leikmenn City, sem hvöttu mig eindregið til þess að ganga til liðs við félagið," segir Robinho.Það verður forvitnilegt að fylgjast með Robinho reyna að skapa sér nafn í enska boltanum en til þess þarf hann heldur betur að standa undir nafni. Sem allra dýrasti leikmaður í sögu enska boltans.omar@frettabladid.is
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira