Fleiri fréttir

Hermann: Frábær karakter í liðinu

Hermann Hreiðarsson fyrirliði var mjög sáttur við jafntefli íslenska landsliðsins í Noregi í dag og segir liðið hafa sýnt hvað í því býr.

Óraunhæfar kröfur á norska liðið

Framherjinn Steffen Iversen og miðvörðurinn og fyrirliðinn Brede Hangeland verða í eldlínunni gegn Íslandi í kvöld en þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að leiðin til Suður-Afríku á lokakeppni HM 2010 er löng og grýtt.

Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna á völlinn

Nú styttist í að leikur Íslands og Noregs hefjist í undankeppni HM 2010 á Ullevaal leikvanginum í Ósló. Búist er við því að Íslendingar búsettir í Ósló og á Norðurlöndunum muni fjölmenna á völlinn.

Skotar töpuðu í Makedóníu

Nokkuð óvænt úrslit urðu í fyrsta leik 9. riðilsins í undankeppni HM í dag þegar Skotar töpuðu 1-0 fyrir Makedónum á útivelli í riðli okkar Íslendinga. Það var Ilco Naumoski sem skoraði sigurmark Makedóna í fyrri hálfleik, en skoska liðið þótti langt í frá sannfærandi í leiknum.

David Winnie: Skotar mega ekki vanmeta Íslendinga

David Winnie, fyrrum leikmaður og þjálfari KR, reiknar með því að Skotar muni fara með sigur af hólmi þegar þeir mæta Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.

Hamilton á ráspól á Spa

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton verður fremstur á ráslínu í Belgíukappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa skotist fram úr Felipe Massa á síðustu stundu í tímatökum í dag.

Fabregas: Glórulaust að fara til City

Cesc Fabregas hjá Arsenal er einn þeirra leikmanna sem nefndir hafa verið til sögunar á meintum innkaupalista Manchester City í framtíðinni.

Stjóraleitin heldur áfram hjá West Ham

Scott Duxbury, framkvæmdastjóri West Ham, segir að félagið sé búið að þrengja hringinn niður í fimm eða sex menn þegar kemur að leitinni í nýjum knattspyrnustjóra.

Ewing og Olajuwon í heiðurshöllina

Sjö einstaklingar voru í gærkvöld vígðir inn í heiðurshöll körfuboltans í Springfield í Bandaríkjunum. Þar á meðal voru miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon og þjálfarinn Pat Riley.

Terry: England skortir sjálfstraust

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að erfiðleika liðsins undanfarin misseri megi rekja til þess að það skorti einfaldlega sjálfstraust.

Annar stórsigur hjá Val

Valsstúlkur unnu í dag annan stórsigur sinn í röð í Evrópukeppninni þegar liðið skellti heimaliðinu Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu 6-2. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val annan leikinn í röð en auk hennar voru þær Málfríður Sigurðardóttir, Kristín Bjarnadóttir og Sif Atladóttir á skotskónum.

Jafnt í hálfleik í Ósló

Staðan í hálfleik er jöfn 1-1 í landsleik Norðmanna og Íslendinga í undankeppni HM. Steffen Iversen kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu en Heiðar Helguson jafnaði með glæsilegum skalla aðeins þremur mínútum síðar.

Þórir valinn í landsliðið

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hefur Þórir Ólafsson verið valinn í íslenska landsliðið sem kemur saman í lok október.

Botnbaráttan harðnar enn

Völsungur og ÍH skildu jöfn í 2. deild karla í kvöld, 2-2, og hleyptu þar með enn meiri spennu í botnbaráttuna.

Ísland í átjánda sæti

Íslenska knattspyrnulandsliðið er í átjánda sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins og stendur því í stað frá því í júní síðastliðnum.

Serena mætir Jankovic í úrslitum

Serena Williams átti í engum vandræðum með andstæðing sinn í undaúrslitum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Jankovic í úrslit

Serbinn Jelena Jankovic náði í kvöld að tryggja sér sæti í úrslitum í einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta er í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á risamóti í tenins.

Bolt vann í Brussel

Usain Bolt frá Jamaíku vann í kvöld sigur í 100 metra spretthlaupi karla í síðasta gullmóti ársins sem fór fram í Brussel í Belgíu.

Marion Jones laus úr fangelsi

Bandaríska frjálsíþróttakonan Marion Jones er laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í hálft ár fyrir að hafa logið um steranotkun sína og tekið þátt í samsæri um lyfjamisferli.

Kjartan og Stefán klárir í slaginn

Bjarni Sigurðsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, gerði garðinn frægann með norska félaginu Brann á árum áður og þekkir nokkuð vel til norska landsliðsins og norska boltans. Leikur Íslands gegn Noregi leggst vel í hann.

Mutu áfrýjar úrskurði FIFA

Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu áfrýjaði í dag úrskurði FIFA til íþróttadómstóla eftir að honum var á dögunum gert að greiða fyrrum félagi sínu Chelsea tvo milljarða í miskabætur.

Ferdinand verður ekki með Englendingum

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand verður ekki með enska landsliðinu í opnunarleik þess gegn Andorra í undankeppni HM á morgun. Ferdinand er meiddur á hálsi en Fabio Capello landsliðsþjálfari reiknar með honum í leikinn mikilvæga gegn Króötum á miðvikudaginn í næstu viku.

Nóg til af miðum á Ullevaal

Ekki er hægt að segja að miðar hafi rokið út á leik Norðmanna og Íslendinga á Ullevaal leikvanginum á morgun, en rúmlega 4000 miðar munu vera óseldir á leikinn.

Hermann: Carew er einn besti framherji heims

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði Íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að norski framherjinn og afmælisbarnið John Carew sé einn sá besti í heiminum.

Vill ekki láta líkja sér við Eið Smára

Viktor Unnar Illugason hjá Reading, sem nú leikur sem lánsmaður hjá utandeildarliðinu Eastbourne Borough, segist ekki kæra sig um að vera líkt við Eið Smára Guðjohnsen.

Massa áfram fljótastur á Spa

Felipe Massa náði bestum tíma allra eftir æfingar dagsins fyrir Spa kappaksturinn í Belgíu um helgina. Rigning setti nokkuð strik í reikninginn á síðari æfingum dagsins, en þar kom Fernando Alonso sterkur inn.

West Ham fær varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá samningi við 22 ára gamlan varnarmann frá Úrúgvæ. Sá heitir Walter Lopez og á að baki þrjá landsleiki fyrir þjóð sína, en hann var með lausa samninga eftir að hafa leikið með River Plate.

Barton fékk tólf leikja bann

Joey Barton hjá Newcastle var í dag dæmdur í tólf leikja keppnisbann af enska knattspyrnusambandinu vegna árásar hans á fyrrum liðsfélaga sinn þegar hann var leikmaður Manchester City.

Buffon hlær að City-slúðri

Ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluigi Buffon segir ekkert hæft í þeim orðrómi að Manchester City hafi gert í hann 70 milljón evra kauptilboð.

Eto´o tekur upp gamla siði

Framherjinn Samuel Eto´o virðist vera kominn í sama farið og á síðasta keppnistímabili þegar hann kom sér í ónáð hjá þjálfara Barcelona með lélegri mætingu á æfingar.

Curbishley var fljótur að kveðja

Alan Curbishley sagði starfi sínu lausu hjá West Ham eftir aðeins þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Aðeins einn stjóri hefur verið fljótari að kveðja í deildinni á síðasta áratug.

Spánverjar taplausir í undankeppni HM síðan 1993

Spænska landsliðið í knattspyrnu getur jafnað ansi merkilegt met af það forðast tap gegn Bosníu í undankeppni HM á laugardaginn. Spánverjar hafa ekki tapað leik í undankeppni HM síðan árið 1993.

Newcastle reið ekki feitum hesti í tíð Keegan

Newcastle er með lélegasta árangur allra liða sem spila í úrvalsdeildinni þegar tekið er mið af stigasöfnun liðsins í stjórnartíð Kevin Keegan sem sagði af sér hjá félaginu í gær.

Fleiri stjórar orðaðir við West Ham

Nokkrir ítalskir þjálfarar hafa nú verið orðaðir við knattspyrnustjórastöðuna hjá West Ham. Í gær var Paolo Di Canio orðaður við stöðuna, en nú hafa nokkrir fleiri bæst í hópinn að sögn BBC.

Ronaldo: Ég var barnalegur

Cristiano Ronaldo hefur nú loksins gert tilraun til að hreinsa til í sínum málum hjá Manchester United eftir Real Madrid ævintýrið sem stóð yfir í allt sumar.

West Ham svarar McCartney

West Ham gaf í dag út yfirlýsingu þar sem fullyrðingum norður-írska landsliðsmannsins George McCartney í gær er vísað á bug. McCartney gagnrýndi stjórn West Ham og sagði hana bera ábyrgð á uppsögn Alan Curbishley.

Savage þykir slá óþarflega um sig

Miðjumaðurinn Robbie Savage olli ólgu í herbúðum Derby County í vikunni þegar hann mætti á æfingu á nýjum Lamborghini sportbíl. Ónefndur maður tengdur liðinu lýsti því yfir í fjölmiðlum að svona stjörnustælar væru lýsandi fyrir vandræði liðsins, sem hefur ekki unnið deildarleik í næstum eitt ár.

Aðgerð Snorra heppnaðist vel

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson fór í gær í vel heppnaða aðgerð í Danmörku þar sem 6 mm löng beinflís var fjarlægð úr hnénu á honum.

Gay dregur sig úr keppni

Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay hefur dregið sig úr keppni á Van Damme mótinu í frjálsum íþróttum í Brussel í Belgíu í dag. Þar með verður 100 m hlaupið einvígi þeirra Usain Bolt og Asafa Powell frá Jamaíku. Gay er meiddur á læri og varð að hætta við þátttöku í hlaupi þar sem reiknað var með að heimsmetið yrði í hættu.

Massa og Raikkönen sprækir á Spa

Ferrari-ökumennirnir Felipe Massa og Kimi Raikkönen óku best allra á æfingum fyrir Belgíukappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Lewis Hamilton náði þriðja besta tímanum og félagið hans Heikki Kovalainen hjá McLaren fjórða besta.

Djokovic mætir Federer

Serbinn Novak Djokovic tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum opna bandaríska meistaramótisins þegar hann lagði Bandaríkjamanninn Andy Roddick 6-2 6-3 3-6 7-6 (7-5). Djokovic er þriðji stigahæstir tennisleikari heims og mætir Roger Federer í undanúrslitunum - en sá er annar á heimslistanum.

Sjá næstu 50 fréttir