Sport

Bekele vann fimm kílómetra hlaupið

Eþíópíumaðurinn Kenenisa Bekele bar sigur úr býtum í fimm kílómetra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking í dag á nýju ólympíumeti. Hann hafði áður unnið gull í tíu kílómetra hlaupi.

Bekele leiddi allan tímann og varð fyrsti maðurinn í 28 ár sem vinnur bæði fimm og tíu kílómetra hlaup á sömu ólympíuleikunum.

Keníubúarnir Eliud Kipchoge og Edwin Cheruiyot Soi komu næstir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×