Fleiri fréttir

City vann West Ham

Manchester City lagði West Ham 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag en öll mörkin komu í seinni hálfleik. Seint í fyrri hálfleik missti West Ham mann af velli þegar Mark Noble fékk að líta sitt annað gula spjald.

Ólympíuleikunum lokið

Ólympíuleikunum í Peking var formlega slitið í dag þegar lokahátíðin fór fram. Hún var alveg í takt við leikana sjálfa, heppnaðist frábærlega og var virkilega glæsileg.

Deco tryggði Chelsea sigur

Chelsea vann 1-0 útisigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eina mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu en það skoraði portúgalski miðjumaðurinn Deco beint úr aukaspyrnu.

Massa fyrstur í mark á Spáni

Felipe Massa hjá Ferrari er kominn í annað sætið í stigakeppni ökumanna eftir sigur í götukappakstrinum í Valencia í dag. Brasilíumaðurinn vann nokkuð öruggan sigur á þessari nýju braut.

Bianchi til Torino

Rolando Bianchi er farinn frá Manchester City og hefur skrifað undir fimm ára samning við Torino á Ítalíu. Hann var keyptur til City í fyrra en átti ekki fast sæti og var lánaður til Lazio seinni hluta síðasta tímabils.

Fabregas vill fá Alonso í Arsenal

Cesc Fabregas segir að það yrði frábært fyrir Arsenal að fá miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool. Arsene Wenger hefur áhuga á því að fá Alonso samkvæmt fréttum frá Englandi.

Bolton snýr sér að Bullard

Gary Megson, knattspyrnustjóri Bolton, ætlar að reyna að fá Jimmy Bullard frá Fulham. Hann hefur hinsvegar gefist upp á því að reyna að fá James Harper, miðjumann Reading.

Sigfús: Elska alla strákana út af lífinu

Sigfús Sigurðsson var löngu hættur að svekkja sig á tapinu gegn Frökkum þegar Vísir hitti hann eftir leik en þá var Sigfús kominn með silfur um hálsinn og bros á munni.

Björgvin Páll: Bara eitt púslið í góðu liði

Markvörðurinn ungi Björgvin Páll Gústavsson er svo sannarlega ein af stjörnum þessara Ólympíuleika. Hefur staðið sig hreint frábærlega og búinn að stimpla sig inn í íslenska landsliðið með látum.

Myndir úr leik Íslands og Frakklands

Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson var á sínum stað í Peking og tók myndir af því þegar Ísland lék til úrslita gegn Frakklandi á Ólympíuleikunum.

Arnór Atla: Ég er hundsvekktur

Arnór Atlason hefur átt frábæra Ólympíuleika. Skorað mörk, lagt upp fjölda þeirra og spilað fína vörn. Hann var enn að jafna sig eftir tapið þó svo hann væri kominn með verðlaunapening utan um hálsinn.

Róbert: Ætla að gleyma leiknum og njóta silfursins

„Það er dásamleg tilfinning að vera með silfrið um hálsinn og nú munu allar stíflur bresta hjá manni. Ég er eðlilega mjög stoltur af þessum árangri en samt svekktur að hafa ekki náð gullinu

Bandarískur sigur í blaki karla

Bandaríkin unnu nokkuð óvæntan sigur á Brasilíu í úrslitaleik karla í blaki á Ólympíuleikunum. Bandaríkin unnu 3-1 sigur í hörkuspennandi leik en loturnar fóru 20-25, 25-22, 25-21 og 25-23.

Fyrsta maraþongull Keníu

Sammy Wanjiru vann í dag keppni í maraþon hlaupi karla á Ólympíuleikunum í karla er hann kom í mark á nýju Ólympíumeti.

Með silfur um hálsinn - Myndir

Íslenska handboltalandsliðið tók áðan við silfurverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í Peking. Söguleg stund fyrir íslenskt íþróttalíf.

Sögulegt silfur

Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking í handbolta karla. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í úrslitaviðureigninni, 28-23.

Spánverjar tóku bronsið

Spánn vann í dag sigur á Króötum, 35-29, í leik um bronsið í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking.

Eiður Smári: Þjálfarinn hefur trú á mér

Eiður Smári Guðjohnsen segir í spænskum fjölmiðlum í dag að hann hafi fulla trú á því að hann verði áfram hjá Barcelona eftir að hann ræddi við Pep Guardiola, nýráðinn þjálfara liðsins.

Veigar skoraði í jafntefli Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Stabæk sem gerði jafntefli, 1-1, gegn Lyn í norsku úrvalsdeildinni í dag. Veigar Páll skoraði fyrsta mark leiksins á 57. mínútu en Lyn jafnaði á þeirri 65. með marki frá Gustavino og þar við sat.

Fulham vann Arsenal

Fulham bar sigurorð af Arsenal, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það var norski varnarmaðurinn Brede Hangeland sem skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi á 21. mínútu leiksins.

Shevchenko farinn aftur til AC Milan

Úkraínumaðurinn Andryi Shevchenko er farinn aftur til AC Milan eftir misheppnaða dvöl hjá Chelsea þar sem hann skoraði aðeins níu mörk á tveimur tímabilum. Kaupverð er ekki gefið upp en ljóst er að það er langt undir þeim 30 milljónum punda sem Chelsea borgaði fyrir hann fyrir tveimur árum.

KR í úrslit bikarkeppni kvenna

KR-stúlkur tryggðu sér sæti í úrslitum VISA-bikars kvenna í fótbolta með því að leggja Breiðablik að velli, 4-2, á KR-vellinum í dag. Staðan í hálfleik var, 3-0, KR í vil og sigurinn því aldrei í hættu.

Ásdís Rán: Garðar negldi feitan díl

Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson, sem leikið hefur með sænska liðinu Norrköping undanfarin ár, hefur skrifað undir þriggja ára samning við búlgarska liðið Lokomotiv Sofia. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fyrirsæta og eiginkona Garðars greinir frá þessu á bloggi sínu.

Arsenal marki undir í hálfleik

Fulham hefur yfir, 1-0, gegn Arsenal í hálfleik í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Norski varnarmaðurinn Brede Hangeland skoraði markið á 21. mínútu með skoti af stuttu færi.

Töpuðu með 25 stigum á móti Notre Dame háskólanum

Körfuboltalið Notre Dame - háskólans vann 25 stiga sigur á íslenska karlalandsliðinu í körfubolta, 90-65, í lokaleik æfingamótsins á Írlandi í dag. Ísland vann einn af þremur leikjum sínum á mótinu en sá sigur kom gegn heimamönnum í Írlandi á föstudagskvöldið.

KR-stúlkur þremur mörkum yfir í hálfleik

KR-stúlkur hafa yfir, 3-0, í hálfleik gegn Breiðabliki í undanúrslitum VISA-bikars kvenna á KR-vellinum. Leikurinn hefur verið algjör einstefna að marki Breiðabliks sem má þakka fyrir að vera ekki bíð að fá á sig fleiri mörk.

Massa á ráspól í Valencia

Brasilíski ökuþórinn Felipe Massa, sem ekur fyrir Ferrari, verður á ráspól í Formúlu 1 kappakstrinum í Valencia á morgun. Hann náði fyrsta sætinu af Bretanum Lewis Hamilton hjá McLaren á síðustu stundu.

Bekele vann fimm kílómetra hlaupið

Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele bar sigur úr býtum í fimm kílómetra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking í dag á nýju ólympíumeti. Hann hafði áður unnið gull í tíu kílómetra hlaupi.

Kirkland og Alexander sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu

Bretarnir David Kirkland og Rozalyn Alexander komu fyrst í mark í maraþonhluta Reykjavíkurmaraþonsins nú fyrir skömmu. Stefán Viðar Sigtryggsson varð í sjöunda sæti í karlaflokki og Björg Árnadóttir varð fjórða í kvennaflokki.

Bandarískur sigur í 4x400 metra boðhlaupi kvenna

Bandaríska kvennasveitin bar sigur úr býtum í 4x400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í Peking í dag eftir æsilega baráttu við sveit Rússa. Sanya Richards tryggði þeim bandarísku sigurinn með frábærum endaspretti.

Thorkildsen varði Ólympíutitilinn í spjótkasti

Norðmaðurinn Andreas Thorkildsen gerði sér lítið fyrir og varði Ólympíutitill sinn í spjótkasti með því að kasta 90,57 metra sem er Ólympíumet. Yfirburðir Thorkildsen voru miklir því næsti maður kastaði rétt tæpum fjórum metrum styttra.

Bungei tók gullið í 800 metra hlaupi karla

Keníumaðurinn Wilfred Bungei varð hlutskarpastur í 800 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Bungei kom fyrstur mark eftir harða keppni við Súdanann Ismail Ahmed Ismail og landa sinn Alfred Kirwa Yego.

Langat vann 1500 metra hlaup kvenna

Nancy Jebet Langat frá Kenía kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Langat átti magnaðan endasprett og kláraði hlaupið á síðasta hringnum.

Sunderland vann Tottenham - Gerrard tryggði Liverpool sigur

Sunderland vann óvæntan sigur á Tottenham, 2-1, á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn Djibril Cisse skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik. Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Middlesbrough þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Guðjón Valur, Ólafur og Snorri í úrvalsliði ÓL

Íslenska landsliðið á þrjá leikmenn í sjö manna úrvalsliði handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir því sem fram kemur á mbl.is.

Helena Ólafs: Mætum í hefndarhug gegn Blikum

KR og Breiðablik mætast í dag í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna í fótbolta. Leikurinn, sem fer fram á KR-velli, hefst kl. 16 . Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, segir að sínar stúlkur séu klárar í slaginn.

Fljótasti maður heims heldur með Stoke

Hlaupagarpurinn Usain Bolt, sem hefur unnið til þriggja gullverðlauna og sett þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking, heldur með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. ástæðan er sú að Ricardo Fuller, einn af hans bestu vinum, leikur með liðinu.

Ensku liðin eiga 17 af 20 leikmönnum

Ensk lið eiga sautján af þeim tuttugu leikmönnum sem hafa verið tilnefndir af Knattspyrnusambandi Evrópu sem bestu leikmenn í meistaradeild og UEFA-keppninni á síðasta tímabili.

Sjá næstu 50 fréttir